Vanhæf tillaga

Athygli ber að vekja á tillögunni:

Annars vegar vantraust og hins vegar felur í tillögunni tillaga að nýrri ríkisstjórn!

Þetta er sami grauturinn í sömu skál Þórs Saaris. Þessa tillögu er hægt að taka til meðferðar á þingi. Hún er þess eðlis að henni verður ekki unnt að framfylgja.

Þessi þingmaður er með öllu vanhæfur og hefur greinilega ekkert lært frá því að hann lagði fyrri tillögu sína fram en dróg til baka.

Hann ætti að sjá sóma sinn í að draga þessa tillögu til baka eins og hún er!

Góðar stundir!


mbl.is Vantrauststillagan lögð fram aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er hægt að hafa alla þessa menntun sem þú hnýtir við sjálfann þig og kunna ekki til stafs.

Ég sem hef enga menntun í Íslensku með engin próf hnýt um hvern leggjabrjótinn í  ruglinu þínu. Dróg dregið druslast.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 20:36

2 identicon

Íslenskt mál - 26. þáttur

Beyging sagnorða er í stórum dráttum í föstum skorðum í íslensku en þó ber við að rangar myndir sjáist á prenti. Ekki er svigrúm til að fjalla hér um slík atriði eins og vert væri en nokkur dæmi skulu nefnd.

Flestir beygja sögnina nema svo: nema, nam, námum, numið. Sögnin beygist eftir sterkri beygingu og er þt.et. því einkvæð (nam). Veika þátíðarmyndin ?numdi er að vísu allgömul en hún er ekki talin rétt né heldur sterka myndin ?numum: Af því leiðir að eftirfarandi dæmi getur hvorki talist gott né gilt: ?Við, gamli flokkurinn minn, afnumum aðskilnaðarstefnuna (11.2.2004).

Sögnin blóta (blótaði, blótað) getur ýmist stýrt þágufalli (blóta e-m) eða þolfalli (blóta e-n/Bakkus).

Í fornu máli merkti orðasambandið blóta goðum ‘færa goðum fórn’ [reyndar einnig til með þf., t.d.: blóta djöfla] en í síðari alda máli kemur upp merkingin ‘bölva, ragna’. Ætla má að þá merkingarbreytingu megi rekja til þess að kristnum mönnum hafi þótt það athæfi heiðingja að blóta goð ófagurt (kannski hábölvað).

Með þolfalli merkir sögnin blóta ‘dýrka’, t.d.: blóta Bakkus, blóta þorra. Ef þolmynd er mynduð af þf.-sögnum breytist þolfallið ávallt í nefnifall (og samræmis er gætt í kyni og tölu), t.d.:

  • Hundurinn beit köttinn > kötturinn var bitinn.


Af þessu leiðir að rétt er að segja: Þau blótuðu þorra/þorrann og Þorri/þorrinn var blótaður en alls ekki ?... þar sem þorri var blótað (7.2.04) eða ?... þar sem þorra var blótað (nema ætlunin sé að bölva honum og ragna).

Sögnin draga (dró, drógum, dregið) og samsvarandi miðmyndarsögn dragast hafa löngum þótt erfiðar í rithætti, einkum þt.et. dró og þt.flt. drógu en einnig viðtengingarháttur nútíðar (dragi) og þátíðar (drægi).

Hitt er sjaldgæfara að sögnin sé beygð veikt og undirritaður hélt reyndar að slík beyging væri ekki til (nema í barnamáli). En viti menn. Í Fréttablaðinu 9. janúar gat að líta eftirfarandi: ?Garðar sagði það ljóst að ef þessi deila sem slík dregðist [þ.e. drægist] á langinn, væri alls óvíst ... - Í Snorra-Eddu (Gylfaginning, 33.k.) segir frá dauða Baldurs en er Baldur var fallinn, þá féllust öllum ásum orðtök og svo hendur að taka til hans [þ.e. Loka]. Eins fer fyrir umsjónarmanni frammi fyrir orðmyndinni ?dregðist, honum fallast orðtök.

Stundum ber við að rangt sé farið með sögnina ala (ól, ólum, alið), einkum þó samsvarandi miðmyndarsögn alast. Það er einkum viðtengingarháttur þátíðar (æli, ælist) sem virðist eiga erfitt uppdráttar því að alloft skýtur myndin ?eldist upp kollinum, t.d.: ?Hann vildi ekki að sonur sinn eldist upp til að verða landeyða. - Þessi hugsun er reyndar ekki ný því að Jón þumlungur Magnússon segir í Píslarsögu sinni: sá sem elst upp hjá frómum er ólíklegt ófrómur skálkur vera muni.

Alloft er sögnunum kveða (kvað, kváðum, kveðið) og kveðja (kvaddi, kvatt) ruglað saman í orðasambandinu kveðja sér hljóðs (‘biðja um þögn’). Í Brennu-Njáls sögu (97.kafla) segir: Þá kvaddi Njáll sér hljóðs og í Rómverja sögum stendur: hljóðs var kvatt. Hér þarf ekki frekar vitnanna við en fjölmörg önnur dæmi sýna reyndar svo að ekki verður um villst að rétt notkun er: Hana langar til að kveðja sér hljóðs og hann/hún kvaddi/hefur kvatt sér hljóðs.

Sögnin ákveða (sig, einhvern hlut) beygist alveg eins og sögnin kveða (ákveða, ákvað, ákváðum, ákveðið) og viðtengingarháttur þátíðar er ákvæði en ekki ?ákveddi eins og stundum heyrist og sést jafnvel á prenti. Dæmi: ?Ljóst var að hann hugðist þiggja starfið þótt hann ákveddi [þ.e. ákvæði] sig ekki strax. Hér er það vitaskuld veika sögnin kveðja, kvaddi, kvatt (vh.þt. kveddi) sem hefur áhrif.

Úr handraðanum

Beyging sagnarinnar brydda er nokkuð flókin en algengast mun að beygja hana svo (innan sviga eru tilgreindar sjaldgæfar myndir): brydda, bryddi/(bryddaði), bryddað/(brytt), áhrl.

Nútíðin er bryddi (ég bryddi, hann bryddir, það bryddir á e-u). Í nútímamáli mun sögnin einkum notuð í tvenns konar merkingu:

  1. brydda (upp) á e-u ‘hefja e-ð, fitja upp á e-u’:
    • gat haldið lénsdrottnum og öðru stórmenni í ríki sínu í skefjum, og bælt þá niður ef þeir bryddu á óeirðum
    • NN reyndi að brydda upp á samræðum við sessunaut sinn
    Eldri mynd orðasambandsins er brydda á e-u en í nútímamáli er myndin brydda upp á e-u algengust; þessi mynd er orðin til með hliðsjón af orðasambandinu fitja upp á e-u, sem er svipaðrar merkingar.

     

  2. það bryddir á e-u ‘e-s gætir, verður vart’:
    • það bryddir/bryddi nokkuð á óánægju ‘óánægju gætir/gætti’
    • láta ekki brydda á áformi sínu ‘láta ekki uppi/sjást’
    • ... bryddi strax á ósiðunum
    • Frá því árið áður ... hafði víða brytt á óeirðum
    • þá fer nú strax að versna sagan og brydda á töluverðum kostnaði.
    Elstu dæmi um orðasambandið er frá 18. öld: vilja brydda á sínum háa lærdómi ‘láta bera á, láta sjást’; hann bryddi snemma á sér [í latínukunnáttu] og þá heimurinn er farinn í mótlætinu að brydda á sér fyrir alla alvöru ‘láta á sér kræla, sýna sig’.

Líkingin vísar trúlega til þess er e-ð kemur upp á yfirborðið, sbr. það bólar ekki á e-u, broddur (> brydda) e-s kemur (fyrst) upp/fram.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 22:32

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ja hérna!

Átta mig ekki á hvert þið eruð að fara með þessum athugasemdum.

En tillaga Þórs er jafnvitlaus þó þið sendið mér einhverja langloku.

Tillagan er ekki tæk enda er hún í raun og veru tvær. Þó fyrri tillagan kunni að verða samþykkt þá er ekki unnt að mynda ríkisstjórn með þingsályktun. Því ber að vísa henni frá með rökstuddri dagskrá eins og gert er undir þessum kringumstæðum.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2013 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband