Fyrstu skóladagarnir

Svo lengi sem eg man eftir hefur eftirspurn að taka sér far með strætisvögnum fyrstu skóladagana alltaf verið meiri en sætaframboð. En fljótlega dregur úr og fleiri nota aðra möguleika.Verst er þegar einn fer með einkabíl sem er það dýrasta fyrir hann sem einstakling og samfélagið allt.

Núverandi almenningsflutningakerfi er vanbúið undir núverandi kringumstæðum að mæta þessu álagi. Rekstaraðilinn sem rekur strætisvagnakerfið verður að miða rekstur sinn við að reka þjónustuna allt árið og þá er alltaf spurning hvernig unnt sé að mæta auknu álagi. Það hefur verið gert með stærri vögnum og fleiri svo lengi sem það er unnt.

Námsmenn eru mikilvægir viðskiptavinir Strætó og það þarf að gera þeim sem flestum mögulegt að nýta sér þjónustuna sem reynt er að hafa eins hagkvæma og unnt er. 

Víða má bæta þjónustuna m.a. með því að stuðla betur að stundvísi vagnanna. Á þessu er mikill brestur m.a. vegna mikillrar umferðar á álagstímum. Þannig seinkar þeim vögnum mjög síðdegis sem leið eiga austur Miklubraut. Fyrir nokkrum árum var ráðin bót á þessu með lagningu sérstakrar akstursreinar fyrir Strætó í vestur átt. En svigrúmið er mjög lítið m.a. frá Stakkahlíð og vestur að Snorrabraut, nema með töluverðum tilfæringum sem íbúar nærliggjandi húsa verða sennilega ekki ánægðir með.

 


mbl.is „Þetta var því miður svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband