Takmarka þarf umferð vélknúinna farartækja á vötnum landsins

Þetta óhapp staðfestir enn þörfina á að takmarka þarf umferð vélknúinna farartækja á vötnum landsins. Slys vegna ókunnugleika, handvammar eða jafnvel ölvunar gera aldrei boð á undan sér. Oft vanmetur fólk hæfni sína og búnað báta sinna. Veður getur breyst skyndilega og þar fram eftir götunum.

Líklegt er að afl bátsins hafi verið töluvert og hann því steytt á skerinu. Mildi er að enginn fórst en í Þingvallavatni hafa oft orðið slys og óhöpp sem ekki eru alltaf tilkynnt.

Umferð vélknúinna farartækja á vötnum verður að setja einhver skynsamlegar reglur. Setja þarf ákvæði um gerð og búnað báta og hversu mikið afl þeir mega hafa, gerð eldsneytis og setja einhverjar reglu um hámark ef um er að ræða mengandi efni. Æskilegastir eru rafvélar sem menga sáralítið, nánast enginn hávaði eins og fylgir sprengihreyflum.

Í 21. gr. draga frumvarps til nýrra náttúruverndarlaga eru hugmyndir sem þarf að orða betur.

Góðar stundir!


mbl.is Synti slösuð í ískulda og myrkri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður barinn með golfkylfu,takmarka þarf aðgang að golfkylfum.Skar sig illa við flökun,banna þarf hnífa eða takmarka aðgengi verulega.Datt úr stiga og fótbrotnaði,bönnum stiga.Tveir slasast í bílveltu,bönnum bíla.Strætó fauk útaf á Kjalarnesi,bönnum strætó.Hvar á þessi takmörkunarárátta að enda?Það er orðið miklu auðveldara að telja upp hvað má ,en það sem er bannað.

Þórður Einarsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 16:19

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst þetta jaðra við útúrsnúninga Þórður. Ef menn eru að nota tól og tæki öðru vísi en ætlast er til, þá er oft stutt í slysin. Varðandi veður þá getum við ekkert gert við því annað en sýna fyllstu varkárni til að koma í veg fyrir óhöpp.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.9.2012 kl. 16:29

3 identicon

Held að það sé býsna erfitt að setja reglur og hvað þá framfylgja þeim um búnað báta á vötnum og ám. Yfirleitt eru ferskvatnsbátar með frekar litlar eldsneytisbirgðir um borð þar sem téð vötn bjóða sjaldnast upp á langar útilegur eða vegalengdir, langoftast eru bensínvélar í ferskvatnsbátum nema kannski í einum eða tveimur dísilbátum á Þingvallavatni. Rafvélar menga vissulega sáralítið meðan þær eru á þurru en sokkinn bátur með rafvél getur mengað verulega þar sem rafhlöðurnar innihalda oft verulegt magn mengandi efna og þungmálma. Vélarstærð báta skiptir sáralitlu máli, slys verða oftast þegar fólk dettur útbyrðis eða bátur veltur og þar hef ég grun um að vélarlausir bátar komi oftar við sögu en vélknúnir.

Verðum að passa okkur að drukkna ekki í laga og reglugerðafargani sem oft á tíðum gera lítið annað en grafa undan virðingu fólks fyrir lögum og reglu og gera fólki ómögulegt að stunda útiveru vegna kostnaðar og pappírsvinnu.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 20:30

4 Smámynd: Hvumpinn

Hér afhjúpar vinstrimaðurinn sig grímulaust.  Bönn og takmarkanir.  Allt bannað sem ekki er beinlínis leyft.  Það fer hrollur um mann.

Hvumpinn, 27.9.2012 kl. 20:36

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

undarleg athugasemd:

Vélarstærð báta skiptir sáralitlu máli, slys verða oftast þegar fólk dettur útbyrðis eða bátur veltur og þar hef ég grun um að vélarlausir bátar komi oftar við sögu en vélknúnir.

Er mikið um dísil báta á þingvallarvatni ? og vötnum yfirleitt á landinu .. !

Jón Snæbjörnsson, 27.9.2012 kl. 20:57

6 identicon

Alltaf er hættulegt að nota báta á stöðuvötnum á Íslandi. Vötnin eru alltaf víðsjárverð og yfirleitt vís til mannskaða. Ástæðan er sú að þau eru köld, veðrabrigði snögg og gróf strandlengja og sams konar grynningar út um allt. Veðrabrigðin eru víðsjálverðust, þar sem aldan er fljót að taka við sér ef vind tekur að hreyfa. Vélarstærð báta skiptir þarna engu máli en gangörugg vél er alltaf betri en engin vél. Landeigendur setja yfirleitt reglur um siglingar mótorbáta, oft eru reglurnar tengdar veiðinytjum. Reglur um mótorbáta í þjóðlendum eru ekki til, þó þekkjast reglur um bann þar. Eigendur veiðinýtingar í þjóðlendum eru bændur og í Veiðivötnum eru skýrar reglur varðandi umferð báta. Í Langasjó eru engar reglur til, í Hvítárvatni engar og á Leginum eru engar reglur að ég veit. Í Árborg eru ákvæði um bann við siglingum um Ölfusá við Selfossflúðirnar. Annars staðar veit ég ekki til um neinar reglur. Í uppistöðulónum virkjana Landsvirkjunar eru engar útgefnar reglur, nema að varað er við umferð nálægt inntaksmannvirkjum. Þótt Þingvallavatn sé stórt þá er ekki þar með sagt að þar þurfi að vera reglur frekar en annars staðar, slysin verða jafn oft á litlum vötnum, jafnvel agnarsmáum - þarf meira að segja ekki báta til, þar sem menn sem sundríða á hrossum við álftaveiðar hafa drukknað (Álftavatn á Rangárvallaafrétti).

Metúsalem Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 21:17

7 identicon

undarleg athugasemd:

Vélarstærð báta skiptir sáralitlu máli, slys verða oftast þegar fólk dettur útbyrðis eða bátur veltur og þar hef ég grun um að vélarlausir bátar komi oftar við sögu en vélknúnir.

Er mikið um dísil báta á þingvallarvatni ? og vötnum yfirleitt á landinu .. !

Svo hann Jón geti sofið rólegur þá er ég að tala um að árabátar koma ekki síður við sögu en véknúnir þegar slys hafa orðið á íslenskum vötnum. Einnig veit ég til að amk. ein ef ekki tvær tryllur með díslivélar voru notaðar við veiðar á Þingvallavatni. Þar sem afgangurinn af vélknúnum bátum sem fljóta á vötnum hér á landi eru árabátar eða með bensínmótora þá þarf ég varla að útskýra þetta frekar fyrir honum Jóni.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 22:02

8 identicon

Mér finnst að það ætti að takmarka launagreiðslur til ritstýrunnar sem hleypti þessari frétt í gegn

Bárður (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 02:18

9 identicon

Nei, það þarf ekki endilega að banna eða takmarka umferð vélknúinna báta á vatninu, miklu fremur að upplýsa fólk um að gæta að sér, m.a. með því að kynna sér siglingaleiðir, vera með ferðaáætlun, nota viðeigandi björgunar- og öryggisbúnað o.þ.h.

Sker og grynningar láta ekki alltaf mikið yfir sér, að ég tala nú ekki um í myrkri og því miður er sú óafvitandi hugsun hjá mörgum að þar sem er vatn, þar sé nægt dýpi.

Sem betur fer var a.m.k. konan í þurr- eða blautbúningi og átti því kost á að synda í köldu vatninu til að sækja hjálp. Bætti þar á sig björgunarvestum til að tryggja öryggi sitt enn frekar. Miðað við aðstæðurnar sem fólkið var komið í þá fór þetta allt vel, sem betur fer.

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband