22.10.2012 | 12:35
Góð tíðindi
Ragnar Ögmundarson og Vilhjálmur Bjarnason eru gamlir bekkjarfélagar, sá fyrri veturinn 1968-69 í MH en Vilhjálmur til margra ára í barnaskóla. Þessir menn munu ábyggilega hafa góð áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, báðir þrautreyndir og varkárir reynsluboltar í banka- og viðskiptaheiminum.
Ljóst er að fulltrúi braskaraveldisins í Sjálfstæðisflokknum megi sjá sæng sína útbreydda.
Þeir Ragnar og Vilhjálmur munu að öllum líkindum vera líklegir að afla Sjálfstæðisflokknum aukið traust sem hann hefur misst mikið í aðdraganda hrunsins og eftir það.
Nú þarf Ragnar að gera rækilega grein fyrir hvernig hann sá möguleika á að draga verulega úr því tjóni sem léttúðin í aðdraganda hrunsins leiddi yfir þjóðina. Af hverju voru tillögur hans og ábendingar ekki virtar og leitast til að gera eitthvað? Sú leið var valin sem kunnugt er að aðhafast ekkert í Stjórnarráðinu undir stjórn hins umdeilda Geirs Haarde sem ekkert vill kannast við að hafa gert eitthvað rangt. En það er auðvitað augljóst að unnt er að baka sér refsiábyrgð vegna aðgerðaleysis sem að gera eitthvað vitlaust.
Góðar stundir!
Sækist eftir fyrsta sæti í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgð á rekstri einkafyrirtækja, hvort sem hann er slæmur eða góður.
Ein spurning: Hverjar telur þú vera orsakir hrunsins bæði hér og erlendis?
Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 20:16
Meginorsakir hrunsinsins voru margvíslega en einkennið var glæfraskapur og léttúð. Alltaf hefur þótt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig þannig að unnt væri að afstýra óhappi. Þetta var ekki gert, allt rekið meira og minna á bjartsýninni og þegar fjármálakreppan kom upp í heiminum vegna ofmikillrar eftirspurnar eftir lánsfé, hrundi nánast allt.
Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2012 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.