13.12.2012 | 19:31
Er Gylfi að hvetja til valdaráns?
Mjög einkennileg er herská stefna Gylfa Arnbjörnssonar gagnvart ríkisstjórninni. Það er eins og hann sé á mála hjá stjórnarandstöðunni að grafa undan ríkisstjórninni. Málflutningur hans í Speglinum í RÚV var ekki sérlega sannfærandi. Steingrímur J. bar af sér sakir og hrakti fullyrðingar Gylfa lið fyrir lið. Í Kastljósi verður kappræðan endurtekin og þá sést e.t.v. betur hvernig kappinn og byltingarsinninn Gylfi Arnbjörnsson ber sig.
Mjög einkennilegt er að forystusauður ASÍ ræðst með þessum hætti á ríkisstjórnina fremur en atvinnurekendavaldið sem ætíð fagnar nýjum samstarfsaðila í viðleitni þeirra að halda kaupinu eins lágt niðri og unnt er.
Meðan Gylfi beinir spjótum sínum með miklum bægslagangi að ríkisstjórninni þá vekur Halldór Grönvold athygli á mjög vafasamri þróun varðandi sjálfstæðan atvinnurekstur. Yfir 30.000 einstaklingar eru skráðir fyrir fyrirtækjum með takmarkaðri ábyrgð. Það eru einminnt þessi starfsemi sem hefur verið í athugun skattyfirvalda og þar eru maðkar í mysunni. Þessi fyrirtæki eru mörg hver rekin eins og hverjar aðrar svikamyllur.
Góðar stundir en án lýðskrums!
Krefjast meiri launahækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn ein Gylfaginning ASI er hafin. ASI mafían hefur í raun ekki stutt afnám verðtryggingar og krefst nú launahækkana sem sjálfkrafa hverfur í gin fjármagnseiganda með hækkun verðlags OG aukningar skulda almennnings. Hann verður sem sagt enn verr staddur en fyrr. Eina raunhæfa kjarabótin er stöðvun verðráðnsins og það strax. Almenningur á að sýna hnefana strax í janúar og knýja fram leiðréttingu með góðu - eða illu!
Almenningur (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 19:45
Ef ekkert lýðskrum á að vera verður að fjarlægja alla ríkisstjórnina.
Gylfi hefur hingað til þótt hallur undir Jóhönnu ... en bragðast krosstré sem önnur. Ef að maður er svikinn af vinum sínum hvað á maður eftir annað en að rísa á fætur og mótmæla?
Við eigum máski að leggjast í duftið meðan vinstristjórnir ráða en rísa eiinvörðungu upp gegn hægri stjórnum?
Óskar Guðmundsson, 13.12.2012 kl. 20:12
Þarna er ykkur vinstri mönnum rétt lýst.Ekki ráðast á Stalín (Steingrím) heldur látið helvítis lýðinn svelta.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 13.12.2012 kl. 21:35
Nú er mér bæði ofboðið og stórlega misboðið, hvernig Gylfi Arnbjörnsson tekur fullann þátt í að blóðmjólka síðasta dropann úr Íslandsbúum. Ég er sorgmædd yfir að fólk skuli geta lagst svona lágt, eins og Gylfi gerir, fyrir ofurlaunin frá ESB.
Þótt ég sé öskureið út af kosningasvikum VG, þá jafnast sú réttmæta reiði mín ekkert á við þá reiði sem Gylfi Arnbjörnsson á svo sannarlega skilið!
Gylfi Arnbjörnsson hafði ekki einu sinni fyrir því að berjast fyrir hækkun skattleysismarka, né að almenningur hefði rétt á því að hafa mannsæmandi laun, og húsaskjól á ískalda Íslandi þessi síðustu ár eftir AGS-ESB-bankaránið.
Ég vil biðja Gylfa Arngrímsson og alla aðra sem vilja láta taka mark á sér, að lesa bók Jóhannesar Björns Lúðvíkssonar, sem var endurútgefin árið 2009 með mjög fróðlegum viðbæti.
Hún heitir: FALIÐ VALD. Vefur Jóhannesar Björns: vald.com.
Gylfi Arnbjörnsson berst einungis fyrir enn meiri völdum svikulla og mafíustýrðra kennitöluflakkara-atvinnurekenda á Íslandi.
Gylfi Arnbjörnsson er frímúraður baráttumaður ólöglegra atvinnurekenda innan AGS, EES og ESB bankaræningjanna.
Enginn fer verr út úr ESB, heldur en verkalýðsformanna-svikinn almenningur í EES-ESB. Það er sannleikurinn, þótt herteknir fjölmiðlar hafni þeim sannleika.
Skiljanlega fá herteknir fjölmiðlar ekki að segja satt!
Í seinni heimsstyrjöldinni reyndi almenningur að fela útvarpstækin, sem sagði frá hvað var að gerast.
Almenningur mátti ekkert vita þá, frekar en nú. Herteknir fjölmiðlar er nútíma-blekking svikulla og helsjúkra auðmanna heimsins.
Þegar verkafólk heimsins gefst upp vegna bankarána og kerfisstýrðra kúgana siðblindra auðmanna-hvítflibbanna, þá þurfa hvítflibbarnir að byrja að sá og uppskera sjálfir sinn mat sem móður jörð gefur. Verst að þeir kunna það ekki, því þeir halda að gull-krydduðu steikurnar vaxi fyrirhafnarlaust á trjánum, eða detti af himnum ofan!
Gylfi Arnbjörnsson verður flottur í þrælaveldis-hásæti ESB! Hásætið hlýtur að vera nálægt hans veraldlega "guði almáttugum", sem mettar þá "réttlátu"!
Ætli Gylfi Arnbjörnsson viti af því að 1. maí sé baráttu-dagur vakalýðsins launa og kerfis-svikna, og embættismanna-svikna á Íslandi?
Ísland er bara lítil þúfa, sem getur velt þungu hlassi, í réttindunum um víða veröld, ef Íslands-búar standa saman í að skapa frið og velferð fyrir alla.
Enginn hlekkur er sterkari en veikasti hlekkurinn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.12.2012 kl. 22:07
Það sem sumir rita er töluvert markað full mikilum æsingum. T.d. að líkja Steingrími J. við myrkrahöfðingjann sjálfan í Rússlandi, sjálfan Stalin, er fulllagt gengið. Himinn og haf skilur milli þeirra. Stalín var undirförull einræðisherra sem kappkostaði að nota hvert tækifæri að styrkja stöðu sína. Steingrímur vill gera sitt besta og ef eg þekki hann rétt, þá er hann fyrsti maður að viðurkenna mistök hafi honum orðið á í messunni sem allir stjórnmálamenn mættu taka sér til fyrirmyndar, einnig framsóknarmenn og sjálfstæðismenn sem aldrei hafa viljað ljá máls á því að hafa nokkurn tíma gert mistök.
Við búum í mjög opnu lýðræðislegu þjóðfélagi þar sem réttur til skoðana er virtur.
Tilbúinn er eg að berjast til síðasta blóðdropa fyrir rétti hvers manns að tjá skoðanir en eg leyfi mér að askilja mér þann sjálfsagða rétt að fyrirlíta skoðanir viðkomandi telji eg þær ekki vera viðeigandi eða beinlínis byggðar á röngum forsendum og ástæðum.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2012 kl. 22:59
Sæll Guðjón. Erum við Grikkir norðursins? sjálfumglaðir smákóngar sem löngu hafa tapað stjórn á sínum eigin efnahagsmálum og skattsvik öflug þjóðaríþrótt.
Velferðarkerfið löngu orðið svelt og laskað vegna skattsvika.
Við lifum í tvö eða þreföldu gjaldmiðlakerfi og sjáum ekki útúr ruglinu við það.
Verðtrygging og vísitölur viðhalda lönguvitleysunni og gera illskiljanlega flestu sæmilega greindu fólki.
þeir pólitíkusar sem strögglast við að koma á stögugleika eru ekki öfundsverðir og þurfa að þola sífelldar árásir og svikabrigsl úr öllum áttum.
Hér spá þjóðrembingar endalokum og hruni ESB, en gleyma um leið okkar eigin hruni og nær algjöra þjóðargjaldþroti.
Virðumst þurfa að horfa ofaní hyldýpið sem þjóð og ná sáttum og nothæfu siðferði sem þjóðfélag.
Gleðileg jól Guðjón og sjáumst vonandi á nýju ári.
Valur Þór Norðdahl
Valur Norðdahl (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 09:50
Þakka þér góðar kveðjur Valur! Gaman væri að hitta þig við hentugleika og bera saman (skógræktar-) bækur okkar saman.
Fyrir mér er málið einfalt: Gylfi er að beita ASÍ fyrir hagsmunum stjórnarandsöðunnar. Í hádegisfréttum RÚV var náanst sama nágaulið í Samtökum atvinnurekenda og hjá ASÍ forsetanum: engar forsendur fyrir kauphækkunum en allt ríkisstjórninni að kenna!
Gylfi er með þessu að draga ASÍ niður í einhverja pólitíska lágkúru. Snæfellingar hefðu ýjað einhverju góðu saman við rógburðinn gegn Steingrími og Jóhönnu, t.d. að leggja gott til eins og að segja að þau væru barngóð sem væri til fyrirmyndar.
En svona er pólitíkin. Forvitnilegt væri að vita hvað forsetinn hafi fengið greitt fyrir handlangið.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.12.2012 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.