24.11.2012 | 09:15
Siðlausir braskarar
Kennitöluflakk er eitt skýrasta dæmi um siðleysi braskara. Þeir reka fyrirtæki með lítillri fyrirhyggju, skuldsetja það með háum lánum, koma eignum undan og koma rekstrinum áfram.
Mér skilst á kunningja mínum sem er lögfræðingur að þegar Geir Hallgrímsson hafi verið ráðamaður Sjálfstæðisflokksins, hafi hann algjörlega lagst þvert á hugmyndir um að menn mættu skipta um nafnnúmer, fyrirrennara kennitalnanna. Því miður var ekki fallist á sjónarmið hans enda ráðandi viðhorf í Sjálfstæðisflokknum að ekki mætti koma í veg fyrir frelsi einstaklingsins!
Geir var afburðagóður lögfræðingur og farsæll sem borgarstjóri. En hann fór út í landsmálin á varhugaverðum tímum þar sem miklar breytingar voru í íslensku samfélagi. Hann var kominn af fólki sem byggði upp fyrirtæki og rekstur þar sem varkárni var í fyrirrúmi. Léttúð og kæruleysi var ekki líkleg til árangurs.
Því miður voru þessi sjónarmið ekki höfð að leiðarljósi. Við þekkjum söguna vel. Siðleysingjann má ekki hindra að koma áformum sínum áfram, að hagnast á kostnað annarra. Kennitöluflakk á að banna. Ef maður sem vill stunda viðskipti, hefur ekki þá þekkingu, reynslu og lagni að ná árangri, þá ætti hann að hafa einungis eitt tækifæri. Ef hann reynist ekki hafa manndóm í sér að reka fyrirtæki, þá getur hann ætíð haft möguleika á að vinna hjá öðrum. Það gerum við sem kærum okkur ekki við eða treystum okkur ekki að reka fyrirtæki.
Siðleysi í viðskiptum á ekki að líða. Heldur ekki þegar stjórnendur almenningsfyrirtækis afhenda það kröfuhöfum eins og gerðist með Atorku. Sennilega eitt furðulegasta mál sinnar tegundar á Íslandi þegar stjórn félagsins lagði til að allt hlutaféð yrði gert að engu!!! Sennilega algjörlega löglegur þjófnaður en siðlaus með öllu!
Sjórnmálamenn sem og athafnamenn af öllu tagi mættu setja sér siðareglur til að fara eftir. Ætli þær séu ekki mikilvægari en innihaldslaus slagorð um frelsi einstaklingsins þar sem í raun er átt við fresli til blekkinga, svika, undirferla og afbrota þar sem þjófnaður og eignaundanskot koma við sögu?
Góðar stundir en án siðleysis!
Töpuðu 274 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér sömu leiðis.
Sigurður Haraldsson, 24.11.2012 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.