Uppgötvun Sigmundar

Alltaf hefur verið ljóst að til þess að geta tekið upp Evru þarf að uppfylla samning þann sem kenndur er við borgina Maastricht. Það er því nokkuð kostulegt að lesa þessa fullyrðingu Sigmundar að við þurfum að uppfylla þessi skilyrði.

Sigmundur Davíð er sá þingmaður sem mestan hefur auðinn að baki sér. Hann er úr fjölskyldu sem sópaði að sér miklum auð gegnum hermangið. Þá er hann giftur inn í Hagkaupsveldið.

Sjálfsagt hefur hann ekki þurft að taka nein lán eins og því miður allt of margir Íslendingar. Hann hefur einn af fáum auðgast eftir hrunið, haft drjúgar tekjur af innistæðum á verðtryggðum reikningum og þokkalegum vöxtum. Hann hefur verið drjúgur við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, ætli líði sú vika að hann sé ekki í viðtali í sjónvarpinu 3-4 sinnum, kannski daglega, jafnvel tvívegis eða þrívegis. Og nú í aðdraganda kosninga þá kemur hann með eina loðnustu yfirlýsinguna um skuldalækkun ef ekki skuldaaflausn heimilanna. En geta þeir sem eru skuldum vafnir treyst þessum manni? Þeir sem skulda ekkert eða lítið, hafa engra hagsmuna að gæta.

Því miður er þessi yfirlýsingaglaði þingmaður í svipaðri stöu og verstu lýðskrumarar sem lofa og lofa en fáir telja sig koma auga á hvernig efna eigi kosningaloforðin. Þar er á brattann að sækja.

  


mbl.is Þurfum að uppfylla Maastricht
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband