7.5.2013 | 17:18
Loksins, loksins...
Loksins, loksins viðurkenna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur að rétt hafi verið staðið að málum. Var ekki reyndar sama uppi á teningnum í landsstjórninni? Voru það ekki vinstri menn sem skáru íhaldsmenn úr snörunni sem hrunið skildi Sjálfstæðisflokkinn í?
Ef ekki hefði verið efnt til vinstri stjórnar væri mjög sennileg sú staða að við sætum enn í djúpum skít eftir einkavæðingu og brask Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Nú telja þeir sig vera það borubratta að efna til nýrrar stjórnar eftir mesta lýðskrum sem sést hefur norðan Alpafjalla í langan tíma.
Kannski að Sigmundur Davíð skilji Sjálfstæðisflokkinn enn aftur í nýrri hrunsnöru ef ekki verður séð fyrir bolabrögðum hans.
Verði þeim að góðu!
Hrósa viðbrögðum borgarstjórnar við hruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Emmm, Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni á þessum tíma :-D
Margrét Elín Arnarsdóttir, 7.5.2013 kl. 18:12
Ég held að Guðjón þurfi að fá áfallahjálp, virðist ekki geta lesið eða skilið texta.
Ragnar Gunnlaugsson, 7.5.2013 kl. 18:16
Sæll Guðjón.
Ég ætla nú að taka upp fyrir þig hanskann því ég þykist vita hvað þú varst að hugsa. Að sjálfsögðu er eftirbreytni í því og góðir mannasiðir þar að auki að taka undir með því sem vel er gert.
Sindri Karl Sigurðsson, 7.5.2013 kl. 18:30
Almenn niðurníðsla
veggjakrot og hraðahindranir
það er það sem Gnarrin lætur eftir sig
Grímur (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 20:11
Greinilegt er að margir þekkja lítt söguna.
Hér eru nokkrir fróðleikspunktar:
Um árið tókst Guðlaugi Þór að krækja sér í tugi milljóna úr hendi fyrirtækja í kosningasjóð sinn. Áður fyrr tíðkaðist að kosningastjórar Sjálfstæðisflokksins sendu tilmæli til nánast hvers einasta fyrirtækis með ósk um að greitt væri í kosningasjóð „Flokksins“. Þessu var fylgt eftir og ef ekki var greitt fljótt og vel, var jafnvel haft í hótunum. Þetta var í þá tíð sem Sjálfstæðisflokkurinn bókstaflega „átti“ Reykjavík og spurning hvort hann fengi 40%, 45%, 50% eða jafnvel enn meir í kosningum. Þá var sett fram sérkennileg yfirlýsing sem ritað var á borða og strengt þvert yfir göturnar í Miðbæ Reykjavíkur á mjög áberandi stöðum fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar: „X-D: vörn gegn glundroða!“
Margt eldra fólk man eftir þessu og eg minnist þess að hafa séð þetta eitthvað fram yfir 1970. Sagt er að „Glundroðakenningin“ hafi verið hugsmíð föðurbróður núverandi formanns Sjálkfstæðisflokksins og alnafna. Gafst þessi kenning um glundroðann Sjálfstæðisflokknum vel en nú virðist sem hún hafi náð að bíta í skottið á ömmu sinni og nú sé komið að sjálfum Sjálfstæðisflokknum sem nú er að verða glundroðanum næsti biti. Nú virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að afskrifa frekari meirihlutayfirráðum borgarinnar, allir forystusauðirnir keppast nú hver um annan þveran að komast í landsmálin og skara þar að sinni köku. Í gamla borgarstjórnarflokknum er aðeins söngvarinn Júlíus Vífill Ingvarsson sem nú verður væntanlega settur sem forsöngvari fyrir næsta kosningaslag. Sjálfsagt getur vel verið að hann sé skárri en aðrir en aldrrei hefur hann verið talinn til meiri háttar spámanna flokksins enda skortir hann þann refshátt og undirferli sem oft hafa reynst borgarstjórum Sjálfstæðisflokksins betur en illa.
Þess má geta að fyrir nær 60 árum munaði sáralitlu að Kópavogur yrði hluti Reykjavíkur. Þar sem mjög margir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins bjuggu þá í Kópavogi sem var fátækt sveitarfélag, hafnaði þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokknum viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Hræðsla um að tapa kosningum hefur því oft reynst afdrifarík.
Því miður þekkir yngra fólkið ekki söguna gjörla. Fyrrum var jafnvel enn heitara í kolunum en nú, „kommagrýlunni“ og „Rússagrýlunni“ óspart beytt af íhaldsmönnum. Ef einhver hafði efasemdir um ágæti málstaðar rétttrúnaðarins í Sjálfstæðisflokknum voru mönnum núið um nasir að vera kommúnistar og þaðan af verra sauðarhúsi.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði síðastur allra flokka eftirlitsmenn í kjördeildum til að merkja við hverjir höfðu kosið. Svo var reglulega merkt við í kosningaskrifstofum flokksins og mátti hver og einn fylgjast með!
Svona var lífið!
Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2013 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.