Kostur að vera í Evrópusambandinu

Ef Íslendingar væru hluti Evrópusambandsins væri ferlið þetta: stjórnmálamenn kæmu hvergi nálægt ferlinu og aðdragandanum að því að mengandi starfsemi verði komið á fót. Sérstakur kon tór í Brussel sér um þessa hluti, embættismenn hafa tékklista þar sem farið er yfir umsóknir. Umsækjandi mengandi starfsemi þarf að sýna fram á að hann hafi tryggt sér athafnasvæði og samþykki viðkomandi stjórnvalds. Þá þarf að sýna fram á að rafmagnsöflun sem og önnur aðkoma að orku og vatni sé tryggt og ekki sýst að mengunarkvóta hafi verið aflað.

Þetta síðasta atriði er mjög sérkennilegt að mengandi starfsemi fái ókeypis aðgang að menga og spilla umhverfi. Talið er að tvöfalt magn af CO2 verði til við vinnslu hvers tonns af áli. Hér á landi er framleiðsla álbræðslanna þriggja um milljón tonn eða við framleiðsluna verður til 2 milljónir tonna CO2. Innan Evrópusambandsins hefur gangverð á hverju CO2 tonni verið um 25 Evrur. Með öðrum orðum gefa íslensk stjórnvöld álbræðslunum um 50 milljónir Evra á ári eða nálægt 8 milljarða. Fyrir þetta mikla fé væri unnt að reka stóran hluta af HÍ.

Og fyrir þetta fé væri unnt að reka Skógrækt ríkisins í um heila öld!

Við þurfum að greiða allskonar umhverfisgjöld en álbræðslurnar fá allt slíkt frítt!

Ef Íslendingar bætu þá gæfu að vera í Evrópusambandinu þá væru þessi mál í góðum höndum. Þá væri ekki möguleiki á spillingu sem mjög líklegt sé fyrir hendi því miður til þeirra stjórnmálamanna sem hafa sýnt hagsmunum álbræðslunnar sérstakan skilning.

Og þá væri grundvöllur að fækka þingmönnum, þ.e. þessum hátekjuþrösurum upp til hópa.

Góðar stundir!


mbl.is Kísilverksmiðjan fari í gang 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Guðjón.

Já þú sérð mikla ókosti við að þjóðin sjálf og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hennar skuli hafa eitthvað um málin að segja og það sé alveg ómögulegt að þessir aðilar geti tekið einhverjar ákvarðanir og ráðið framtíð sinni og þjóðarinnar.

Þess vegna sérðu mikla kosti við það að flytja helst allar ákvarðanir og öll ráðin um það hvernig þjóðin hagar lífi sínu frá þjóðínni sjálfri og til sérfræðingaráðanna í Brussel.

Svo segistu líka vilja fækka þingmönnum og helst síðan náttúrulega alveg afleggja þetta þing okkar, þegar öll raunveruleg ráð og allar ákvarðanir verða endanlega komnar til hinna fullkomnu sérfræðingaráða í Brussel.

Þannig telurðu að spillingu verði nánast útrýmt.

Þú hefur náttúrulega aldrei heyrt neitt um gríðarlega spillingu búrókratanna í Brussel og ekkert heldur heyrt af skattfríðindum, sporslum og ofurlaunum Nomenklatúrunnar í Brussel sem lifir hóglífi í vernduðu umhverfi eins og hirðfólk fyrri alda.

Þú telur náttúrulega að í þeim ríkjum sem "hafa borið gæfu til" að ganga Evrópusovétsambandinu á hönd þá sé auðvitað fyrir löngu búið að afnema og útrýma allri spillingu úr atvinnu- og stjórnmálífi og þjóðfélögunum almennt.

En þú hefur náttúrlega aldrei heyrt af því að glæpasamtökin Mafían hafa nú sem aldrei fyrr tögl og hagldir í atvinnulífi Ítalíu. En glæpasamtök þessi ráða nú orðið yfir stærsta hagkerfi landsins. Þetta geta þau alveg sama þó svo að Ítalía er eitt af kjarnaríkjum ESB og stofnríkja EVRUNNAR.

Að vísu er það löngu vitað mál að glæpasamtök þessi kunna vel á allt kerfið og láta skrifræðið ekkert flækjast fyrir sér og þau njóta líka velvildar og hjálpar margra Ítalskra og Brusselskra ráðamanna, annars hefðu þau aldrei náð slíkri yfirburða stöðu í þjóðfélagi sem á samt að teljast til hinns siðmenntaða heims.

Gunnlaugur I., 30.3.2013 kl. 14:26

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað segja Danir um reynslu sína af samstarfi við Evrópusambandið? Og Svíar? Finnar? Þjóðverjar? Frakkar? Pólverjar?

Þannig má lengi spyrja. Sennilega eru Suðurálfumenn nokkuð á öðru máli enda vilja þeir gjarnan njóta allra kosta en vilja helst ekki vita af neinum skyldum.

Evrópusambandið er byggt á raunsæi. Íslensk þjóðernisstefna byggist kannski meira og minna á ofmati að vera smáþjóð sem telur sig geta meira en hún stendur undir.

Það er einhverskonar landlægur rembuháttur að tala um glæpasamtök í sömu andrá og þegar Evrópusambandið ber á góma. Minnir nokkuð á gáskafullt grín Kristjáns Hreinssonar skerjafjarðarskálds sem nefnir gjarnar glæpasamtök og spyrðir saman Vítisengla og Framsóknaarflokkinn sem ef til vill má rökstyðja með einhverju móti.

Bretar hafa verið einna harðastir gegn Evrópusambandinu. Getur verið að það séu meir mannalæti í eyjaskeggjum eins og okkur og Bretum en íbúum meginlands Evrópu?

Guðjón Sigþór Jensson, 1.4.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 243414

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband