Gríðarleg breyting á umhverfi

Þegar slegið er upp „Grand Inga“ má sjá út á hvað þessar framkvæmdir ganga:

Inga fossinn er tæpra 100 metra hár í Kongó ánni og er um 4 km breiður. Þarna falla yfir 40.000 rúmmetrar á sekúndu eða meira en 100 falt vatnsrennsli Þjórsár! Í vatnavöxtum hefur verið áætlað að yfir 70.000 tonn renni þarna á sekúndu. Þannig að þarna verður kjöraðstæður að byggja gríðarlega stórt vatnsorkuver, það stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Áætlunin er að byggja virkjunina í a.m.k. 3 áföngum og eftir þann síðasta verði framleidd þarna um 39.000 MW í 52 túrbínum sem hver um sig framleiðir umtalsvert meira en allar túrbínur Kárahnjúkavirkjunar til saman! Er áætlað að um 500 milljónir heimila muni njóta góðs af þessari virkjun í mest allri Afríku.  Dreifikerfið mun ná til Egyptalands í norðri, Nígeríu í vestri og Suður Afríku í suðri.

Áin fellur í raun í mörgum fossum og rennum, sumum neðanjarðar að hundruðum skiptir. Milli þeirra eru fjöldinn allur af hólmum, litlum eyjum og björgum. Sjálfsagt verður eftirsjá að þessum fossum en spurning hvort þurfi að ráðast í þessa gríðarlegu virkjun nema annað sé haft í huga t.d. stóriðja.

Sjálfsagt eru komnir til sögunnar stórhuga stjórnmálamenn í Afríku sem klifa á sama söngnum og kollegar þeirra á Íslandi: „Að koma hjóli atvinnulífsins af stað“.

Athygli vekur að kínverskir verktakar hafa þessa framkvæmd með höndum ásamt fleirum m.a. í Suður Evrópu. Fjárfestingar Kínverja í Austur Afríku kallar á þessa framkvæmd. Spurning hvort ekki verða gífurlegar breytingar eftir þessar framkvæmdir þegar mikil landflæmi hafa verið lögð undir uppistöðulón og ljótar rennur gegnum frumskóginn fyrir rafmagnslínur.

Heimildir auk netútgáfu Morgunblaðsins:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7358542.stm

http://www.worldwaterfalldatabase.com/waterfall/Inga-Falls-660/

http://en.wikipedia.org/wiki/Inga_dams

 


mbl.is Heimsins stærsta vatnsaflsvirkjun í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 242993

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband