Aðgengi að upplýsingum

Meginregla upplýsingalaga er sú, að sérhver borgari getur krafist þess að fá upplýsingar sem varða hann.

Hér er um söfnun upplýsinga sem kunna að teljast þess eðlis að ekki beri að veita aðgang að þeim. Hér þarf að setja fram mjög skýrar reglur hvernig haga beri öflun upplýsinga, tilgangi söfnunar, skráningu þeirra, varðveislu og hverjir hafi aðgang að þeim. Í hvaða tilfellum ber að halda slíkum upplýsingum og skýrslum leyndum og hversu lengi á að halda þeirri leynd?

Hægri menn vilja hafa sem frjálsastar hendur um öflun og skráningu upplýsinga, sérstaklega um andstæðinga þeirra. Þeir vilja einnig tryggja að aðgengi þessara upplýsinga sem minnsta og að einungis fáir eigi aðgang að þeim. Með vinstri mönnum er þessu öfugt farið: Þar vilja menn hafa reglurnar sem skýrastar þar sem heimildir fyrir öflun og skráningu upplýsinga sé í samræmi við lö-g og reglur.

Þar sem þarna er um mjög grátt svæði ber að fara varlega. Það er óþægilegt fyrir almennan borgara að verið sé að fylgjast með öllu sem hann kemur nálægt, skrá upplýsingar en leyna öllu eins og um brotamann af versta tagi kann að ræða. Þetta tíðkast í löndum þar sem yfirvöld telja sig hafa frjálsar hendur að ákveða hverjir séu „persona non grata“, þ.e. njóta ekki borgaralegra réttinda.

Við erum í töluverðri hættu að teljast til slíkra landa ef aðgangur að opinberum upplýsingum er heftur.

Það er því fagnaðarefni að Úrskurðarnefnd um upplýsingarmál hafi ljáð máls á því að Eva Hauksdóttir fái aðgang að upplýsingum sem varðar hana.

 


mbl.is Eva fær aðgang að skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

í ljósi þess að Stefán segir vonlítið að fleiri geti farið fram á líka skýrslu og Eva fékk, væri fróðlegt að heyra nánar frá henni um skýrsluna, s.s. er hún hvernig hún er unnin. Fagleg?

hilmar jónsson, 5.7.2013 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband