Kæruleysið gagnvart stóriðjunni

Íslensk stjórnvöld með forystu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð dregið lappirnar þegar mengunarmálin bera á góma. Strax í upphafi hefði mátt koma í veg fyrir vita óþarfa mengun.

Ljóst er að stóriðjufyrirtækin hafa komist upp með að setja upp ófullkominn hreinsibúnað með vitund og vilja þessara stjóriðjuflokka. Þeim er ekkert heilagt, aðeins að unnt sé „að koma hjólum atvinnulífsins af stað“ eins og þessir aðilar klifa seint og snemma um.

Ein ástæðan fyrir því að meðal þessara aðila eru háværir hópar sem vilja halda okkure utan við Evrópusambandið. Það er nefnilega svo að einn þátturinn í aðild að Evrópusambandinu er sameiginlega mengunarlöggjöf þar sem farið er mun strangari leið og markvissari ef einhver vill hefja mengandi starfsemi. Það er þetta „sjálfstæði“ sem þessum aðilum er umhugað að kontóristarniur í Bruxell eigi ekki að ráðgast með þessi mál. Það er nú svo að eitt af skilyrðunum að fá að hefja mengandi starfsemi er að afla sér mengunarkvóta sem ekki erú gefnir eins og Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn vilja gjarnan.

Kæruleysið gagnvart stóriuðjunni hefur verið mikið.

Ef þeim Bjarna og Sigmundi tekst að berja saman nýrri stjórn mun það ábyggilega verða á kostnað íslenskrar náttúru. Mjög líklegt er að þeir muni afmá allt það sem núverandi ríkisstjórn hefur áorkað varðandi náttúruvernd.

 


mbl.is Þolmörkum náð á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

"Þá eru kröfurnar í tilteknum tilvikum jafnvel strangari samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum en kveðið er á um í tilsvarandi tilskipunum Evrópusambandsins."

Fór ekki eitthvað framhjá þér Guðjón við lestur þessarar fréttar.   Sé ekki betur en að ef við værum í ESB þá væru kröfurnar jafnvel minni.

p.s. ég er ekki með þessu að réttlæta svokallaða stóriðjustefnu, enda á við hvern atvinnurekstur stóran og smáan að mínu persónulega mati að ganga alltaf mjög langt í kröfum um mengunarvarnir sem og umhverfis og sjónmengun.  Ég myndi t.d. vilja beita fyrirtæki sem ekki hafa þokkalega snyrtilegt í kringum sig á sínum lóðum háum dagsektum þar til þau bæta úr.   En það er annað mál.

Jón Óskarsson, 7.5.2013 kl. 17:25

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Enn svíkja fjölmiðlar almenning. Hvers vegna snýst umræðan ekki um lífríki Mývatns núna?

Hvern eru fjölmiðlar nú að verja?

Þarf ekki frekar að banna flúortannkremið sem er að stórskaða mannskepnuna? Eða má sú skepna bara veikjast og drepast?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2013 kl. 18:57

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Verðum við ekki að gefa gaum að því að binda hug okkar við það sem mestu máli skiptir?

Auðvitað ber aðild að ESE þá kosti að ekki þurfi að gefa framkvæmdaleyfi til aðila sem vilja auka mengandi starfsemi. Það er auðvitað á ábyrgð kontóritana í Bruxell.

En margir íslenskir stjórnmálamenn vilja hafa þetta opið og þar með væntingar að fá hlunnindi og aðrar þóknanir. Með öðrum orðum vilja þiggja mútur. Er það ekki sem hangir á spýtunni?

Vissuð þið að álbræðslan í Straumsvík hagnaðist um hálfan milljarð á ári á sumarþinginu 2007? Voru einhverjir íslenskir stjórnmálamenn sem nutu góðs af?

Guðjón Sigþór Jensson, 9.5.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband