Spillingaröflin bíða átekta

Mikil líkindi eru að þegar hafi farið fram viðræður í bakherbergjum valdamanna í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum um nýja helmingaskiptastjórn hægri manna. Eitt af þeim verkefnum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf talið vera á sinni könnu er endurskoðun stjórnarskrár.

Nú er mikið í húfi fyrir þessa aðila að komast aftur til valda. Þeir munu vilja halda einkavæðingu áfram, skipta Landsbankanum, Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, RÚV sömuleiðis og þá verða vatnsveitur væntanlega einkavæddar líka enda mögulegt að græða á þeim.

Skattar hátekjumanna verði lækkaðir eða felldir niður svo þeim verði ekki íþyngt frekar í gljálífi sínu og umsetningu.

Ljóst er að allur hávaðinn og uppistandið í þinginu undanfarin 4 ár var með því markmiði að grafa undan vinstri stjórninni. Allt ómögulegt og sjálfsagt í áróðrinum að snúa staðreyndum á haus. Hverju skiptir að fullyrða aðafleiðingin komi á undan orsökinni eins og eðlilegt er?

Sumir hægrimenn eru svo brattir að jafnvel fullyrða að ekkert bankahrun hefði verið og vís í kæruleysislega framgöngu sína.

Sigmundur Davíð flytur langa áróðursræðu á aðalfundi Framsóknar um að þora. Ekki um það sem hann þorði ekki heldur mörgu snúið að ríkisstjórninni sem hann segir ekki hafa þorað að taka á skuldum heimilanna! Sjálfsagt hefði sjálfur Goebbels verið nokkuð ánægður með framsetninguna á fullyrðingum Sigmundar þar sem staðreyndum er ýmist snúið á haus eða þær hálfsagðar.

Mjög líklegt eru hægrimenn búnir að „virkja“ forsetann til að stýra stjórnarmyndun inn á „æskilega“ og „rétta“ braut. Hann hefur verið mjög hallur undir hægrimenn og ekki ólíklegt að hann sé orðinn framsóknarmaður öðru sinni.

 Þá mun væntanlega fara hetjur um héruð til að boða fagnaðarerindi áframhaldandi álhyggju enda eftir miklu að slægjast. Rammaáætlunin verður sennilega sögulegt plagg eftir nokkur misseri. Auðmennirnir halda áfram að græða, við þrælarnir berum allt samfélagið uppi, skatta og skyldur. 


mbl.is Ekki ný stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband