24.9.2012 | 17:04
Stoppa verður stórhuginn
Að byggja 60 herbergja hótel á landsbyggðinni í einum áfanga er nokkuð bratt. Betra er að áfangaskipta slíku verkefni og hefur reynslan sýnt að það er mun hyggilegri leið. Sennilegt er að þessi hótelbygging hefði verið byggð með lánsfé og sennilega hefði þurft enn meira lánsfé til reksturs. það sér hver heilvita maður að slíkt er glæfraspil enda með öllu óvíst hvernig svo stórt hótel komi út í rekstrarumhverfi sem ekki er alltaf dans á rósum.
Víða í ferðaþjónustunni hefur þótt farsælt að byggja eftir efnum og ástæðum. Pétur Geirsson hótelstjóri í Borgarnesi var þekktur fyrir að framkvæma ekki neitt fyrr en hann ætti fyrir framkvæmdinni hverju sinni. Þannig var lengi vel engin lyfta í þessu stóru hóteli enda var slík framkvæmd vandasöm og dýr að sama skapi. Pétur vildi hafa þetta almennilegt og leysa þurfti vandamál þar sem hæðir stóðust ekki alveg á milli áfanga. Ferðaþjónustubændur telja hyggilegt að hafa áfangana kannski 10-15 herbergi og sjá svo til hvernig bókast og nýtingin verður. Það er vitatilgangslaust að byggja of stórt hótel og það tekur mörg ár að ná fullri nýtingu jafnvel yfir sumarið. Þannig átti stórhugur á Selfossi sinn þátt í miklum rekstrarerfiðleikum með Hótel Selfoss. Þar var nýbyggingin reist með miklum stórhug en mörg ár liðu uns fullnýting komst á. Þessir rekstrarerfiðleikar léku Selfoss grátt að líkja við jarðskjálfta. Eitt öflugasta kaupfélag landsins, Kaupfélag Árnesinga sem var einn aðaleigandi hótelsins, varð fyrir gríðarlegu tapi, gott ef það fór ekki á hausinn.
Bygging hótela kann kannski að vera auðvelt. En að reka þau er oft meiri höfuðverkur. Hvort hækkun skattlagningar geri útspilið um hvort reka megi hótel er af. Þessi hækkun fer beint inn í verðlagningu gistiherbergja þvert á alla línuna og ætti því ekki að skipta einstöku gistihús ekki neinu höfuðmáli.
Hótel eiga ekki að vera gæluverkefni sem hengja má síðar á opinbera sjóði. Þeir sem vilja byggja og reka hótel væri hollt að lesa sig til um hvernig frumkvöðlarnir fóru að. Þeir forðuðust að framkvæma fyrir lánsfé enda hefur það reynst oft dýrasta og vitlausasta leiðin að byggja upp atvinnulíf.
Góðar stundir.
Hætt við hótelbyggingar vegna hækkunar virðisaukaskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.