Stórisannleikur Jóns Gunnarssonar

Jón Gunnarsson fer mikinn og kveður ferðaþjónustuna vera með ómálefnalega gagnrýni. Þess má geta að veiðileyfi flokksbróður hans, Einars Guðfinnssonar voru svo illa framsett að engin skilyrði voru sett fyrir veiðunum enda var þetta hinsta ákvörðun hans í embætti sjávarútvegsráðherra í janúarlok 2009. Hrefnuveiðimenn drápu hrefnur rétt framan við nefið á hvalaskoðunarbátunum svona rétt til þess að storka sem mest. Þetta mætti Jón Gunnarsson kynna sér betur áður en hann setur fram sinn stórasannleik í málinu.

Sennilega hafa Íslendingar margfalt meiri tekjur af hvalaskoðun en hvalveiðum. Þær þykja nokkuð groddalegar enda gamaldags. Það er kannski við hæfi þeirra sem vilja lifa í gamla tímanum en vilja ekki viðukenna neinar breytingar.

Gömlu hvalveiðibátana mætti ábyggilega nýta til hvalaskoðunar stærri hvala. Og afla mætti mikillra öruggra tekna með minni tilkostnaði!


mbl.is Hvalveiðar ekki skaðað ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Man ekki betur en að það hafi verið ferðaþjónustuaðilarnir sjálfir sem nánast leituðu uppi hvalveiðimenn til að sýna ferðamönnum drápin. Það eitt er lélegt af þeim sem þykjast vera í ferðamannaiðnaði. Ummæli ferðaþjónustuaðila dæma sig sjálf í ruslflokk, enda fóru margir ferðamenn á veitingastaði eftirá til að bragða hvalkjöt af þeirri skepnu sem þeir voru að skoða fyr um daginn.

 Þetta á góða samleið ef rétt er farið að þessu svo ég byð þig að hætta þessu nöldri líka.

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 7.5.2013 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Guðjón....þú hefur nákvæmlega ekkert að segja í þessu pistli þínum annað en óskhyggju, hatur út í einhverja pólitík og drauma.  Ferðaþjónustan hefur vælt og grenjað yfir þessu í tugir ára, en alltaf fjölgar ferðamönnum til landsins og hvalveiðifyrirtækin halda áfram að skrimta.

Guðmundur Björn, 8.5.2013 kl. 00:53

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Að vilja eiga kökuna en éta hana samt, það hefur verið allt of lengi uppi í hugsun Íslendinga.

Úrsúla Jünemann, 8.5.2013 kl. 21:42

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Eða láta aðra éta kökuna frá þér.

Fræðilega viðurkennt að ef ekki er haldið aftur af fjölgun hvala við landið þá mun afrakstur vistkerfisins minnka og við munum bera minna úr býtum.

Það eru ofurlaun í ferðaþjónustu ekki satt og þar er engin svört atvinnustarfsemi stunduð heldur. Þetta er draumaland sem er ekki til, ekki einu sinni í draumi.

Sindri Karl Sigurðsson, 8.5.2013 kl. 22:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ólafur Björn:

Nú þarftu að færa betur rök fyrir máli þínu. Veit ekki betur en hrefnuveiðimenn hafi verið að drepa hrefnur beint fyrir framan nefið á ferðamönnum sem voru að skoða hvali. Þú notar orðskrýpið „ferðamannaiðnaður“ þannig að líklegt er að þú sért í þeim hóp sem ekki bera mikinn skilning fyrir þörfum ferðaþjónustu.

Guðmundur: Eg leyfi mér að vísa þessum órökstuddu fullyrðingum þínum til föðurhúsanna. Veiðileyfi Einars Guðfinnssonar voru bæði umdeild og illa undirbúin, m.a. var ekki minnsta tillit tekið til annarra aðila en veiðileyfihafa.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2013 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband