Silkihúfum fækkað

Greinilegt er að himinn og haf getur skilið á milli fjölda þeirra sem eru á launaskrá og raunverulega vinna.

Fyrir tæpum 40 árum voru laganemar á ferð, sumir nokkrir orðnir vel sætkenndir af göróttum drykk sem var í boði. Komið var við á velþekktum vinnustað sem í dag er vart nema svipur hjá sjón vegna breyttra aðstæðna. Einn laganema spurði forsvarsmann fyrirtækisins hversu margir ynnu hjá fyrirtækinu. Svarið hljóðaði upp á að svo og svo margir væru á launaskrá. Sá sem spurði svaraði jafnskjótt: Eg var ekki að spyrja að fjölda þeirra sem væru á lauanskrá heldur hversu margir væru í vinnu hjá fyrirtækinu.  Eitthvað var forsvarsmaðurinn bráður og rak alla út með þeim orðum að svona lið væri ekki húsum hæft. Nokkru síðar kom í ljós einhver misferli fjármálalegs eðlis. Laganeminn sem var svo frakkur að vilja fá tölu þeirra sem ynnu er núna virðulegur hæstaréttarlögmaður.

Hjá lögreglunni hafa margir starfað lengi. Ungir lögreglumenn vinna yfirleitt mjög mikið enda áhugasamir að standa sig vel. Með auknu trausti og vaxandi reynslu mega þeir eiga von á starfsframa eins og eðlilegt má telja. Hjá ríkislögreglustjóra hefur þróunin væntanlega verið sú, að meðalaldur yfirmanna hafi verið nokkuð hár. Því er eðlilegt að reynt hafi verið eftir aðstæðum að komast hjá að ráða í stöður yfirmanna þegar menn fara á eftirlaun sérstaklega þegar svigrúm til hagræðingar verður meira. Of margir yfirmenn er yfirleitt ókostur og gerir alla stjórnun flóknari, dýrari og jafnvel allt of seinvirka.

Fréttin sýnir að embætti ríkislögreglustjóra dæmi um að unnt sé að koma að hagræðingu án þess að þjónusta sé skert.

Góðar stundir!


mbl.is Yfirmönnum fækkað um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband