Að trúa á mátt sinn og megin

Í Brennunjálssögu er komið inn á að trúa á mátt sinn og megin. Það er andstaðan við að vinna í samfélagi kristinna siðaðra manna.

Því miður virðist sem sumir einstaklingar gefi gömlum gildum langt nef og vilji óheft frelsi til athafna, jafnvel þó þeir skilji slóð ofbeldis og óhugnaðar í för með sér.

Nú hafa ættingjar ógæfumanns þessa vænst þess að hann gefi sig fram enda lítt annað skynsamlegt. Vonandi sýnir þessi maður skynsemi, gefi sig fram og sæti þeim refsingu sem hann hefur verið dæmdur fyrir afglöp sín.

Óskandi er að glæpum fari fækkandi enda hafa þeir aldrei borgað sig. Lögin og refsirétturinn er settur til að setja mönnum skorður, draga línur milli réttrar og æskilegrar hegðunar annars vega og hins vegar sem er refsiverðar og saknæms háttalags.

Við þurfum að efla og bæta skólastarf í landinu. Koma á móts við börn og unglinga þar sem þau eru stödd á sviði gáfnafars og hegðunar. Það þarf að gera allt sem við getum til að leiðbeina helst öllum á rétta braut.

Góðar friðarstundir!


mbl.is Nýjar myndir af strokufanganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243613

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband