Þarf Sigmundur að smala köttum?

Þeir þingmenn sem nú sitja á þingi fyrir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk hafa enga reynslu nema vera í upphlaupum ýmsum í áróðursstríðinu gegn ríkisstjórn Jóhönnu þar sem allt var fundið henni til foráttu. Framsóknarflokkurinn var á móti nýrri stjórnarskrá, Icesave samningunum, aðild að Efnahagssambandinu, Rammaáætlun, nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands og ýmsum fleirum mikilvægum málum. Þá ríkti hálfgert stríðsástand þar sem öllum þingmönnum flokksins var sigað á einn sameiginlegan fjandmann: ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Nú eru þingmenn þessara sömu flokka að skríða upp úr skotgröfunum. Sigmundur Davíð er ansi brattur að telja að friðaröld Framsóknarflokksins sé upprunninn og að nú eigi allir að vinna að friðsamlegri lausn allra mála. Ekki sýndi hann gott fordæmi þegar hann var á móti öllum mikilsverðum málum. Varla hefur ríkisstjórn hans tekið við að nú ólma sumir liðsmenn hans eins og verstu breimakettir, eru komnir í fýlu vegna þess að þeir voru ekki valdir í ráðherraembætti. Dæmi um Vigdísi Hauksdóttur einhverrar kostulegrar grátkonu Framsóknarflokksins sem hefur yndi af því að afbaka gömul og gild íslensk orðatiltæki. Sjálfsagt eiga fleiri eftir að fara í fýlu enda vilja margir skara að sinni köku. Er hér skýr sönnun fyrir því að Sigmundi hafi ekki tekist að ná fullri stjórn á hjörð sinni.

Nú er spurning hvort það verði hlutverk hans að smala köttum eins og Jóhanna Sigurðardóttir lýsti ástandinu innan ríkisstjórnar sinnar þegar upp kom alvarlegur ágreiningur um einstök þingmál sem oft er algengt að komi upp. Þegar slíkt kemur upp er augljóst að sumir óánægðir menn eru meir að hugsa um eigin hag en heildarinnar.

Sigmundur Davíð á að baki furðulegustu og óljósustu kosningaloforð Íslandssögunnar. Hann hefur komist upp með að þyrla upp þokukenndu kosningatrixi sem villti um fyrir allt of mörgum. Þessa mun flokkurinn væntanlega gjalda í næstu kosningum. Leiðin að völdunum og spillingunni, gengur gegnum blekkingar og innistæðulaus kosningaloforð. Má vísa í Silvió Berlúskóní sem nú er álitinn vera einhver fyrirlitlegasti stjórnmálaþrjótur í Evrópu.


mbl.is Enginn áður gegnt ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband