Hvorn eiðinn ber að rjúfa?

Tvenn sjónarmið takast á Íslandi þegar verið er að ræða um uppbyggingu atvinnulífs. Annars vegar er áltrúarhópurinn sem vill álver helst í hvert krummaskuð landsins með tilheyrandi uppbyggingu orkuframleiðslu. Hins vegar þeir sem vilja fá sem flesta ferðamenn til landsins og hafa ferðaþjónustu helst allt árið sem er mjög raunhæfur möguleiki a.m.k. einhverju leyti.

Ljóst er að íhaldsmenn vilja fylgja álbræðslusjónarmiðunum en aðrir efla ferðaþjónustu enda er hvert starf aðeins örlítið brot af kostnaði við hvert starf í álbræðslunum.

Sömuleiðis er deginum ljósara að þessar tvær leiðir geta aldrei farið saman enda eru ferðamenn ekki að koma hingað til lands til að berja rafmagnslínur og álbræðslur augum. Þeir vilja upplifa allt annað. Sumir Íslendingar tala nokkuð bratt um landið okkar og nefna það „óspillt“. Sennilega er óvíða unnt að sjá eins gjörspillt land í Evrópu en hér, þrátt fyrir fjölda styrjalda sem umturnað hafa flestu. Hér er það sem margir nefna „óspillta náttúru“ umhverfi og vistkerfi sem einkennast af uppblásinni jörð þar sem jarðvegurinn hefur fokið burt og eftir eru gróðurvana melar. Þetta er sú ásýnd sem margir fullyrða fullum fetum að sé „óspillt náttúra“. Kannski að landslag með rafmagnslínurnar til álbræðslanna verði hluti þessarar „óspilltu náttúru“ í augum áltrúarmanna og að unnt sé að selja erlendum ferðamönnum sem ósvikna vöru.

Nú kemur í ljós hverjir standa á bak við meirihlutann í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eins og Keflavík og nærbyggðir nefnast í stjórnsýslunni. Það er erlendi braskarinn sem fékk óátalið að smeygja sér inn í íslenskt atvinnulíf og fékk að kaupa Orkuveitu Suðurnesja á smánarverði. Þessi aðili vill fá sem mestan arð á sem skemmstum tíma og hann mun beita bæjarstjórninni fyrir stríðsvagn sinn og koma meiri orkuvinnslu í gegn með góðu eða illu. Þessi sjónarmið eru á góðri leið með rányrkju að ganga að náttúruauðlindum Reykjanesskagans dauðum ef fram fer eins og stefnt er að.

Fyrir mér er alveg á tæru hvorn eiðinn við eigum að rjúfa: Áltrúarmenn verða að bíta í það súra epli að það verður ekki varðveitt og eyðilagt í sömu andrá. Aðeins önnur leiðin er fær.

Ómar Ragnarsson hugsjónarmaður um náttúru landsins og fréttamaður hefur bent á Eldvörpin sem einstakt náttúruundur, eldhrygg í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er einstakt tækifæri á Reykjanesi til að gera að mikilvægu aðdráttarafli í tengslum við ferðaþjónustu. Og það þarf að fjölga Bláu lónunum enda um að ræða merkilega upplifun margra ferðamanna í ferð til Íslands.

Bæjarstjórnarfólkið í Keflavík þarf að hugsa betur en það gerir nú. Það á ekki að láta erlenda braskara segja sér fyrir verkum. Ber okkur ekki að efla innlenda einkaaðila til að auka ferðaþjónustu á hagkvæmari hátt en endalausri álbræðsluhugsjón?

Góðar stundir en án fleiri álbræðslna!


mbl.is Harðar deilur um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Guðjón. 

Við eigum það sammerkt, að vera á móti stóriðju, bæi spillir hún náttúru og er auk þes arfavitlaus groðavegur.  En þú gleymir karl minn bæði sjávarútvegi, landbúnaði, verslun og smáiðnaði í þessum pistli þínum.  Það þykir mér nokkuð vel af sér vilið.

Pjetur Hafstein Lárusson (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 17:28

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Pjetur fyrir ábendinguna. Nú fjallar pistill minn um Reykjanesið. Þar er sjávarútvegur fremur lítill miðað við önnur pláss og landbúnaður enn minni. Verslun og smáiðnaður auðvitað nokkur.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2013 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband