Ferðamannakort

Mjög skynsamleg leið væri að ferðamenn kaupi sér ferðamannakort sem væri verðlagt með hliðsjón af hve löng dvöl þess er löng. Þannig ættu þeir sem koma hingað með skemmtiferðaskipum og dvelja hér kannski í Reykjavík og aftur á Akureyri dag á hvorum stað, fara í dagsferð að greiða lægsta gjald. Þeir sem dvelja 2 vikur eða jafnvel lengur, greiði hærra gjald. Innifalið í þessu korti væri aðgangur að þjóðgörðum,friðlöndum og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á þ. á m. salernisþjónustu.

Gjaldið væri frá 10-30 Evrur fyrir hverja Íslandsferð og er aðalmálið að sem flestir og helst allir sætti sig við það. Gjald sem þetta er víða innheimt og er reynsla mín af ferðaþjónustu sem leiðsögumaður meira en 20 sumur að mörgum þyki einkennilegt að ekkert skuli vera innheimt.

Sá sem vill skoða söfn sem innheimta aðgangseyrir eins og byggðasöfn greiði álag og væri þá aðgangseyrir eðlilega innifalinn.

Auðvitað gengur illa að hver aðili rukki fyrir sig. Þannig hefur verið krafist 200 króna gjalds fyrir not á salernum á Hakinu við Þingvöll. Og ekki er ásættanlegt að verið sé að rukka fyrir aðgang að Hveraröndinni, Grjótagjá, og Dettifossi þar sem salernisaðstaða er annað hvort engin eða ófullnægjandi. Við Dimmuborgir er aðstaðan góð en þyrfti að bæta með hliðsjón af fjölgandi ferðamönnum.

Hagræðið við að innheimta gjaldið einu sinni er augljóst. Það fylgir töluverður kostnaður að innheimta gjald og gæti eg vel trúað að tekjurnar geri lítt betur en að standa undir þeim kostnaði.


mbl.is Stjórnvöld sjái um gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband