Eftirminnileg ferð til Mývatns 11.-12. september

Að morgni þriðjudagsins 11. þ.m. flaug eg ásamt öðrum leiðsögumanni eldsnemma austur á Egilsstaði á móts við tvo ferðahópa sem komu með Norrænu þá um morguninn. Ætlunin var að aka að Mývatni gista þar eina nótt á Skútustöðum og síðan baka daginn eftir.

Ekki leist okkur sem best á aðstæður, fréttum að verið væri að moka fjallveginn milli Norður- og Austurlands og von væri að veðrið gengi niður. Satt best að segja leist mér ekkert of vel á þessa ferð en reynt var að halda í upphaflega áætlun.

Við ákváðum að doka um stund á Austurlandi, ekki leggja of snemma af stað á heiðarnar, ókum í Hallormsstaðaskóg þar sem gengið var um Trjásafnið og yfir í Atlavík. Kannski það sé allt að því móðgun við Þjóðverja að sýna þeim skóg á Íslandi en Ísland er sennilega einna skógfátækasta land heims að undanskildu Grænlandi en Þýskaland eitt skógauðugasta land Evrópu ef ekki alls heimsins miðað við íbíufjölda. En alla vega er alltaf gaman að sýna hvernig við höfum verið að feta okkur áfram með tilraunum hvaða trjátegundir geta þraukað hér. Og alltaf gaman að sýna eikina okkar frá Englandi sem eftir um 60 ár er orðinn sæmilegur runni um 3 metrar á hæð!

Um hádegisbilið var lagt af stað norður heiðar um ægilegustu auðnir landsins þar sem gróðureyðing hefur verið víða nánast alger. Leið þessi er dagur andstæðanna. Fyrir austan var snjólaust með öllu, fremur hægur vindur en nokkuð svalur. Við vegamótin þar sem leiðir skilja annars vegar til Mývatns og hins vegar Vopnafjarðar var komin snjóþekja. Og á Möðrudalsöræfum var mikil hálka með skafrenningi þvert á veginn. Þýski bílsstjórinn minn var vanur þessum aðstæðum í Ölpnum og mat aðstæður alveg hárrétt. Hann vissi að þar sem við vorum á sumardekkjum varð að fara með fyllstu varkárni. Við hugðumst gera hádegishlé í Möðrudal en þar sem ekki hafði verið rutt þangað, héldum við áfram yfir Vegskarð sem nýlega hafði verið rutt. Ferðin gekk vel áfram um Víðidal en á Byskupsháls var aftur mikil hálka sem var áfram um Mývatnsöræfi og allt vestur að Námaskarði. Við áðum í Jarðböðunum þar sem við höfðum seinbúið hádegishlé. Um helmingur hópsins fór í bað en það var á dagskrá. Nokkuð svalt var en eg hafði haft með mér þykkustu lopapeysuna mína sem kom sér vel þegar eg tók myndir. Það verður að játast að þó eg hafi komið margsinnis að Mývatni hefi eg aldrei séð það og umhverfi þess að vetrarlagi.

Við austanvert Mývatn hafði gamla rafmagnslínan farið öll meira og minna úr skorðum. Víða mátti sjá rafmagnsstaura brotna eða þeir hölluðu mjög og vírarnir allir meira og minna úr lagi færðir. Rarik menn unnu dyggilega við að koma rafmagni aftur á eftir óveðrið. Þeir höfðu dregið út jarðstreng og lagt hann til bráðabirgða meðfram veginum. Uppi í einum staurnum voru tveir línumenn að störfum sínum við að tengja.

Við áttum bókaða gistingu á Hótel Gíg á Skútustöðum. Þar var hafði verið rafmagnslaust síðan aðfararnótt mánudags. Kvöldverður var eldaður við grill og víða loguðu kertaljós. Þetta var ákaflega rómantískt og eftirminnilegt. Þegar kvöldverður var að baki og klukkan rétt gengin í 10 eða eins og Þórbergur hefði sennilega ritað: Klukkan 21.11 komst rafmagn aftur á við gríðarleg fagnaðarlæti viðstaddra. Hafði þessi hluti Mývatnssveitar verið án rafmagns í rúma 41 klukkustund.

Nóttin var kyrr, heiðskírt var og þónokkuð frost. Um morguninn gekk eg um Skútustaðagíga og fannst mér nokkuð öðruvísi umhorfs en að sumri þá eg geng með ferðahópunum mínum um þessar slóðir.

Við lögðum af stað hálfníu um morguninn í hægviðri og glaðasólskini. Fyrsti áfangastaðurinn var Dimmuborgir. Slóð hafði verið rudd eftir veginum og alla leið að veitingastaðnum þar. Ekki gekk vel að snúa rútunni og mun þetta í fyrsta skipti sem lengri tíma tekur að snúa rútu við en tekur að skoða sig um. Ekki fórum við niður í Borgirnar enda allt á kafi í snjó. Við skoðuðum því Borgirnar frá veitingahúsinu sem var harðlæst enda hafa húsráðendur ekki átt von á neinum viðskiptum svo snemma morguns. Mjög einkennilegt var að sjá birkið enn allaufgað á kafi meira og minna í snjó. En svona er Ísland!

Eftir að bílsstjórinn hafði með aðstoð annars manns náð að moka nóg til að unnt væri að snúa við, ók hópurinn í Reykjahlíð. Við gengum til kirkju sem var opin öllum þeim sem inn vildu líta. Eldra fólkinu þótti gott að koma í þessa fallegu kirkju og væntanlega þeim yngri einnig.

Í Upplýsingamiðstöðinni fengust þær fréttir að ekki hefði verið ruddur afleggjarinn að Hverurnum austan Námaskarðs né að Dettifossi. Mývetningar og reyndar Þingeyingar allir hefðu í öðru að snúast að huga að sauðfé sínu um þær mundir sem væri í mikillri hættu statt. Það var auðskilið.

Þá var ekið að Hverasvæðinu og bílnum lagt á vegarbrúninni meðan ferðafólkið gekk að hverunum. Síðan var ekið áfram austur í þessu fína vetrarveðri þar sem varla blakti hár á höfði. Afleggjarinn norður að Dettifossi var lokaður og feginn var eg að ekki var reynt að komast þangað. Skótauið sem flestir höfðu á fótum sér var eiginlega rétt til þess fallinn að komast milli húsa í Suðurlöndum. Komið var við í Möðrudal en þar var yrðlingurinn allur á bak og burt. Þeir voru reyndar tveir fyrr í sumar en annar varð undir bíl.

Komið var aftur á Egilsstaði skömmu fyrir kl.16.00. Ferðahópurinn kvaddur sem ók áfram austur yfir Fjarðarheiði áleiðis til Seyðisfjarðar. Sennilega verður þessi ævintýraferð þessu þýska ferðafólki mjög eftirminnileg enda var hiti víðast hvar kringum 25-30 selsíusgráður í Þýskalandi í síðustu viku þá fólkið lagði af stað.

Íslensku leiðsögumennirnir flugu aftur til Reykjavíkur til sinna.

Góð ferð en nokkuð strembin var að baki og allt fór vel!

Góðar stundir!


mbl.is Allt að 300 milljóna tjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Má mikið vera ef einhverjir úr þessum ferðahópi hafa ekki þegar bókað aðra ferð til Íslands. Svona óvæntar uppákomur gefa ferðinni margfalt gildi svo hún verður ógleymanleg.

Sigurður Hreiðar, 14.9.2012 kl. 10:51

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta er bara gaman að lesa!!! þó svo þetta áhlaup sé blessuðu fólkinu þarna í Þineyjasrsyslum dýrt og féð orð'ið úti,og það vonadi bætt,en með veðrið í bloggaði þarna fyrir þessa daga mikið oog sagði að fólk ætti að taka þetta alverlega mjög og úrfelli yrði mikið og ef kuldin er um frostmark er það snjór ekki spurning!!! en menn verða fara efir slíku/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 14.9.2012 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband