Skynsamleg leið?

Reynsla af minnihlutastjórnum er ekki mikil á Íslandi. Hér hefur verið minnihlutastjórn nokkrum sinnum og er sennilega minnihlutastjórn Alþýðuflokksins í lok 6. áratugarins einna þekktust.

Víða um heim eins og t.d. í Svíþjóð hafa minnihlutastjórnir reynst ágæt leið til landsstjórnar. Minnihlutastjórn verður eðlilega að leita samninga við stjórnarandstæðinga til að koma þingmálum í gegn. Fyrir vikið þá hafa ýms lög sett af minnihlutastjórn þar í landi jafnvel lífseigari en þau lög sem meirihlutastjórnir hafa sett. Undirbúningur slíkra laga reynist því vera oft vandaðri en ella.

Ef hér yrði minnihlutastjórn, hvort sem væri núverandi ríkisstjórn eða annarra aðila sem hefði það markmkið að koma í gegn stjórnarskrármálinu og þá yrði þing rofið og efnt til nýrra kosninga sem sennilega allir myndu sætta sig vel við nema Sigmundur Davíð og félagar. Minnihlutastjórn Framsóknarflokksins væri sennilega einnig æskileg en þá gæti Sigmundur og hans félagar sýnt hvernig hann hyggst efna kosningaloforðin sem öllu raunsæju fólki þykir ansi brött. Ef honum tekst ætlunarverkið þá ætti að vera auðveldur eftirleikur fyrir Sigmund að mynda meirihlutastjórn. Hins vegar ef það tekst ekki þá má ætla að hann sitji sjálfur uppi með vandræðaganginn sem fáir skynsamir stjórnmálamenn vilja lenda í.

Við skulum sjá til en hugmynd Birgittu er sannarlega mjög raunsæ í þessari einkennilegu stöðu. Þessi kosningasigur Sigmundar og Framsóknarflokksins kann að reynast n.k. Pyrrhusarsigur, þ.e. kosta mikið. Þess má geta að eftir því sem flokkur er stærri, því minni verður aginn í flokknum og það kann kannski að verða sama raun Sigmundar og Jóhönnu að smala köttunum saman.

Góðar stundir!


mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Stjórnarskrármálið er ekki nógu merkilegt til þess að fara að rjúfa þing. Við getum alveg beðið í 4 ár.

Þetta kjörtímabil verður að snúast fyrst og fremst um að koma á betra efnahagskerfi og bæta kjör almennings. Gæluverkefni eins og ný stjórnarskrá og ESB-umsóknin geta beðið.

Hallgeir Ellýjarson, 1.5.2013 kl. 11:36

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hallgeir: hvað segirðu er stjórnarskrármálið smámál í þínum augum? Spurning er að bæta stjórnskipunina og stjórnarfarið sem hvoru tveggja hefur reynst meingallað.

Eg tel sem flestir sem hugsað hafa um þessi þjóðmál að þetta er eitt af lykilmálunum sem þarf að leiða til lykta. Stjórnarskrármálið er EKKI gæluverkefni. Það varðar fleiri en Sjálfstæðisflokkinn sem hingað til hefur talið það vera einkamál sitt að endurskoða stjórnarskrána.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2013 kl. 18:56

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það væri saga til næsta bæjar að stjórnarflokkar sem missa ekki bara meirihlutann heldur fá færri þingmenn en hvort sem er xD eða xB yrðu hafðir í minnihlutastjórn til þess að koma sínum málum í gegn. Málum sem var hafnað í kosningunum. Minnihlutastjórnir í Skandinavíu hafa jafnan verið með þeim hætti að kratar hafa haft vinstra megin við sig smáflokka sem hafa varið þær vantrausti en ekki gert kröfu um aðild og jafnframt getað firrt sig ábyrgt að einhverju leyti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að keyra sín sjónarmið í stjórnarskrármálum í gegn heldur viljað víðtæka sátt. Það rann upp fyrir fráfarandi stjórnarflokkum að með því að keyra stjórnarskrármál í gegn með litlum þingmeirihluta væri stefnt í að breyting samþykkt fyrir kosningar yrði ekki samþykkt af þingi eftir kosningar og félli þar með dauð niður.

Skúli Víkingsson, 1.5.2013 kl. 21:15

4 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég var kannski að ýkja þetta aðeins með því að kalla það smámál.

Ég er fylgjandi því að við fáum hér nýja stjórnarskrá en að mínu mati hafa þessi mál verið allt of ofarlega á forgangslistanum.

Það er mjög augljóst í öllum stjórnmálaumræðum að þessi tvö mál eru ekki ofarlega lista fólks yfir brýnustu málin.

Í skoðanakönnun Morgunblaðsins um mikilvægustu málefnin þá völdu 66% skuldamál heimilanna, 55% heilbrigðiskerfið og 43% atvinnumál.

20% töldu Evrópumál vera mikilvæg og aðeins 16% nýja stjórnarskrá.

Í nýliðnum alþingiskosningum minnkaði aðal ESB-flokkurinn um helming og flokkurinn sem lagði mesta áheyrslu á nýja stjórnarskrá komst ekki inn á þing.

Hallgeir Ellýjarson, 1.5.2013 kl. 21:30

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að skoða kosningaloforð þeirra bröttustu: þeir lofa öllu fögru án þess að ekkji sé augljós leið að efna þau sömu loforð. Þetta tíðkast á Ítalíu og líklega er Berlúskóni fyrirmynd Sigmundar Davíðs.

Það er hægt að hræra í skoðunum fólks m.a. með skoðanamyndandi „skoðanakönnunum“. Þá geta fjölmiðlar haft ótrúleg áhrif. Þöggun er ekki óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Þessi ríkisstjórn hefur verið bókstaflega þögguð niður í nánanst öllum þeim málum sem henni hefur tekist. Má t.d. nefna að enginn í stjórnarandstöðunni hefur viljað viðurkenna að vinstri stjórninni tókst að koma okkur út úr hruninu.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2013 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband