Hvað er íslenskur fiskur og hvað útlenskur?

Íslendingar voru brautryðjendur útfærslu landhelgi lengi vel. Þorskastríð 1958, 1972 og síðast nokkrum árum síðar miðaðist við að tryggja lífsafkomu íslensku þjóðarinnar. Engin þjóð Evrópu byggir jafnmikið á afkomu sinni og Íslendingar.

Við sýndum Bretum mikla þolinmæði á sínum tíma. Þrátt fyrir að þeir sendu hingað togara með allt of þéttum möskvum, svonefndum ryksugutogurum sem slepptu engu kviku, þá fengu þeir um tíma að veiða meira af þorski og öðrum bolfiski en við veiðum sjálfir í dag! Og þrátt fyrir að þeir sendu freigátur og dráttarbáta sem reyndu margsinnis að sigla litlu íslensku varðskipin í kaf og stofna tugum manna í lífshættu!

Þegar flökkustofnar eins og makríll veður hér uppi þá er spurningin hvort um íslenskan eða útlendan fisk sé að ræða. Vel er kunnugt að þessi fisktegund er alæta og etur allt sem að kjafti kemur. Hún tímgast hratt og stækkar einnig mjög hratt. Þetta sjáum við á ýmsu: sandsíli bókstaflega hvarf fyrir ströndum Íslands til mikils tjóns fyrir fuglategundir eins og kríu og lunda sem hrökkluðust við illan leik úr hreiðrum vegna fóðurskorts. Eg hefi séð t.d. á suðurströnd Snæfellsness hvernig makríltorfa er mjög nærri landi, háhyrningum og súlum til mikillrar gleði þar sem þau bókstaflega eru í veislu!

Það er því spurning hvort eignarréttur fylgi þessari fiskiflökkutegund sem syndir víða í sjónum. Fyrir gamla sjómenn þá þætti þeim eðlilegt að líta svo á að sá fiskur sem þeir veiða innan landhelgi og hafi til þess leyfi, sé íslenskur en hvorki, spánskur, franskur, hollenskur eða skoskur. Alla vega hafa fiskar þessir ekki sjálfviljugir gefið í skyn hverrar þjóðar þeir eru.

Góðar stundir!


mbl.is Gagnrýna Íslendinga harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eru það ekki bresk stjórnvöld, sem hertaka og stjórna öllum ríkisstjórnum frá toppnum á heimsstjórnunar-píramídanum, og hafa gert í þau sexhundruð ár sem bankarán hvítflibbanna hafa verið til?

Bresk stjórnsýsla viðurkennir ekki landhelgi Íslands, og það gerir ESB-stjórnsýslan ekki heldur!

Það er réttast að koma þessum staðreyndum í heimspressuna sem fyrst, svo heimurinn sjái hvernig raunveruleikinn virkar á þessari jörð!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2013 kl. 17:51

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Munum að erlendir dómar felldu á móti okkur í landhelgisdeilunni en við hundsuðum það.

Óskar Guðmundsson, 4.2.2013 kl. 20:55

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki veit eg hvaðan söguþekking þín er komin Anna en í dag hafa Bretar fyrir löngu viðukennt 200 mílur eða miðlínu milli landa.

Óskar: í landhelgisdeilunni 1958 var ákveðið í milliríkjasamningi 1961 að Alþjóðadómstóllinn í Haag skyldi dæma eftirleiðis um landhelgi. Ákveðið var í sept. 1972 að færa landhelgina í 50 mílur og Bretar stefndu okkur. Við ákváðum að leyfa þeim það en dómur þessa dómstóls er ekki

Nokkrum málum hefur verið skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu og ekki veit eg annað en að tekið hafi verið tillit til þess og lögum breytt.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2013 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband