9.7.2013 | 21:54
Er forsetinn samkvæmur sjálfum sér?
Þau rök sem Ólafur Ragnar setur nú fram um að verða ekki við áskorun 15% þjóðarinnar, gæti hann alveg eins geta sett fram við milliríkjasamningana sem kenndir voru við Icesave.
Því miður var það mal allt sett í einhvern tilfinningaríkan táradal sem nú fyrir löngu er vitað að frestaði einungis endurreisn samfélagsins. Sú ákvörðun féll ákaflega vel að sjónarmiðum Sigmundar Davíðs sem gerðist hvoru tveggja í senn, einn yfirlýsingaglaðasti þingmaðurinn og síðar brattasti kosningaloforðamaðurinn sem minnir óneitanlega á Silvío Berlúskóní.
Eg hefi oft verið að velta fyrir mér hvort Sigmundur Davíð hafi Ólaf Ragnar í vasanum eða Ólafur Ragnar Sigmund í vasanum. Óneitanlega er mjög áberandi hversu samtvinnað starf þeirra er. Ólafur Ragnar gerir allt sem kemur Sigmundi að gagni en öðrum stjórnmálamönnum að sem mesta ógagni.
Ljóst er að sterkasta stjórnarandstaða ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sat hvergi annars staðar nema á Bessastöðum.
Nú hefur forsetinn dregið í land í landsföðurslegum ákvörðunum sínum. Meðan ríkisstjórn Jóhönnu sat, var hvert tækifæri notað til að grafa undan þeirri stjórn undir forystu þeirra félaga Ólafs Ragnars og Sigmundar.
Við sem töldum að veiðileyfigjald sé jafnmikilvægt samfélaginu rétt eins og aðrar skyldur og skattar samfélagsþegna, erum mjög ósátt við ákvörðun Ólafs Ragnars í dag. Hann er greinilega eins og hver annar hagsmunaaðili samfélagsins til verndar þeim sem betur mega sín. Kvótabraskarar gerðu kvótann að verslunarvöru og meira að segja að féþúfu í eigin þágu. Þeir skyldu sum sveitarfélög á vergangi og töldu sig engu þurfa til þess að svara. Aðalatriðið' var að græða og græða mikið.
Veiðigjaldið var að flestra ályti hóflegt afgjald enda væri kominn tími til að útgerðin legði eitthvað af mörkum til samfélagsins fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem þjóðin á sameiginlega. Veiðigjaldið miðaðist við afkomu en var ekki hugsað sem flatur skattur eins og íhaldsmenn vilja gjarnan. Því miður er svo að kvótaeigendur telja sig eiga þennan rétt ekki sem afnotarétt heldur sem beina eign sem þeir hafa greitt hverjum öðrum fyrir. En í mörgum tilfellum var verið að koma arðinum af útgerðinni í vasa vina og vandamanna eins og mörg dæmi eru um.
Ólafur Ragnar hefur í dag gengið erinda LÍÚ. Hann getur varla talist forseti allrar þjóðarinnar öllu lengur.
Mjög líklegt er að settar verði fram kröfur um að hann segi af sér áður en kjörtími hans er úti um mitt ár 2016. Við eigum kröfu á að hafa forseta sem hlustar og ígrundar á sjónarmið 15% atkvæðisbærra Íslendinga. Okkur varðar lítt um eigingjörn sjónarmið auðmanna sem ætíð hafa kappkostað að koma sér undan að taka þáttí þjóðfélagsrekstrinum.
Hvetur til varanlegrar sáttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.