23.5.2013 | 16:46
Þarf Sigmundur að smala köttum?
Þeir þingmenn sem nú sitja á þingi fyrir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk hafa enga reynslu nema vera í upphlaupum ýmsum í áróðursstríðinu gegn ríkisstjórn Jóhönnu þar sem allt var fundið henni til foráttu. Framsóknarflokkurinn var á móti nýrri stjórnarskrá, Icesave samningunum, aðild að Efnahagssambandinu, Rammaáætlun, nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands og ýmsum fleirum mikilvægum málum. Þá ríkti hálfgert stríðsástand þar sem öllum þingmönnum flokksins var sigað á einn sameiginlegan fjandmann: ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Nú eru þingmenn þessara sömu flokka að skríða upp úr skotgröfunum. Sigmundur Davíð er ansi brattur að telja að friðaröld Framsóknarflokksins sé upprunninn og að nú eigi allir að vinna að friðsamlegri lausn allra mála. Ekki sýndi hann gott fordæmi þegar hann var á móti öllum mikilsverðum málum. Varla hefur ríkisstjórn hans tekið við að nú ólma sumir liðsmenn hans eins og verstu breimakettir, eru komnir í fýlu vegna þess að þeir voru ekki valdir í ráðherraembætti. Dæmi um Vigdísi Hauksdóttur einhverrar kostulegrar grátkonu Framsóknarflokksins sem hefur yndi af því að afbaka gömul og gild íslensk orðatiltæki. Sjálfsagt eiga fleiri eftir að fara í fýlu enda vilja margir skara að sinni köku. Er hér skýr sönnun fyrir því að Sigmundi hafi ekki tekist að ná fullri stjórn á hjörð sinni.
Nú er spurning hvort það verði hlutverk hans að smala köttum eins og Jóhanna Sigurðardóttir lýsti ástandinu innan ríkisstjórnar sinnar þegar upp kom alvarlegur ágreiningur um einstök þingmál sem oft er algengt að komi upp. Þegar slíkt kemur upp er augljóst að sumir óánægðir menn eru meir að hugsa um eigin hag en heildarinnar.
Sigmundur Davíð á að baki furðulegustu og óljósustu kosningaloforð Íslandssögunnar. Hann hefur komist upp með að þyrla upp þokukenndu kosningatrixi sem villti um fyrir allt of mörgum. Þessa mun flokkurinn væntanlega gjalda í næstu kosningum. Leiðin að völdunum og spillingunni, gengur gegnum blekkingar og innistæðulaus kosningaloforð. Má vísa í Silvió Berlúskóní sem nú er álitinn vera einhver fyrirlitlegasti stjórnmálaþrjótur í Evrópu.
Enginn áður gegnt ráðherraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.