Framtíð Reykjaness

Sumir stjórnmálamenn sjá Reykjanesið sem eina allsherjar orkuveitu þar sem ekki verður þverfótað fyrir rafmagnslínum, orkuveitum og álbræðslum sem spúa brennisteini og áþekkri ólyfjan yfir landslýð.

En aðrir vilja sjá framtíð Reykjaness allt öðru vísi. Ferðmannastraumurinn vex stöðugt og langsamlega flestir ferðamanna koma til landsins í flugvélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli.

Því miður liggur stóriðjumönnum mikið á. Þeir virðast ofurseldir draumnum um skjótan gróða. Skyldi það vera tilviljun að gríðarleg umfjöllun varð um Icesave málið sem nú er dautt og alltaf var vitað að væri smámál miðað við annað mál sem fékk sáralitla umfjöllun?

Og hvað mál er það sem skiptir okkur meira máli nú?

Magma málið byggðist á skjótum gróða stórathafnamanna. Geysir Green Energy var stofnað af Hannesi Smárasyni og öðrum glæframönnum sem náðu eignarhaldi á Orkuveitu Suðurnesja og Jarðborunum. Stjórnmálamenn á Reykjanesi gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að erlendur braskari næði undirtökunum og hefur nú þá réttarstöðu að virkja nánast eins og honum sýnist.

Magma málið er eitt af þeim málum sem alltaf átti að taka alvarlega. Því miður tókst stjórnarandstöðunni að draga athyglina frá því með endalausu þrasi um Icesave og stjórnarskrárfrumvarpið.

Vonandi vaknar þjóðin og rísi gegn þessari stefnu þar sem byggt er á skammsýnni rányrkju og óþarfa áhættu m.a. af loftmengun. En þar sem auðsvonin er, þar sjá menn ekki skynsamlegar lausnir til að „koma  hjólum atvinnulífsins af stað“ eins og er að verða einhver vinsælasta lumman í hjali þessara stjórnmálamanna sem vilja virkja sem mest.

Þessar fallegu myndir Ellerts ljósmyndara og hugleiðingar ættu að vekja sem flesta til umhugsunar hver framtíð Reykjaness ætti að vera.


mbl.is Reykjanesið gleymd perla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Reykjanesið er "geymd" perla.

Fleiri og fleiri ferðamenn gista á Suðurnesjum það er hægt að sjá það á gistináttaskýrslunum frá Hagstofunni.

Ég hef einnig veitt því athygli að ferðamenn eru á Suðurnesjum til að skoða svæðið enda mjög áhugavert.

Svo á þetta eftir að breytast enn meira þegar innanlandsflugið flyst til Keflavíkur.

Stefán Júlíusson, 4.4.2013 kl. 07:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sem stendur er innanlandsfluigið kjurt í Vatnsmýrinni og fer ekki fet þaðan.

En eg hefi meiri trú á ferðaþjónustunni en stóriðjunni til framtíðar.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2013 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband