Siðleysið í viðskiptum

Þessi kona er mikilmenni. Hún stóð sig með mikillri prýði hér eftir hrunið og miðlaði okkur með dýrmætri reynslu af grimmum fjármálabröskurum í Evrópu.

Því miður hefur hún rétt fyrir sér. Siðferði í viðskiptum virðist enn vera á ákaflega lágu plani hér á landi og lítt hefur verið sinnt að bæta það.

Í rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið var ákall um að bæta þurfi viðskiptasiðferði. Í nýjasta Tímariti Háskólans í Reykjavík er vikið að viðskiptasiðferði og þar er farið dáldið í þessa sauma. Niðurstaðan er að viðskiptamenningin virðist vera á lágu plani og auðvitað verður ekki neitt traust byggt upp þegar svo stendur á.

Siðleysingjar hafa vaðið uppi. Þeir hafa barist seint og snemma með hnúum og hnefum nánast gegn öllu sem núverandi ríkisstjórn vill byggja upp. Ekki mátti koma á aukinni hagræðingu með endurskipulagi Stjórnarráðsins, fækkun ráðuneyta og ráðherra, ekki mátti endurskoða stjórnarskrána með að fela sérstökum þjóðfundi til þess vandasama starfs og ekki mátti sækja þá til saka sem ábyrgð báru á bankahruninu. Í þeirra huga var bankahrun eins og hvert annað viðskiptatækifæri sem almúginn mátti borga eftir að þrjótarnir höfðu hreinsað öll verðmæti út úr fyrirtækjunum.

Ef einhver vill koma lögum yfir þá þokkapilta sem höguðu sér eins og svæsnustu götustrákar í viðskiptum, stjórnuðu bönkum og fyrirtækjum, beittu öllum tiltækum ráðum til að auðga sig og sína. Þá er von að sá sami sitji uppi með sárt ennið og tapað mál og fé, fyrirhöfn mikil þegar Hæstiréttur braskaranna hefur síðasta orðið með sýknu skúrkanna og dæmir þeim málskostnað þeim í hag.

Auðvitað viljum við nýja nútímalega stjórnarskrá en ekki einhvern forngrip sem betur heyrir sögunni en nútímanum. Við mætum sem flest á kjörstað, segjum já við sem flestum spurningum á morgun, laugardag 20. október 2012.

Góðar stundir!

Meðan svo fer fram er ekki von á góðu. Eva Joly vill vara við þessari þróun.


mbl.is Óttast annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist vanta alla atorku til að gera neitt og það kemur stjórnarskránni ekkert við. Talandi um ATORKU þá finnst manni ótrúlegt að gjörðir þess fyrirtækis hafi aldrei verið rannsakaðar.

Meðan almenningur er skattpíndur á öllum sviðum þá semja hinir við hvorn annan um kaupréttarsamninga sem eru skattfrjálsar tekjur í vasann og því miður þá tekur þessi nýja stjórnarskrá ekkert á því.

Grímur (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 12:59

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég las breytingartillögurnar. Þær eru mest sami hlutirinn, nema með fleiri orðum.

Og: "Þeir hafa barist seint og snemma með hnúum og hnefum nánast gegn öllu sem núverandi ríkisstjórn vill byggja upp"

Núverandi ríkisstjórn byggir ekkert annað en þyngri yfirbyggingu. Hún er að vinna fyrir sama sett af bófum, og einhverja nýja bófa.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2012 kl. 16:55

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Grímur: Tapaðir þú einnig hlutabréfunum þínum í hendurnar á fjárglæframönnunum? Eg hefi verið að skoða þessi mál á undanförnum árum og hyggst birta niðurstöður mínar innan tíðar.

Ásgrímur: vel getur verið að e-ð sé til í þessu hjá þér. En eigum við ekki að taka betur á þessum málum? 

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2012 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband