Ýmsu ólíku ruglað saman

Að líkja Evrópusambandinu við Titanic er einkennileg samlíking sem er engum til framdráttar.

Evrópusambandið byggist á þeirri einföldu forsendu að aðildarríki standist kröfur svonefnds Maastrickt samkomulags. Þar er gert ráð fyrir að aðildarríki hafi jákvæðan reikningsgrundvöll ríkisfjármála, ríkisskuldir séu innan marka og að dýrtíð (verðbólga) sé einnig innan viðmiðunarmarka. Reynslan hefur verið að aginn hefur verið æríð mismunandi, Evrópuríkin í syðri hluta álfunnar hafa farið nokkuð frjálslega með heimildir sínar og lent í vandræðum, einnig Írland. Þeim ríkjum vegnar vel sem hafa góðan aga á efnahagsmálum sínum.

Ljóst er að aðild að Evrópusambandinu er mikill styrkur. En það eru víða stjórnmálamenn sem telja aðild vera hið versta mál. Þeir telja að völd þeirra dragist verulega saman og er það skiljanlegt. Hins vegar má benda á að þau lönd sem gengið hafa til liðs við Evrópusambandið telja sig ekki hafa misst neins, hvorki í fullveldi eða sjálfsákvörðunarrétti. Er það hræðsluáróður sem fylgir sumum stjórnmálamönnum íslenskum?

Mjög mikils vert atriði að við Íslendingar setjum fram skýr skilyrði okkar fyrir aðild. Þau eiga bæði að vera markviss og auðskilin. Við erum fámenn þjóð með sérhæfða atvinnuvegi og aðstæður sem Evrópusambandið VERÐUR að taka tillit til.

Eg er ekki fráhverfur aðild að Evrópusambandinu enda tel eg við stöndum betur stjórnmálalega, fjármálalega og ekki síst menningarlega og sögulega séð innan sambandsins en utan - en Á OKKAR FORSENDUM!

Við erum utan Evrópusambandsins auðveeld bráð erlendra ríkja eins og Kínverja sem vilja gjarnan efla hagsmuni sína hér. Má benda á sérstakan áhuga þeirra en þeir eru með fjölmenasta sendiráðið hér á landi sem stendur og vænta sjálfsagt mikils af stjórnvöldum hér á landi. Við gætum þess vegna orðið auðveld „bráð“ þessa fjölmemnna ríkis. Ísland er mikilvægur punktur í veröldinni fyrir þetta vaxandi heimsveldi sem teygir krumlur sínar um nánast allar álfur heims.

Við eigum því að líta betur til Evrópu, þaðan komum við, höfðum samskipti við, menningarleg tengsl, viðskiptaleg, efnahagsleg, pólitísk og félagsleg. Við eigum svo margt sameiginlegt með Evrópu.

En við verðum að fullnægja skilyrðum Maastrickt. Sennilega verður það ekki undir stjórn Sigmundar Davíðs, enda bendir fátt til að við stöndum undir þeim væntingum.

Góðar stundir!


mbl.is „Ísland vill ekki um borð í Titanic“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nóbelsverðlaunahafinn Phelps bættist í gær við stóran hóp frægra hagfræði prófessora og Nóbelsverðlaunahafa sem vara okkur alvarlega við ESB og evru aðild.

Margir hafa líkt Evrópusambandinu við hið sökkvandi skipt Titanic, en Mr. Phelps líkti Evópusambandinu við brennandi hús.

Engum ætti að detta í huga að vilja fara inn í það hús.

Þessar kenningar þínar um ESB aðild standast mjög illa, vonandi vaknar þú af þessum draumförum þínum, áður en það verður um seinan !

Gunnlaugur I., 24.5.2013 kl. 00:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað segir maður þessi við kínversku innlimunarhættunni?

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2013 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband