5.12.2012 | 17:24
Handónýtur gjaldmiðill
Í meira en öld hefur íslenska krónan verið handónýtur gjaldmiðill. Jafnskjótt og Landsbankanum var komið á fót árið 1886 varð íslenska krónan til. Kaupmenn vildu ekki sjá hana í viðskiptum, þeir vildu annað hvort danskar krónur eða góðmálma eins og silfur og gull. Þess vegna héldust vöruskipti áfram, bændur lögðu vörur í verslunina og seinna kaupfélögin þegar þau komu til sögunnar. Um þetta má lesa í grein eftir mig um Eirík bókavörð í Cambridge og birtist í Kirkjuritinu frá því nú í vor.
Það eru 3 ríki í heiminum sem hafa svipað verðtryggingarkerfi. Utan Ísland eru það Brasilía og Ísrael! Sérkennilegt er að öllum þessum löndum er gjaldmiðill sem enginn treystir. Verðtrygging í þessum löndum byggir á því að gjaldmiðillinn fellur jafnt og þétt en hækkun skuldbindingar reiknaðar út frá verðlagsþróun sem verður. Víxláhrif eru viðvarandi og ekki hefur tekist að rjúfa þennan vítahring. Í öllum löndum aðlaga vaxtakjör dýrtíðinni sem var vegna fordildar kennd við verðbólgu.
Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge gagnrýndi á sínum tíma mjög seðlaútgáfu Landsbankans og Landsjóðs sem var forveri Ríkissjóðs. Í nálægt 100 greinum sem hann birti í íslenskum, enskum, dönskum, þýskum og frönskum blöðum og tímaritum á árunum 1885 og fram yfir 1890 náði hann ekki að sannfæra ráðamenn um meinlokuna sem íslenska krónan var byggð á. Fyrir vikið uppskar Eiríkur ritskoðun og var aðeins einn ritstjóri sem birti greinar hans og tók undir þær. Það var Skúli Thoroddsen sýslumaður, ritstjóri og þingmaður en einhver undarlegasta herferð var hafin gegn honum, hann flæmdur úr embætti eins og kunnugt er fyrir engar sakir aðrar en þær að hafa rofið ritskoðun gegn Eirík.
Fyrir löngu er ljóst að við verðum að tengjast öðrum gjaldmiðli sem unnt er að treysta. Tekjur og útgjöld verða að vera í gjaldmiðli þar sem við getum strax í upphafi gert okkur ljóst hvaða kjör eru á lánum. Lán er í raun ekkert annað en að ráðstafa tekjum sínum fyrirfram sem virðist vefjast fyrir sumum.
Hér neðar má lesa greinina um Eirík í Cambridge í Kirkjuritinu (10MB).
Með bestu kveðjum.
Hann er oft að leika sér í ræðustól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sama, Guðjón minn, hversu oft er tuðast á þessu. Krónan okkar er hvorki betri né verri en hagstjórnin, sem sagt sá grunnur sem hún stendur á. Og meðan gjaldmiðill okkar miðast við okkar þjóðarhag og okkar stjórnarfar, verður hann ekkert skárri, alveg sama hvað hann heitir.
Sigurður Hreiðar, 5.12.2012 kl. 17:52
Sæll Guðjón Sigþór jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !
Ég hygg, að hinn mæti Sigurður Hreiðar, eigi þar kollgátu vísa - sem oftar áður.
Hefi öngvu; við hans viturlegu tölu að bæta, Mosfellingur góður.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 17:56
Er hennar tími kominn?
Jóka spóka (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 18:42
Þið hafið lög að mæla.
Kannski að hættutími sé smám saman að renna upp.
Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2012 kl. 21:42
Sérkennilegt að í þessum löndum treystir fólk síður lögeyrinum vegna þess að hann er í stöðugri samkeppni við annan sem heldur betur verðgildi sínu (verðtryggð skuldabréf)...
Ætli lögeyrir yrði ekki stöðugri ef þessari samkeppni væri ekki þröngvað upp á hann með öðrum lögum?
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2012 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.