Steingrímur hefur skilað góðu starfi

Það var ekkert sældarbrauð að reisa efnahag Íslendinga úr rústum. Allan tímann mátti ríkisstjórnin og ekki síst Steingrímur sitja uppi með óvægar og ósanngjarnir skammir og ávirðingar. En hann er gamall íþróttamaður sem ekki lætur deigan síga, vill ekki gefast upp þrátt fyrir að vera í mótvindi nánast hvern einasta dag síðastliðin 4 ár!

Við Íslendingar ættum að standa í þakkarskuld við Steingrím og Jóhönnu að leiða okkur út úr ógöngunum og koma „Þjóðarskútunni“ á kyrrari sjó. En það stríðir gegn pólitískri skoðun andstæðinga: Rétt skal vera rangt hvað sem öllu líður og þessari ríkisstjórn fundið allt til foráttu sem hæun á tæplega skilið.

Steingrímur játaði einhverju sinni að ríkisstjórnin hefði gert ýmsar alvarlegar skyssur. Kannski eftir á að hyggja hafi ákvörðunin um Icesave verið sú stærsta en það var nú svo að Íslendingar voru bundnir af fyrsta samkomulaginu sem Geir Haarde stjórnin gerði við Breta 11.10.2008. Og að koma þessum málum á hreint var lykilatriði að fá einhverja aðstoð erlendis frá til að bjarga okkur út úr þessari klípu.

Eg tel að Icesave hafi ekki verið stærsta málið í þessu sambandi. Þegar mátti sjá á sínum tíma að borð var fyrir báru og að útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans skiluðu sér.

Stærsta skyssan var Magma málið. Því var ýtt út af borðinu, Alþingi og ríkisstjórnin guggnaði á því að koma í veg fyrir að erlendur braskari eignaðist hér ítök sem kunna að leyfa óheftan aðgang að náttúruauðlindum á Reykjanesskaganum og eyðileggja þær á tiltölulega stuttum tíma með rányrkju.

Miklir fjármunir töpuðust, mikið af sparifé almennings í formi hlutafjár í fyrirtækjum eins og Atorku sem varð leiksoppur í braski hrunmanna. Það er mjög dæmigert að stjórnarandstaðan hefur ekki minnst aukateknu orði á þessi Magma braskmál, þegir þunnu hljóði enda ekki ósennilegt að hún njóti að einhverju leyti þess að ekki var komið í veg fyrir kaup erlenda braskarans á HS orku.

Geysir green energy var að öllum líkindum gervihlutafélag byggt á loftköstulum og að vera n.k. „brú“ fyrir erlenda fjárfestingu bakdyramegin í íslensku efnahagslífi á kostnað lífeyrissjóða og annarra hluthafa Atorku. Því miður ákvað stjórn Atorku að afhenda kröfuhöfum fyrirtækið og þar með var möguleiki að láta opinbera rannsókn fara fram útilokaður.

Svona er gerist braskið á „Eyrinni“. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðísflokkurinn þegja um það sem þeir vilja ekki láta bera á.

Eg vil þakka Steingrími fyrir óeigingjörn störf í þágu okkar allra. Hann á þakklæti skilið fyrir að standa vel vaktina þó svo að við hefðum getað gert dálítið betur, eins og í þessu vandræða Magma-máli.

Góðar stundir!


mbl.is Endurnýjun í forystu Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur Steingrímur gert svona gott? 

Heyrði hann í morgunnútvarpi áðan tala um  hve slæmt sé að ætla inn í kjörtímabil með lýðskrum og innistæðulaus loforð, þar talar hann þó af reynslu.

Er staðan góð? Þjóðarbú og þar með talinn fyrrum skuldlaus ríkissjóður á barmi gjaldþrots vegna erlendra skulda. Þjóðarbúið varð vissulega skuldugt fyrir þegar Steingrímur tók við en hefur hann eitthvað bætt ástandið? Ríkissjóður hefur á hinn bóginn verið látinn undirgangast miklar skuldabyrðar frá einkaaðilum undir yfirumsjón Steingríms, þó vissulega hafi Icesave tilræðið misheppnast. Ekki er það góður árangur.

ESB feigðarflanið hefur á öllum póstum tafið fyrir endurreisn og ekki bætir úr skák að þar laug og sveik Steingrímur eins og hann var langur til í aðdraganda kosninga. Ekki góður árangur þar!

Skuldastaða heimilanna hefur síst batnað fyrir tilverknað Steingríms. Það sem hefur unnist í þeim málum er í gegnum dómstóla en ekki að neinu vegna aðkomu Steingríms. Þvert á móti hefur hann dregið taum fjármálaaflanna innlendra og erlendra.

Meintur hagvöxtur hefur stafað af úttekt sparnaðar hjá fólki sem er komið á heljarþröm svo og heimskulegu spreði óhæfs seðlabankastjóra með gjaldeyrisvarasjóð í því skyni að hífa upp verðmæti krónu sem er ónýt. Til að halda hróatildrinu í horfinu eru svo sett á gjaldeyrishöft, þ.e. meintum kröfuhöfum bannað að fá skuldir sínar greiddar.  Margir hafa komið með tillögur um að leysa þennan vanda m.a. Lilja Mósesdóttir sem varð ekki vært í flokknum með Steingrími. Sjálfur þegir hann þunnu hljóði um lausnir á snjóhengju og gjaldmiðilsvandanum. Ja nema hann sé að smþykkja með þögninni ruglhugmyndir samstarfsflokksins um að allt þetta lagist við ESB aðild og upptöku evru sem þó augljóslega getur ekki orðið mörg næstu ár, fyrir utan að mjög óljóst er hvernig sú upptaka á að leysa snjóhengjuvandann.

Hver er þá árangur Steingríms?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 09:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Átta mig ekki alveg hvert þú ert að fara Bjarni. Auðvitað lítur Steingrímur þannig á málin að í kjördæmi hans er kominn andstæðingur sem hann vill glíma við, andstæðingur sem sjálfur telur sig vera endurborinn Jónas frá Hriflu, sjalfan formanninn, sending að sunnan.

Ef eg væri í sporum Steingríms þá myndi eg ekki taka fagnandi slíkri sendingu sem telur sig vita allt betur en þeir í kjördæminu.

Mér finnst eins og þú áttir þig ekki almennilega á því hvers vegna þessi gjaldeyrishöft voru sett á. Það var vegna þeirrar hættu sem stafaði af gjaldeyrisbröskurum og þeir eru enn á sveimi.

Skuldastaða heimilanna hefði verið önnur ef fólk hefði ekki fylgt fagurgala Framsóknafrflokksins um 110% lán. Af hverju var fólk að taka lán í góðæri til að auka neyslu? Fyrir mitt leyti þá finnst mér ekki réttlætyanlegt að taka lán nema til skynsamlegra og hóflegra húsnæðiskaupa.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2013 kl. 22:51

3 identicon

Það má vel vera að gjaldeyrisbraskarar myndu notfæra sér veika stöðu krónunnar án hafta en þeir gera það nú líka vegna haftanna.

Höftin stafa af því að í hagkerfinu eru miklu fleiri krónur en svo að þær geti verið ávísun á þau verðmæti sem við viljum hafa(sjá mynd). Hluta af krónunum er þannig haldið í höftum á meðan hinn hutinn er notaður í daglegum viðskiftum á þolanlegu gengi. Þetta þolanlega gengi myndi hríðfalla ef allar krónurnar væru með. Þetta er auðvitað absúrd staða og verður ekki leyst á annan hátt en að gera annað hvort allar krónurnar svo verðlitlar að þær séu orðnar jafngildar þeim verðmætum sem hagkerfið stendur fyrir (mjög óréttlát leið, þannig yrði almenningur látinn borga fyrir þá geðveikislegu uppgírun sem var í gangi á fjármagni fram að hruni).

Hin leiðin er sú að taka upp nýja mynt þar sem menn skila inn gömlu myntinni og fá mismikið fyrir. Þannig fengi allur almenningur ákveðna lágmarksupphæð á fullu gengi en bóluféð yrði miskunarlaust skorið niður.   Þetta yrði í raun viðurkenning á hruni gjaldmiðilsins þar sem menn viðurenna að ekkert er orðið að marka krónueignir því hann er kominn í tóma vitleysu hvort sem er sbr. stöðuna á gjaldmiðlinum sem er þessi skv. Friðriki Jónssyni Eyjubloggara:

Samanburður vísitalna I

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 15:56

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér fyrirhöfnina en satt best að segja er línurit þetta fyrir mig eins og latína, kannski heppilegra að segja kínverska en í því máli kann eg ekki par en smávegis í latínu.

Annars átta eg mig ekkert á hvað línurit þetta hafi með endurnýjun í forystusveit VG að gera.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2013 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242965

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband