Skattastefna Sjálfstæðra ungra skussa

Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir ítarlegum lækkunum á sköttum sem einkum gagnaðist hátekjumönnum. Þeir sem minna bera úr bítum, báru eftir sem áður meiri byrðar en aðrir, jafnvel urðu að axla meira en þeir gátu. Hátekjumennirnir með öllum fyrirtækjum, sum í skattaparadísum erlendis, rökuðu saman gróða, greiddu kannski 10% fjármagnstekjuskatt, kannski engan skatt.

Nú er verið að reyna að fara í þessa sauma en hægt gengur.

Ungu skussarnir í Sjálfstæðisflokknum virðast hafa gleymt öllu. Þeir taka upp gömul kosningaloforð feðranna í trausti þess að fá sem flesta að trúa þessari skammsýnu skattastefnu. Mættu þeir líta til Frakklands þar sem til stendur að leggja 75% skatt á hátekjumenn en þeir greiða hér tæplega 50%.

Skattastefna skussanna endar fyrr eða síðar í ráðaleysu. Einhvern veginn verður að kítta upp í fjárlagagatið sem er syndakvittun óráðsstefnu ríkisstjórnar Skjálfstæðisflokksins. Þar átti helst enginn að borga skatta nema þá helst lágtekjufólkið.

Góðar stundir.


mbl.is Vilja skoða upptöku Kanadadollars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Gott að þú ert sáttur við ofurskattastefnu vinstra pakksins og haltu bara áfram að telja þér trú um að skattar hafi lækkað á okkur lágtekjufólkið í tíð vinstra pakksins.Þvílík hræsni og lýgi

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 2.10.2012 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þú talar eins og fulltrúi braskaranna Marteinn. Enginn getur verið sáttur við háar skattgreisðlur Marteinn. Hins vegar VARÐ að hækka skattana eftir skelfilegan viðskilnað fyrri ríkisstjórna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bar meginábyrgð á.

Sért þú kominn af lágtekjufólki kominn þá finnst mér miður að þú lætur sjónarmið hátekjumanna verða að þínum. En víða eru menn að taka að sér vonlausa vörn.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband