Ævitekjur hversu margra meðal launamanna?

Þeir geta þetta hátekjumennirnir að koma sér upp þaki yfir höfuðið, eign sem talin er vera 350 milljóna króna virði. Sennilega eru þetta nálægt því að vera ævitekjur tug venjulegra launamanna.

Á öldinni sem leið jukust þjóðartekjur að verða 50 sinnum meiri í lok 2. aldar miðað við upphaf hennar. Á meðan fjölgaði þjóðinni úr því að vera 100.000 sálir í að vera 300.000. Með öðrum orðum jukust ráðstöfunartekjur um 17 falt miðað við upphaf 20. aldar. En skyldi launajöfnuður hafa aukist á þessum tíma? Sennilega ekki.

Við skulum athuga að á árunum 1995-2007 eða þegar Framsóknarflokkur og SJálfstæðisflokkur voru við völd, jukust skattaálögur um 13% hjá þeim tekjuhóp sem lægstar hafa tekjurnar. Á þeim tíma gumuðu forystumenn þessara stjórnmálaflokka að skattar hefðu lækkað: að meðaltali auðvitað!

 


mbl.is Eitt dýrasta einbýlishúsið til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þetta er sjúkt Guðjón og veldur ógleði. En þetta er ekki framsóknarfólki né sjálfstæðisfólki á Íslandi að kenna, ræturnar liggja mun dýpra í hugmyndafræði frjálshyggju og frelsi fjármagnsins. En rétt er að þessir flokkar hafa verið hvetjandi og farvegar fyrir þessa hugmyndafræði.

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.6.2013 kl. 19:44

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála síðuhafa og Ásgeir. Þetta er sjúkt.

En sérhagsmunagæslan, Sjálfstæðisflokkurinn kallar þetta öfund.

Græða á daginn og grilla á kvöldin, þið munið.

hilmar jónsson, 4.6.2013 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243043

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband