Mikill leiðtogi tekur ákvörðun

Eg hefi aldrei rætt við Jóhönnu en fylgst þess betur með störfum hennar í 3 áratugi. Hún er með sjóuðustu þingmönnum landsins og hefur mátt standa marga ágjöfina í ölduróti stjórnmálanna. Alltaf hefur hún haft hagsmuni allrar þjóðarinnar í fyrirrúmi og aldrei hugað að hygla sér og sínum. Þar eru freistingarnar við hvert fótmál og þær hafa Jóhanna alltaf staðist enda komin af góðu og merku alþýðufólki. Annað er ekki unnt að segja t.d. um helstu forystusauði elstu flokkanna á þingi sem báðir hafa verið í skammakrók stjórnmálanna eftir að hafa leikið sér að fjöreggi þjóðarinnar allt of lengi.

Jóhanna má vera þokkalega ánægð með drjúgt starf sem hefði auðvitað getað orðið enn betra hefði samstarf við stjórnarandstöðu og forseta lýðveldisins verið eðlilegt og viðunandi. Hvert smámál hefur jafnan verið blásið upp og gert tortryggilegt, allt gert til að leggja steina í götuna að endurreisnarstarfinu, já reyndar heilu fjöllin.

Það verður ekki létt verk fyrir Samfylkinguna að finna nýjan, farsælan og góðan leiðtoga sem tekið gæti við keflinu af Jóhönnu. Ekki er ólíklegt að nú muni hefjast mikil áskorunarherferð að hvetja Jóhönnu að endurskoða ákvörðun sína til að hún leiði Samfylkinguna áfram gegnum næstu kosningar. Hún hefur lagt mikið af mörkum í þágu lands og þjóðar að leiða okkur út úr þeirri gríðarlegu efnahagserfiðleikum sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig ekki geta ratað frá.

Góðar stundir.


mbl.is Jóhanna ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvenær varð Jóhanna Sigurðardóttir mikill leiðtogi?

Vilhjálmur Stefánsson, 27.9.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ef það ætti að skilgreina leiðtoga eftir svikum væri Jóhanna mesti leiðtogi allra tíma.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 27.9.2012 kl. 17:04

3 Smámynd: Hvumpinn

Mikill leiðtogi = Great Leader?  Samanburðurinn við N-Kóreu verður ekki skýrari...

Hvumpinn, 27.9.2012 kl. 17:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 17:52

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mikill leiðtogi " HeHeHe,góður þessi.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.9.2012 kl. 18:00

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jæja þið sem dýrkið Davíð Oddsson enn og eruð væntanlega græn af öfund þegar bornir eru saman þessir tveir gjörólíku leiðtogar. Davíð var fulltrúi þeirra sem treystu frjálshyggjunni en þjóðin missti allt í hendur braskara. Jóhanna tók til eftir frjálshyggjupartíið þar sem allt var meira og minna í rústum, átti sinn þátt í að efla trúna á það Ísland þar sem grunnhugmyndin er jöfnuður milli þegnanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.9.2012 kl. 21:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað tók hún til? Bankakerfið? útrásarvíkingana? Kom hún á Skjaldborginni ? já hún gerði það fyrir banka og útrásarvíkinga.  Þið eruð aumu kjánarnir með ykkar eldrauðu tungllaga gleraugun.  Já sagan mun dæma, en ekki eins og þið haldið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 22:20

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Guðjón, þú ert greinilega greindargámur mikil og gáfnafar þitt með eindæmum.   En, svaraðu þessu nú fyrir mig:  Af hverju tekur þú því sem gefnu að þeir sem er þér og þínum athugasemdum ekki sammála, sem heilögum dýrkurum Davíðs Oddssonar?  Sérðu ekki í hvaða barnaskap og tuðrutjaldshátt þú ert dottinn í?  Er hatrið út í Davíð Oddsson svona stórkostlegt, að þú sérð ekkert annað en DOddsson, þegar þín heittelskaða er gagnrýnd af öðrum en flokkshundum Samfó? 

Já, þetta er erfitt líf - líka án Jóhönnu?

Guðmundur Björn, 28.9.2012 kl. 08:46

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Guðmundur þetta er svona eins og eldklerkar eru með Skrattann á sálinni og sjá hann í öllum sem ekki halelúja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 08:49

10 identicon

Davíð skapaði frelsið sem Samspillingarliðið kunni ekki að fara með. Samspillingarliðiðð setti upp heilu háskólana til að kenna svínaríið. Þjóðfélag sem treystir í blindni á að allir geri rétt er ekki til, því miður. Traust Davíðs á manneskjuni var oflof, er að þínu sauðahúsi kom. Gjörspillt.

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 11:45

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikil er trú ykkar á dýrð Davíðs.

Mér fannst alltaf sjálfumglaður sem fannst vænt um allt lofið sem hann átti ekki skilið.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2012 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband