9.5.2013 | 20:44
Ríkasta sveitarfélagið stendur sig ekki
Einkennilegt er að Garðabær, sennilegasta ríkasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sinnir illa hlutverki sínu.
Í Garðabæ eru hátekjufólk uppistaðan í tekjustofnum þessa sveitarfélags, sem hefur tiltölulega einna rýmstan fjárhag enda útgjöld sveitarfélagsins mjög viðráðanleg. Ekki er sveitarfélag þetta með mikil útgjöld vegna skóla eða dvalarheimila aldraðra, ætli Garðabær sé ekki með einna lægsta hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu öllu? Og skuldir eru ekki að plaga bæjarsjóðinn nema ef vera skyldi vegna sameiningar við Álftaneshrepp sem glutraði niður sjálfstæði sínu vegna glannalegrar stjórnunar Sjálfstæðismanna á undanförnum áratug sem þeir vilja kenna vinstri mönnum um.
Umhverfismál mætti Garðabær taka betur fyrir þegar svona stendur á. Eða ætla stjórnendur bæjarins að þetta verkefni sé betur komið hjá nágrannasveitarfélögunum? Það er því miður gamall ósiður að vísa skyldunum á aðra en njóta velvildar á sömu sviðum.
Heiðmörk ófær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamli, lastu ekki fréttina, Garðabær vildi ekki taka við veginum af Ríkinu, sem og Reykjavík. Þetta er því á könnu Ríkisins þar sem hinir samþykktu ekki að taka við honum. Auðvitað væri samt snilld ef hið ríka sveitarfélag myndi laga hann þó það væri ekki á þeirra ábyrgð.
Ari (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 02:47
Ari lestu: http://www.althingi.is/altext/raeda/132/rad20051116T153831.html
Þar kemur eftirfarandi fram:
Tilvitnun 408 Heiðmerkurvegur. Af hringvegi við Rauðhóla um Heiðmörk á Elliðavatnsvegi við enda Vífilsstaðavegar.“ — Þetta er skýringin.
Í gildandi vegáætlun fyrir árin 2005–2008 eru fjárveitingar til vegarins af svonefndum ferðmannaleiðum, samtals 77 millj. kr. Miðað hefur verið við að þessar fjárveitingar yrðu notaðar til að leggja bundið slitlag, malbik, á núverandi veg án þess að honum yrði breytt að öðru leyti. Þess má geta að mjög er kvartað undan ástandi núverandi vegar og annarra vega í Heiðmörk, ekki síst vegna rykmengunar.
Í haust var sótt um framkvæmdaleyfi til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins og til umhverfissviðs Reykjavíkurborgar til að malbika um 4 km kafla í norður frá Vífilsstaðahlíð. Þeirri beiðni var hafnað og m.a. óskað eftir frekara skipulagi og rökstuðningi fyrir þörf á framkvæmdum. Þar eð þrýstingur um aðgerðir á veginum hefur fyrst og fremst komið frá umsjónaraðilum Heiðmerkur og vegfarendum er eðlilegt að aðilar innan borgarkerfisins og eftir atvikum hjá öðrum sveitarfélögum á svæðinu samræmi sjónarmið sín án þátttöku ríkisins.
Eins og áður hefur komið fram var áformað að leggja slitlag á núverandi veg án frekari breytinga. Það er skoðun okkar í ráðuneytinu að ríkið sé alls ekki réttur aðili til að standa að skipulagningu Heiðmerkur. Raunar má setja spurningarmerki við það hvort umræddur vegur eigi að teljast þjóðvegur. Það er því skoðun mín að fresta beri framkvæmdum, a.m.k. þar til spurningum varðandi skipulag hefur verið svarað og viðkomandi yfirvöld hafa komist að niðurstöðu um að leggja megi veg í Heiðmörk. Í því sambandi er rétt að fram komi að Vegagerðin metur það svo að ekki sé unnt að halda við malarvegum á svæðinu, m.a. vegna mengunarhættu.
Er þetta arfur frá óstjórn íhaldsins? Rök má færa fyrir því.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2013 kl. 18:22
Skipulagið sem Sturla kallar þarna eftir (deiliskipulag fyrir Heiðmörk) var fullbúið í lok síðasta árs eftir margra ára vinnu. En þá brá svo við, að Orkuveita Reykjavíkur lhafnaði því, á þeirri forsendu að OR lværi á móti akfærum vegi um Heiðmörk. Með því að ekkert deiliskipulag liggur fyrir um Heiðmörk, verður ekkert hægt að gera á næstu árum til þess að bæta ástand vegakerfisins um þetta fjölsótta útivistarsvæði höfuðborgarbúa.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/08/deiliskipulag_heidmarkar_lagt_a_is/
Í kvöld bættist andstæðingum almenningsútivistar í Heiðmörk (OR, heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarða og Kópavogssvæðisins og umhverfissviði Reykjavíkurborgar) nýr og óvæntur liðsauki:
http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9Efaglegt-kludur%E2%80%9C
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 10.5.2013 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.