Siðleysi hernaðar

Sjálfsagt eiga hernaðaryfirvöld Ísraela (Gyðinga) tiltölulega auðvelt með að vinna hernaðarlegan sigur á Hamas. En ljóst er að það mun kosta gríðarlegt mannfall meðal Palestínumanna og sjálfsagt munu einhver hundruð hermanna meðal árasaraðilans falla. En aldrei verður friðurinn unninn.

Í raun og veru eru Ísraelar (Gyðingar) litlu nær takmarkinu en þegar þeir ráfuðu í eyðimörkinni í 40 ár á sínum tíma. Þeir virðast ekki geta fundið friðsama leið í samskiptum sínum við nágranna sína.

Of mikil hernaðarhyggja ásamt ofstæki í trúmálum eru ein helstu hindranir fyrir firðsamlegum lausnum. Athyglisvert er hve hernaðarhyggja Gyðinga virðist beinast fyrst og fremst að því að grafa sem hraðast undan sjálfstæði Palestínu. Fyrir allmörgum árum eyðulögðu þeir eina alþjóðlega flugvöll Palestínumanna sem hafði verið byggður á kostnað Vesturvelda í þeirri von að unnt væri að byggja upp samfélagið í Palestínu. Flugvöllurinn var eitur í augum hernaðarhyggjunnar hjá Gyðingum.

Í raun og veru vill almenningur í Ísrael ekki þessa stefnu. Eins og flestir þráir fólk frið og öryggi. En öfgaöflin ráða för hvort sem er ríkisstjórn þeirra eða Hamasmenn.

Því miður misstu vinstri menn meirihlutann í Ísrael fyrir um 20 árum. Með falli kommúnismans í Austur Evrópu komu þaðan gríðarlegur fjöldi innflytjenda til Ísrael. Þetta fólk þekkti lítið til lýðræðis, hafði alist upp og þrifist þar sem „sterki maðurinn“ var við völd. Það kaus öfgamenn í Ísrael og þeir eru enn að.

Vinstri menn í Ísrael vildu leysa á friðsamlegan hátt deilur við Palestínumenn en því var svarað með tilræðum og morði á einum helsta forystumanna verkamannaflokksins. Þar var ungur öfgamaður að verki.

Hernaður er siðlaus. Hann er „fóðraður“ af hagsmunum hergagnaframleiðenda og hergagnasala sem byggja upp ótta og öryggisleysi. Í raun er sá sem situr undir vopnum hernaðarlegt takmark og því að mörgu leyti af þeim ástæðum verr staddur en sá vopnlausi.

Við Íslendingar getum prísað okkur sæla að standa utan við hernaðarhyggju þó stundum hafi verið nokkuð nálægt því að hér hefði verið komið til slíkra forréttinga.

Góðar stundir!


mbl.is Barak kallar til aukinn herafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband