Fortíðardraugur gengur laus

Kóreustríðið á sínum tíma lauk með hæalfgerði pattstöðu. Hvorugur aðili gat haft betur og lausnin var sú að binda enda á stríðið sem hafði staðið um nokkur misseri en án þess að vandamálið væri leyst. Síðan hafa allar aðstæður breyst. Suður-Kórea hefur þróast áfram, orðið eitt af mikilvægustu iðnríkjum Austur Asíu meðan N-Kórea er að öllum líkindum eitt fátækasta ríki heims. Yfirvöld í þessu landi virðast vera meðvituð um að allt sé unnt með heraga og uppbyggingu hersins. Nánast allt efnahagslífið gengur út á að efla herinn meðan atvinnuvegir drabbast niður. Kommúnisminn sem þarna virðist vera tekinn mjög alvarlega hefur því miður komið samfélaginu inn í einhvern kima eymdarinnar.

Svo eru þessi mannalæti sem viðgangast. Það er eins og hótanir og hroki eigi að koma í staðinn fyrir skynsemina. Þetta er rétt eins og stjórn fasista á ítalíu á sínum tíma jafnvel nasista á velsældarárum Adolfs í Þýskalandi.

Norður Kórea er eins og fortíðardraugur, eða öllu heldur stjórn þessa lands eymdarinnar.

Nú reynir á þolrif alþjóðasamfélagsins. Þar þarf fyrst og fremst að gera mannalæti þessara herramanna sem skaðlausust og að koma vitinu fyrir þá. Ef þeir haga sér eins og hermdarverkamenn munu að öllum líkindum önnur ríki ekki hika við að grípa til sinna ráða.

Í morgunsárið var viðtal við Eið Guðnason fyrrum sendiherra í RÚV. Þegar hann var í N-Kóreu kom honum margt undarlega fyrir sjónir. Hvet sem flesta að hlusta á það.

En vonandi verður fundin lausn á þessum málum. Einhverjar skærur verða, vonandi akaðast sem fæstir en þessi veruleikafirrtu yfirvöld þurfa að komast í valdafrí.

Góðar stundir. 


mbl.is Hrollvekjandi áróður N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, asíudeild VG er merkilegasta fyribæri.

Og þetta er nú meiri herinn sem þeir hafa. Eftir því sem ég skoða hann betur, þeim mun vissari er ég um að mér einum gengi bara nokkuð vel gegn honum með haglarann að vopni.

Sástu þetta vídjó: þessir gaurar líta ekki mikið út fyrir að vita hvað þeir eru að gera. Svo ég tékkaði á fleirum, á yútúb, og þeir líta ekkert betur út þar. Jú, þeir hafa fullt af græjum og allt, en þetta eru forngripir. Ég sá nokkra með Bren. Frábært, það.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.4.2013 kl. 20:33

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já Ásgrímur, það er kanski eitthvað sannleikskorn í því sem þú ritar varðandi aldurinn á vopnabúri Norður Kóreu. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ekki vopnabúnaðurinn sem öllu skiptir, frekar hvernig honum er beitt...

Ráðlegg þér að lesa bókina Art of War en þar kemur ýmislegt fram eftir Sun Tsu...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 10.4.2013 kl. 00:05

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef rúllað nokkrum sinnum í gengum þá bók.

En horfðu aðeins á þetta myndband þarna, sérstaklega gaurinn þarna með skammbyssuna (~0:30) reyndar, farðu á youtube og finndu fleiri: sjáðu þessa menn. Hvar í djöflinum fengu þeir þjálfun? Í Trúðaskóla? Þeir *kunna ekki á* verkfærin.

Þetta er vonlausasti her í heimi. Ég væri ekki hissa ef fréttist að mörghundruð manns færust á hverju ári við æfingar hjá þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2013 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband