Dokið!

Að fara út í einhliða hernaðaraðgerð getur endað í skelfilegri blindgötu. Þetta hefur margsinnis gerst og dæmin svo mörg að myndi æra óstöðugan að telja allt upp.

Það er mjög skynsamlegt af Obama að leggja ákvörðun um þetta fyrst fyrir bandaríska þingið. Á meðan tíminn líður getur komið fram nýjar upplýsingar sem máli kunna að skipta.

Allur hernaður er rándýr. Hver tilraun að finna friðsamlega lausn kostar aðeins brot af hernaðarbrjálæðinu. Allir tapa af því, hvort sem eru óbreyttir borar í því landi þar sem átök eru eða bandarískir skattgreiðendur. 

 


mbl.is Obama vill grípa til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar er ég sammála, líkur á friði eru náttúrulega engar og árás frá friðarverðlaunahafanum og forseta 98% íslendinga breytir því ekki.

Þegar um það bil 50000 manns til viðbótar hafa fallið tekur ESB sig til og setur lög sem banna ófrið í Sýrlandi nema Brüssel hafi fundað, þingað og samþykkt.

Erlendur (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 20:12

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver segir að Obama vilji grípa til hernaðaraðgerða? Hver veit í raun hvað forseti Bandaríkjanna vill? Hver hefur átt trúnaðar-samtal við hann um hvað hann vill?

Enginn!

Hvar getur forseti Bandaríkjanna tjáð það sem hann raunverulega vill, án þess að verða drepinn, eða hótað einhverju enn verra af heimsveldis-mafíunni, fyrir sína réttlætisbaráttu?

Hvergi!

Spunameistarar í heimsveldis-píramídatoppnum, (topp hergagnaframleiðslunnar og lyfjamafíunnar), segja að "einhver Obama" vilji tortímingar-hamfara-stríð, til að skapa frið? Frið fyrir hverja? Frið fyrir toppmafíuna?

Nú ákveður lýðræðiskjörið þing Bandaríkjanna, hvort rétt sé að starta þriðju heimsstyrjöldinni, með ófyrirsjáanlegum hörmungum fyrir meirihlutann í heiminum. Frakkar eru greinilega með galinn forseta núna (einhvern Hollande), sem er ekki minna hættulegur en Assad Sýrlandsforseti. Verra getur það varla orðið fyrir almenning í Frakklandi framtíðarinnar.

Frakklandsforseti kannski jafn hættulegur og Sýrlandsforseti? Hvað ætlar alþjóðasamfélagið að gera? Réttlætið er landamæralaust, og fyrir alla.

Rannsókn og réttarhöld taka lengri tíma en svo, að á nokkrum vikum sé á einhvern hátt réttlætanlegt að eyðileggja eigur Sýrlandsríkis, án sannana og stríðsdóms-réttarhalda á mannúðarplani samkvæmt lögum og réttlæti siðmenntaðra ríkja.

Þetta löngu skipulagða leikrit toppanna í heimsveldis-píramídanum, fær algjöra falleinkunn af réttlátum gagnrýnendum, (sem eru almenningur heimsins), á heimsveldis-mafíuleikritið landamæralausa, ómannúðlega og óréttlætanlega.

Friður er ómetanlegur. Stríð hefur aldrei skilað öðru en hörmungum fyrir alla jarðarbúa, og mun aldrei skila öðru í framtíðinni. Enginn getur hrakið þær staðreyndir með nokkrum réttlætanlegum né skiljanlegum rökum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2013 kl. 21:18

3 identicon

Aumingja Obama nú hefur hann engann með sér nema sossa fíflið í Fakklandi.

Innrásin í Lýbíu og uppljóstrun um stríðsglæpi Bandaríkjastjórnar hafa orðið til þess að fólk hefur vaknað og opðnað augun.

Eini stjórnmálamaðurinn með viti sem lætur í sér heyra er Putin.

Leyfið múslimunum að klára þessar erjur.

USA notaði milljón tonn af napalm sprengjum í Vietnam sem hrjáir fólkið þar enn í dag. Plús öll eyturefnin!

Obama ætti að halda kjafti og hugsa áður en hann framkvæmir.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 22:57

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

V.Jóhannsson.

"leyfið múslimum að klára þessar erjur"?

Hverjir hafa réttlætanlegt vald til að leyfa og banna í heiminum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2013 kl. 01:48

5 identicon

Ég á við- skiptu þér ekki af því sem þú hvorki ræður og eða kemur við. Þú getur hvort sem er ekki stöðvað þessar erjur og síst með innrás inn í landið.

Með innrás sé ég bara eitt - 100 faldur flótti múslima inn í Evrópu og bróðurparturinn af þeim er fólk sem styður Bræðralag múslima - sem eru Islamiskir terroristar. Þá er Ýmishúsið sem Islamistarnir keyptu - fyrir peninga frá Saudi-Arabíu, þú veist landinu þar sem konur hafa ekki bílpróf, þegar of lítið, eða?

Til sællar minningar, þá samþykktu þeir Davíð og Halldór innrásina inn í Írak á sínum tíma, og hvað hefur áunnist þar?

Shia og suni múslimar eru að sprenja hvorn annann í tætlur hvern einasta dag og um ókomna framtíð.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 10:22

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum athuga að „lýðræðið“ er sífellt meira og meira að vera tengt við auðinn, meira að segja hérna á Íslandi. Í dag eru það braskaranir sem stjæorna ótrúlega miklu og gildir einu hvort það er í Reykjavík eða Róm.

Þakka umræðurn en sumt finnst mér vera nokkuð hráar hugmyndir.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.9.2013 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband