21.1.2013 | 19:58
Er þörf á að sprengja fleiri stíflur?
Þessi aðgerð var síðar talin vera réttlætanleg þó hún væri löglaus á sinn hátt. Að taka lögin í sína hendur er refsivert. Þingeyingar áttu lögvarða hagsmuni að gæta en ekki hafði verið samið við landeigendur um byggingu stíflunnar á sínum tíma. Aldrei var talað við þá og þeim boðin samvinna um þessi mál. Virkjunarmenn byggðu og það var sem varð til þess að Þingeyingar vildu róttækar aðgerðir. Mikil málaferli hófust þar sem hátt i 100 manns var ákært en allir voru sýknaðir í Hæstarétti og er þetta ein besta rósin í sögu réttarins. Úr þessu þróaðist fyrstu alvöru náttúruverndarlögin sem sett voru fyrir nær 40 árum: lög um vernd Laxár og Mývatns.
Önnur stífla var reist um líkt leyti og sprengingarnar urðu nyrðra þar sem stöðuvatn er notað sem miðlunarlón. Þetta er stíflan efst í Andakílsá sem rennur úr Skorradalsvatni. Þessi stífla er mikill þyrnir í augum þeirra sem hagsmuni hafa að gæta í Skorradal og vilja koma lífríki Skorradalsvatns aftur í eðlilegt horf. Sem stendur sveiflast yfirborð vatnsins allt að 2 metra sem veldur því að allt lífríkið er meira og minna í rugli. Um þetta má lesa m.a. í Árbók Ferðafélags Íslands frá 2004 sem fjallar um Borgarfjarðrdali eftir Freystein Sigurðsson jarðfræðing.
Þeir sem hefðu áhuga fyrir aðgerðum geta sótt fyrirmynd til hugrakkra Þingeyinga sem á sínum tíma gripu til þessarar frægu aðgerðar.
Vonandi er að Orkuveita Reykjavíkur hlusti á gagnrýni á rekstur Andakílsárvirkjunar sem byggist á þessari umdeildu starfsemi að halda lífríki í Skorradalsvatni í gíslingu. Fram að þessu er m.a. vísað í bágs rekstrar Orkuveitunnar að ekki sé enn komið að því að leiðrétta fyrri mistök. Sjálfsagt er að hóta að rjúfa stíflu þessa verði ekki sjónarmiðum landeigenda í Skorradal ekki sinnt né þeim sem vilja færa lífríkið í fyrra horf. Slíkt er refsilaust meðan ekki er hafist að en Danir orða hugsunina þannig: tankerne er toldfri.
Þess má geta að þegar vélbúnaður Andakílsárvirkjunar var ákveðinn, þá voru keyptar túrbínur í virkjunina fyrir mun meira uppsett afl en fræðilega er mögulegt að framleiða! Menn voru mjög brattir rétt eftir heimstyrjöldina síðari og voru menn jafnvel að ígrunda að auka vatnsmagn í Skorradal með því að veita vatni úr Reyðarvatni og draga stórlega úr vatnsmagni Grímsár í Lundareykjardal sem er ein gjöfulasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. Af þessum vatnaflutningum varð sem betur fer ekki og hefðu verið afdrifarík mistök rétt eins og síðar gerðist við vatnaflutningana eystra þegar ákveðið var að byggja Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.
Því miður er allt of mikil áhersla lögð á byggingu virkjana jafnvel enn í dag. Fyrrum var þetta réttlætt að verið væri að rafvæða sveitirnar. Nú eru menn orðnir ansi léttlyndir og vilja jafnvel virkja sem mest.
Góðar stundir.
Sprengjumennirnir í Laxá voru þrír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.