Ríkasta sveitarfélagið stendur sig ekki

Einkennilegt er að Garðabær, sennilegasta ríkasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sinnir illa hlutverki sínu.

Í Garðabæ eru hátekjufólk uppistaðan í tekjustofnum þessa sveitarfélags, sem hefur tiltölulega einna rýmstan fjárhag enda útgjöld sveitarfélagsins mjög viðráðanleg. Ekki er sveitarfélag þetta með mikil útgjöld vegna skóla eða dvalarheimila aldraðra, ætli Garðabær sé ekki með einna lægsta hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu öllu? Og skuldir eru ekki að plaga bæjarsjóðinn nema ef vera skyldi vegna sameiningar við Álftaneshrepp sem glutraði niður sjálfstæði sínu vegna glannalegrar stjórnunar Sjálfstæðismanna á undanförnum áratug sem þeir vilja kenna vinstri mönnum um.

Umhverfismál mætti Garðabær taka betur fyrir þegar svona stendur á. Eða ætla stjórnendur bæjarins að þetta verkefni sé betur komið hjá nágrannasveitarfélögunum? Það er því miður gamall ósiður að vísa skyldunum á aðra en njóta velvildar á sömu sviðum.


mbl.is Heiðmörk ófær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamli, lastu ekki fréttina, Garðabær vildi ekki taka við veginum af Ríkinu, sem og Reykjavík. Þetta er því á könnu Ríkisins þar sem hinir samþykktu ekki að taka við honum. Auðvitað væri samt snilld ef hið ríka sveitarfélag myndi laga hann þó það væri ekki á þeirra ábyrgð.

Ari (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 02:47

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ari lestu: http://www.althingi.is/altext/raeda/132/rad20051116T153831.html

Þar kemur eftirfarandi fram:

Tilvitnun 408 Heiðmerkurvegur. Af hringvegi við Rauðhóla um Heiðmörk á Elliðavatnsvegi við enda Vífilsstaðavegar.“ — Þetta er skýringin.

Í gildandi vegáætlun fyrir árin 2005–2008 eru fjárveitingar til vegarins af svonefndum ferðmannaleiðum, samtals 77 millj. kr. Miðað hefur verið við að þessar fjárveitingar yrðu notaðar til að leggja bundið slitlag, malbik, á núverandi veg án þess að honum yrði breytt að öðru leyti. Þess má geta að mjög er kvartað undan ástandi núverandi vegar og annarra vega í Heiðmörk, ekki síst vegna rykmengunar.

Í haust var sótt um framkvæmdaleyfi til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins og til umhverfissviðs Reykjavíkurborgar til að malbika um 4 km kafla í norður frá Vífilsstaðahlíð. Þeirri beiðni var hafnað og m.a. óskað eftir frekara skipulagi og rökstuðningi fyrir þörf á framkvæmdum. Þar eð þrýstingur um aðgerðir á veginum hefur fyrst og fremst komið frá umsjónaraðilum Heiðmerkur og vegfarendum er eðlilegt að aðilar innan borgarkerfisins og eftir atvikum hjá öðrum sveitarfélögum á svæðinu samræmi sjónarmið sín án þátttöku ríkisins.

Eins og áður hefur komið fram var áformað að leggja slitlag á núverandi veg án frekari breytinga. Það er skoðun okkar í ráðuneytinu að ríkið sé alls ekki réttur aðili til að standa að skipulagningu Heiðmerkur. Raunar má setja spurningarmerki við það hvort umræddur vegur eigi að teljast þjóðvegur. Það er því skoðun mín að fresta beri framkvæmdum, a.m.k. þar til spurningum varðandi skipulag hefur verið svarað og viðkomandi yfirvöld hafa komist að niðurstöðu um að leggja megi veg í Heiðmörk. Í því sambandi er rétt að fram komi að Vegagerðin metur það svo að ekki sé unnt að halda við malarvegum á svæðinu, m.a. vegna mengunarhættu.

Er þetta arfur frá óstjórn íhaldsins? Rök má færa fyrir því.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2013 kl. 18:22

3 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Skipulagið sem Sturla kallar þarna eftir (deiliskipulag fyrir Heiðmörk) var fullbúið í lok síðasta árs eftir margra ára vinnu. En þá brá svo við, að Orkuveita Reykjavíkur lhafnaði því, á þeirri forsendu að OR lværi á móti akfærum vegi um Heiðmörk. Með því að ekkert deiliskipulag liggur fyrir um Heiðmörk, verður ekkert hægt að gera á næstu árum til þess að bæta ástand vegakerfisins um þetta fjölsótta útivistarsvæði höfuðborgarbúa.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/08/deiliskipulag_heidmarkar_lagt_a_is/

Í kvöld bættist andstæðingum almenningsútivistar í Heiðmörk (OR, heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarða og Kópavogssvæðisins og umhverfissviði Reykjavíkurborgar) nýr og óvæntur liðsauki:
http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Efaglegt-kludur%E2%80%9C

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 10.5.2013 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband