Skiptir guðþjónusta þingið máli?

Sú hefð að setja þing eftir guðþjónustu mun fyrst hafa hafist 1845. Þá var Ísland undir dönsku einveldi en kóngur var af guðdómlegri náð konungur Dana og Íslendinga. Ekki er vitað að sérstök guðþjónusta hafi verið í Þingvallakirkju við upphaf þings hverju sinni og alla vega aldeilis ekki á 10. öld. Þing hófst að morgni fimmtudags í 8. viku sumars en það þótti hentugur tími til þingstarfa eftir sauðburð og aðrar vorannir en áður en heyannir hófust. Þingtíminn hefur lengi vel fylgt hormónastarfsemi sauðkindarinnar og mætti Bjarni formaður skoða þetta mál betur.

Hvort guðþjónusta fyrir nútíma þingfólk hafi einhverja praktíska þýðingu held eg skipti sáralitlu máli. Guðþjónustan og setningarathöfnin er eins og hver önnur sýndarmennska þar sem fylgt er meir venju en þingsköpum. Alla vega hafa prestum fram að þessu gjörsamlega mistekist að hafa góð og friðsamlega áhrif á þingmenn sem hafa reynst einstaklega þrasgjarnir og með einstakt úthald til hártogana og útúrsnúninga. Þeir mættu innleiða skynsamlegar siðareglurá þingi þar sem þeir myndu eftirleiðis bera meiri virðingu fyrir bæði sjálfum sér og sínum líkum að ekki sé talað um samkundu þessa í þessari gömlu virðulegu byggingu.

Bjarni þingflokksformaður má mín vegna sækja eins margar guðþjónustur telji hann sig hafa gagn af slíkri tómstund sér til sáluhjálpar. Kannski hann geti beðið guð í leiðinni að blessa hlutabréfin sín og veitt þeim betra gengi í endalausri baráttu sinni að efla auð sín og völd. Mættu aðrir áþekkir hafa sama í huga.

Annars sakna eg presta á þingi. Meðan þeir voru jafnframt þingmenn var mun virðulegri blær á þinginu. Svo komu lögfræðingarnir og urðu þrásetnir. Ætli sú stétt manna sé ekki einna fjölmennust þeirra allra sem á þingi hafa setið. Og eru lögin ansi götótt og ófullkomin mörg hver. Kannski mætti bæta það með inngöngu í Efnahagsbandalagið? En alla vega vantar betra hugarfar og þel til að rækta þinghaldið.

Góðar stundir.


mbl.is Reyndu að fá hætt við guðsþjónustu við þingsetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hefur hingað til blessað Ísland.

Jens Ingvars. (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 13:38

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Sýnir enn einu sinni hvað Steingrímur er mikil gunga og drusla.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.9.2012 kl. 13:56

3 identicon

Bjarni er ekki þingsflokksformaður. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins. Svo spyr ég hvert er hlutfall lögfræðinga á þingi?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 14:45

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jens: Ef guð er til af hverju lætur hann allt óréttlætið vaða yfir? Af hverju grípur hann ekki fram fyrir hendurnar á bröskurum, hvort sem þeir eru að braska með hergögn eða hlutabréf?

Marteinn: Steingrímur viðhafði þessi orð um Davíð Oddsson á sínum tíma þegar Davíð var óviðbúinn að svara fyrirspurnum Steingríms. Kannski að Davíð hafi viljað víkjast undan að þurfa að svara Steingrími enda fyrirspurnin mjög áleitin og nokkuð hvöss.

Er það ekki fremur ómaklegt að snúa þessu við og herma á mann sem hefur verið að vinna hörðum höndum að taka til eftir frjálshyggjupartíið? Steingrímur hefur ekki sýnt af sér að hann sé gunga og drusla, öðru nær. Hann hefur staðið sig mjög vel eftir því sem reikna mátti með eftir þessi ósköp. Hann hefur viðurkennt að ýmislegt hafi ekki gengið eftir og annað mistekist. Davíð viðurkenndi ALDREI slíkt.

Haraldur: Þú hefur rétt að mæla auðvitað er Bjarni ekki þingsflokksformaður í skilningi þingskapalaga en engu að síður formaður stjórnmálaflokksins.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.9.2012 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband