Skynsamlegt - en hvað með þarfagreiningu?

Stærri bílar eiga að vera utan húsagötur. Sá böggull fylgir skammrifi að við Þórsgötu eru tveir gististaðir, Hótel Odense á Þórsgötu 1 og Gistiheimilið Sunna í hinum enda götunnar og er við hornið Þórsgötu 26 og Njarðargötu. Að sækja farþega og fara með farþega á gististaði sem þessa er martröð. 

Svipað ástand er við nokkra aðra gististaði í Reykjavík, Hótel Skjaldbreið á Laugavegi 16, Hótel Frón á Laugavegi 22 rétt ofan við Klapparstíg, Hótel Klöpp á horni Hverfisgötu og Klapparstíg, Hótel Plaza í Aðalstræti og Hótel Borg eru dæmi um gististaði þar sem ekki hefur verið hugsað um aðkomu hvorki stórra farþegabíla né annarra stærri bíla t.d. vegna aðfanga og aðra þjónustu. Annað hvort er umferð stærri bifreiða bönnuð eða ekki gert ráð fyrir að slíkar bifreiðar geti stoppað til affermingar eða fermingar.

 Það gleymist því furðuoft þegar farið er í að veita leyfi til breytinga hvort sem er á húsum eða götum að sjá fyrir og gera ráð fyrir aðkomu þjónustu þessara gististaða. Og svo á að breyta Landsímahúsinu, byggja við og hefja rekstur gríðarstórs hótels. En aðkoma gesta og þjónustu virðist eiga að mæta afgangi og þetta mikilsverða atriði látið daga uppi milli vita án þess að viðhlítandi lausn sé fyrir hendi.

Þegar eg starfaði í Iðnskólanum í Reykjavík á sínum tíma ræddu arkitektarnir sem þar störfuðu á Hönnunarbraut og sumir starfa þar enn undir nýju heiti skólans, um þarfagreiningu. Þarfagreining var lykilorð í kennslunni þar sem mikil áhersla væri lögð á að væntanlegur hönnuður þyrfti fyrst að gera sér grein fyrir öllum þörfum áður en hannað er. Þarfagreining mætti sjálfsagt kenna stjórnmálamönnum sem koma til með að taka ákvarðanir. Ef þeim eru allar upplýsingar og þarfir kunnar, ættu þeir að geta tekið betri og vandaðri ákvarðanir.


mbl.is Banna hópbifreiðar á Þórsgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Þarna ertu á hálum ís.  Að ætlast til að embættis- og stjórnmálamenn hugsi áður en þeir framkvæmi? Kannski ættum við kjósendur að þarfagreina betur hvers konar stjórnmálamenn við viljum, og þeir síðan betur hvers konar embættismenn þeir ráða.

Hvumpinn, 31.8.2013 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband