Sofandi kapteinar

Vont er að sofna í vinnunni. Sérstaklega er ámælisvert þegar kapteinninn, yfirmaður skips sofnar og allt fer í vitleysu.

Svo virðist að þetta sé mun algengara en vitað hefur verið um fram að þessu. Versta dæmið er þegar kapteinninn á „Þjóðarskútunni“ steinsvaf í brúnni vikum og jafnvel mánuðum saman. Réttarhöldin gegn Geir Haarde fyrir Landsdómi voru mjög upplýsandi um hvað gerðist en fram hafði komið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið að ýmislegt var mjög ámælisvert.

Óskandi verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að kapteinar séu almennt sofandi í vinnunni. Þeir bera mikla ábyrgð, bæði á áhöfn, skipi og farmi.

Því miður eru Íslendingar ósköp duglausir að láta menn bera ábyrgð þrátt fyrir að þeir beri meira úr býtum en aðrir, m.a. vegna aukinnar ábyrgðar. Og svo reynist þessi „ábyrgð“ hvorki fugl né fiskur.

Góðar stundir.


mbl.is Sofnaði við stjórnvölinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Það færi betur að komma kvikindin sem stjórna þjóðarskútunni í dag hefðu sofnað fyrir tæpum fjórum árum og væru sofandi enn.Þá værum við mun betur sett í dag.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 14.12.2012 kl. 18:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðjón, hrunstjórnin hafði tvo kapteina í brúnni.  Það kann ekki góðri lukku að stýra - myndu sjómenn segja.  Enda fór það eftir.

Kolbrún Hilmars, 14.12.2012 kl. 18:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er hægt að fremja tryggingasvik með því að "gleyma" að kveikja á vökustaurnum og "sofna" óvart eftir að hafa tekið stefnu upp í fjöru? Labba svo þurrum fótum í land og hinkra eftir þyrlufari heim? Hmmm....

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2012 kl. 21:00

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Marteinn: eru þessi glaðvakandi „kommakvikindi“ mun þarfari íslensku þjóðinni en steinsofandi „íhaldskvikindin“ þín sem gerðu ekkert nema hirða himinhá laun. Þau reyndust íslensku þjóðinni verr en engin. Við hefðum alveg eins getað haft mynd af Jóni Sigurðssyni eða Hannesi Hafstein sem íslenska borgarastéttin dýrkar meir dauða en lifandi.

Kolbrún: þessir tveir kapteinar hafa reynst okkur vel.

Sammála þér Guðmundur. Kannski það hafi verið eins gott að þeir hafi munað símanúmerið 112 til að panta þyrluna að sunnan að sækja sig.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2012 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband