Framsókn má sjá fífil sinn fegurri

Framsóknarflokkurinn minnir einna helst á gamla biðukollu sem er á síðasta skeiði sínu. Fyrir tæpri öld var þessi flokkur stofnaður og byggði á mjög merkilegri hugsjón sem einkenndist af samvinnu og gagnkvæmu trausti. Fyrir og um miðja öldina er eins og freistingin um auðsöfnun hafi slegið niður í stjórnmálaflokki þessum og saman með Sjálfstæðisflokknum byggðu þeir upp gagnvirkt kerfi sem langt því frá var laust við helstu auðkenni spillingar. Spurning er hvaða forystumenn áttu þar drýgstan þáttinn. Þegar tímar líða verða smám saman freistingarnar meiri og tekin eru stærri skref en nokkurn óraði fyrir. Spillingasamvinna flokkanna náði hámarki með framkvæmd kvótakerfisins og einkavæðingu bankanna. Aldrei átti að gera kvóta að auðþúfu. Kjöraðstæður fyrir braskarana var á byggingatíma Kárahnjúkavirkjunarinnar þegar íslenska krónan varð einn sterkasti gjaldmiðill í heimi en allt var byggt meira og minna á sandi. Því var fallið mikið!

Nú er að koma með hverjum deginum betur í ljós að flótti er brostinn í þinglið Framsóknar. Birkir Jón hefur ákveðið að hætta. Einhverjum þykir sjónarsviptir af honum enda hann með skárri þingmönnum Framsóknar. En sem ræðumaður hefur hann sýnt fremur lítil tilþrif og minna ræður hans oft jafnvel á hjal smábarna. Þá er Þröskuldur, fyrigefið Höskuldur, betri ræðumaður, en hann er yfirleitt á móti öllu nema sem kemur Framsókn og þar með hagsmunum braskaranna að gagni. Sigmundur getur verið skemmtilegur ræðumaður einkum þegar hann bregður sér í gervi hins slæga Marðar Valgarðssonar og skammar ríkisstjórnina. Er skiljanlegt að hann vilji reyna fyrir sér í einu tryggasta höfuðvígi Framsóknarflokksins á Norðausturlandi enda hefur fylgi flokksins í Reykjavík verið mjög óstöðugt og þar með hverfult. Um Vigdísi Hauksdóttur þarf ekki að ræða mikið enda er skelfilegt að heyra ambögur hennar og virðingarleysi fyrir einu elsta þjóðtungumáli sem enn er talað í Evrópu. Um Siv þarf ekki mikið að ræða, hún hefur lengi verið fylgisspök flokksforystunni og þegið embætti fyrir. Þá er eftir einn þingmaður sem eg tel beri af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins. Hún ætti alvarlega að fylgja fordæmi bróður síns og skipta um flokk enda illt til þess að vita að svo góður þingmaður sé meðal þessa sérkennilega flokks sem hefur átt megin þátt í ásamt Sjálfstæðisflokknum að skilja efnahagslíf íslensku þjóðarinnar í rjúkandi rústum.

Góðar stundir en helst án Framsóknarflokks!


mbl.is Birkir Jón hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er bróðir Eyglóar sem þú ert að tala um? Ekki þá Bjarni Harðar!?

Skúli (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 01:14

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þú átt kollgátuna Skúli.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2012 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband