Siðlausir braskarar

Kennitöluflakk er eitt skýrasta dæmi um siðleysi braskara. Þeir reka fyrirtæki með lítillri fyrirhyggju, skuldsetja það með háum lánum, koma eignum undan og koma rekstrinum áfram.

Mér skilst á kunningja mínum sem er lögfræðingur að þegar Geir Hallgrímsson hafi verið ráðamaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hann algjörlega lagst þvert á hugmyndir um að menn mættu skipta um nafnnúmer, fyrirrennara kennitalnanna. Því miður var ekki fallist á sjónarmið hans enda ráðandi viðhorf í Sjálfstæðisflokknum að ekki mætti koma í veg fyrir frelsi einstaklingsins!

Geir var afburðagóður lögfræðingur og farsæll sem borgarstjóri. En hann fór út í landsmálin á varhugaverðum tímum þar sem miklar breytingar voru í íslensku samfélagi. Hann var kominn af fólki sem byggði upp fyrirtæki og rekstur þar sem varkárni var í fyrirrúmi. Léttúð og kæruleysi var ekki líkleg til árangurs.

Því miður voru þessi sjónarmið ekki höfð að leiðarljósi. Við þekkjum söguna vel. Siðleysingjann má ekki hindra að koma áformum sínum áfram, að hagnast á kostnað annarra. Kennitöluflakk á að banna. Ef maður sem vill stunda viðskipti, hefur ekki þá þekkingu, reynslu og lagni að ná árangri, þá ætti hann að hafa einungis eitt tækifæri. Ef hann reynist ekki hafa manndóm í sér að reka fyrirtæki, þá getur hann ætíð haft möguleika á að vinna hjá öðrum. Það gerum við sem kærum okkur ekki við eða treystum okkur ekki að reka fyrirtæki.

Siðleysi í viðskiptum á ekki að líða. Heldur ekki þegar stjórnendur almenningsfyrirtækis afhenda það kröfuhöfum eins og gerðist með Atorku. Sennilega eitt furðulegasta mál sinnar tegundar á Íslandi þegar stjórn félagsins lagði til að allt hlutaféð yrði gert að engu!!! Sennilega algjörlega löglegur þjófnaður en siðlaus með öllu!

Sjórnmálamenn sem og athafnamenn af öllu tagi mættu setja sér siðareglur til að fara eftir. Ætli þær séu ekki mikilvægari en innihaldslaus slagorð um „frelsi einstaklingsins“ þar sem í raun er átt við fresli til blekkinga, svika, undirferla og afbrota þar sem þjófnaður og eignaundanskot koma við sögu?

Góðar stundir en án siðleysis!


mbl.is Töpuðu 274 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þakka þér sömu leiðis.

Sigurður Haraldsson, 24.11.2012 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband