Nýlenduhugsunarháttur

Þessi hugmynd um lagningu sæstrengs er eins og hver önnur hugdetta sem ekki á sér neinn grundvöll. Ef einhvern tímann verði lagður sæstrengur til Evrópu þá verður það til Færeyja og Skotlands. Þangað eru tæplega 1000 km en mun lengra er til Hollands og má ætla að sæstrengur framhjá Bretlandi verði ekki auðvelt.

Hollendingar voru lengi ein af fræknustu nýlenduherrum heims og áttu víða tekjulindir. Einu sinni var flotadeild hlaðin kryddi og silki áleiðis frá Austur Indíum eða sem nú heitir Indónesía og heim til Hollands. Vegna ófriðar milli Englendinga og Frakka þá gátu Hollendingarnir ekki siglt um Ermasund og urðu afð sigla norður fyrir Skotland. Stærsta skipið í þessari flotadeild villtist af leið og strandaði í Skaftafellsfjörum árið 1667. Farmur þess var tryggður fyrir 50 kvartiltunnur af gulli og mun það síðar hafa valdið slæmum misskilningi. Sagt er að skaftfellskir bændur hafi sótt sér timbur og sitthvað úr flakinu næstu 80 ár uns skipið hvarf í sandinn. Mátti lengi vel sjá slitrur úr silki í reiðtygjum og öðru. Eini varðveitti gripurinn er kistulok og er í Skógarsafni eftir að það hafði verið notað í áraraðir sem númeratafla í sunnlenskri kirkju.

Skaði Hoollendinga af Icesave var sennilega mun minni en ætla má enda hefðu þeir mátt hafa vaðið fyrir neðan sig og haft vara á braskinu. En nú vilja þeir hefja brask á nýjan leik og vilja sennilega gera sér leik að Íslendingum.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband