13.1.2013 | 21:11
Er skógur ógnvaldur vatnsbóla?
Gott og vel. Vatnsból eru mikilvæg. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909 og var fyrst tekið neysluvatn úr Elliðaánum skammt sunnan við Seláshverfið í Reykjavík. Síðar var vatnið sótt í Gvendarbrunna allaustar og enn síðar var megnið af vatninu sótt í borholur í hrauninu í Heiðmörk.
Skógrækt hófst í Heiðmörk skömmu eftir heimstyrjöldina síðari. Einn af fyrst lundunum Undanfari var gróðursettur 1949 og átti þáverandi borgarstóri Reykjavíkur, Gunnar Thoroddsen þátt í því. Síðan hefur þúsundum ef ekki milljónum trjám verið plantað án þess að nokkur hafi haft minnstu efasemdir um að slíkt gæti valdið mengun í vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins.
Ekki hefur verið sýnt fram á slíkt tjón eftir vísindalegum aðferðum. Svo virðist að tilfinningarök kunni að stýra umræðunni fremur en vísindaleg. Skógurinn í Heiðmörk er einn sá stærsti sem er á vegum nokkurs sveitarfélags í landinu og er Reykvíkingum til mikils sóma.
Vistfræðingar hafa margsinnis sýnt fram á hve skógur er nytsamur náttúrunni við vernd náttúrugæða, draga úr óæskilegum sveiflum t.d. vegna stórrigninga og asahláku með því að jafna út þessum sveiflum. Þá hefur skógurinn margvísleg æskileg áhrif önnur.
Rök gegn skógrækt virðast hér á landi annað hvort vera sjónræn undir því að skógur trufli og jafnvel eyðileggi útsýni. Eða að tekin eru vægast sagt mjög hrárar fullyrðingar dr. Péturs Jónssonar um meinta niturmengun af völdum barrtrjáa eins og hann setti nokkuð glannalega fram í annars að öðru leyti frábæru riti um Þingvallavatn. Annar doktor, dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson hefur komist að gagnstæðri niðurstöðu varðandi nitrið. Er vikið að þessu álitamáli í grein um Þingvallaskóga sem birtist í 2.tbl. Skógræktarritsins 2010.
Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ætti að draga í land hvað neikvæð áhrif skógræktar varðar vegna vatnsbóla eða færa betri rök fyrir fullyrðingu sinni.
Góðar stundir!
Hross, hundar og skógrækt óæskileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er nýtt...
Ég held þeir verði að hætta að bera á þennan skóg.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2013 kl. 00:49
Dæmigerðar niðurstöður hjá fólki sem vinnur við að búa til óþarfaverkefni til þess að starfið þeirra verði ekki óþarft. a.k.a. ríkisstarfsfólk.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 08:38
Varðar: „Hólmfríður [Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur]segir alveg rétt að skógrækt bindi jarðveg og bæti þannig vatnsgæði. Hún hefur hins vegar efasemdir um að rétt sé að auka skógrækt á vatnsverndarsvæði. Öll áburðargjöf sé óæskileg nærri vatnsbólum. Hún telur því rétt að leyfa skóginum í Heiðmörk að vaxa og dreifa úr sér án þess að verið sé að planta þar nýjum tjáplöntum.“
Skógrækt á Íslandi fer allsstaðar fram að mestu án áburðargjafar. Eina undantekningin er lítilsháttar áburðargjöf við gróðursetningu á næringarsnauðum jarðvegi (10 g af blönduðum áburði á hverja plöntu) og stundum lítið eitt meira (50 g á plöntu nokkrum árum síðar). Ég efast reyndar um að nokkur slík áburðargjöf fari fram eða hafi farið fram mörg undanfarin ár í Heiðmörk. Fyrir mörgum áratugum og allt fram á 9. áratuginn tíðkaðist að láta vinnuskólaunglinga í Heiðmörk bera fötufylli af hrossaskít með hverri gróðursettri plöntu, en slíkt hefur lengi heyrt sögunni til.
Það eru ósannindi ef umhverfisstjóri OR reynir að bera á borð fyrir almenning að vatnsvernd vatnsbóla stafi ógn af nituráburðargjöf í Heiðmörk og að fyrir því verði að hætta allri skógrækt í þessu fjölsóttasta útivistarskógræktarsvæði landsmanna. Hvorttveggja er ósatt: áburðargjöf er ekki stunduð í Heiðmörk og frekar ætti að auka skógrækt á grannsvæðum vatnsbóla í þágu vatnsverndar til þess að nema á brott óæskileg næringarefninu úr yfirborðsvatni.
Í greininni "Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti II. Vatnið í skóginum" (Skógræktarritið 2004 (1): 55-64) gerðu Bjarni Diðrik Sigurðsson og félagar grein fyrir niðurstöðum tilraunar með að bera ofurmagn af tilbúnum nituráburði á ungan skóg í Gunnarsholti. M.a. var rannsakaður leki niturs í grunnvatn eftir 450 kg N/ha áburðargjöf á ungan asparskóg í Gunnarsholti. Niðurstaðan var sú að styrkur niturs í vatni sem rann niður í grunnvatnið var langt undir stöðlum Umhverfisstofnunar fyrir hversu mikið nítrat mætti vera í neysluvatni. Til samanburðar: ef 10-15 g af áburði er borinn á hverja unga plöntu, væri heildarmagnið af hreinu N minna en 20 kg á hektara.
Tilraunin var unnin sem hluti rannsóknaverkefnisins NorN snemma á 10. Áratugnum. Umræddri Hólmfríði má vera fullkunnugt um þessar niðurstöður, enda var hún annar tveggja verkefnisstjóra NorN-verkefnisins þegar tilraunin fór fram.
Umhverfisstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hefur með óskiljanlegum hætti tekist að snúa blinda auganu að flestu því sem máli skiptir í vatnsverndarmálum höfuðborgarbúa en einbeitir sér af mikilli elju og kreddufestu að auka- og smáatriðum málsins, svo sem frjálsu aðgengi almennings að útivistarsvæði sínu eða skógrækt á sama svæði: "Athygli vekur að Orkuveita Reykjavíkur veitti enga umsögn um [jarðvegstipp í Bolaöldum í hlíðum Vífilsfells] þrátt fyrir að í því hafi m.a. verið tekist á um áhrif framkvæmda á vatnsvernd."
Aðalsteinn Sigurgeirsson, 14.1.2013 kl. 15:09
Bestu þakkir fyrir góðar og traustar upplýsingar Aðalsteinn.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2013 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.