Umdeild aðgerð sameinar ólíka trúarhópa

Fram að þessu hafa Gyðingar og múslimar fátt eitt sameiginlegt annað en að búa við misjafnlega friðsama sambúð. Nú er allt í einu komið mál sem viðist sameina þá og sem þeir virðast ekki sáttir við.

Umskurður á börnum hvort sem er piltar eða stúlkur hefur lengi verið umdeilt. Margir læknar telja tilganginn ekki hafa nein læknisfræðileg rök enda upphaflega tilgangurinn að auka heilbrigði barna þar sem lækningar eru takmarkaðar.

Trúarathafnir verða að taka breytingum þannig að það sem ekki skiptir máli hverfur.

Umskurður getur verið mjög þjáningafullur einkum meðal stúlkna. Gyðingar hafa sennilega ekki beitt þær þessu en drengir hafa yfirleitt verið látnir sæta þessu án þess að vera spurðir að. Umskurðurinn er því eins og hvert annað brennimark sem fylgir einstaklingnum alla ævi.

Þýski dómstóllinn hefur væntanlega byggt að einhverju leyti á þessum meintu mannréttindabroti gagnvart varnarlausum ungbörnum.

Þessir ólíku trúarhópar mættu finna sér annað og gagnlegra sameiginlegt en misbeitingu á kornabörnum.

Góðar stundir.


mbl.is Deilt um umskurð drengja í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Reyndar eiga múslimar og gyðingar margt fleira sameiginlegt. Þeir hafa búið hlið við hlið í margar aldir og hægt er að finna margt í menningu þeirra og trú sem er svipað.

Ef ég man rétt þá er það bara frekar nýlega sem þessir hópar hafa farið í stríð gegn hvor öðrum. Meira að segja þegar gyðingar byrjuðu að flytja í miklu mæli til Palestínu þá var tekið vel á móti þeim og þjóðarleiðtogar í miðausturlöndum hvöttu þá til þess vegna fólksfækkunar á svæðinu. Vandamálin byrjuðu þegar gyðingarnir einhliða ákváðu að stofna sitt eigið ríki.

Og oft snýst þetta meira um pólitík og þjóðerni en trú. Mörgum múslimum líkar illa við Ísraelsmenn en eru samt ekkert á móti gyðingdóm. T.d. þeir gyðingar sem búa í Íran fá að iðka sína trú í friði þeir lenda bara í vandræðum ef þeir eru of ákafir í stuðningi við Ísraelsmenn.

En umskurður er að mínu mati gróft mannréttindabrot. Það á ekki að framkvæma aðgerðir á börnum eingöngu vegna menningar eða trúar, punktur! Því fleiri ríki sem banna þetta því betra og það er í raun hneyksli að öll vesturlönd séu ekki búin að því.

En ég vil nota tækifærið og benda á að umskurður stúlkna hefur meira með þjóðerni að gera en trú. Þetta er fyrst og fremst bundið við Afríkubúa. Flestir múslimar stunda þetta ekki.

Hallgeir Ellýjarson, 10.9.2012 kl. 18:58

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég vil bæta við að eftir því sem ég best veit er umskurður drengja ekki bannaður á Íslandi. Fyrir nokkrum árum síðan var frumvarp sem bannar umskurð á stúlkum samþykkt en það var ekkert minnst á drengi þrátt fyrir að ýmsir hafi beint á að það væri æskilegast.

Hallgeir Ellýjarson, 10.9.2012 kl. 19:01

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér málefnalegar og fróðlegar athugasemdir Hallgeir.

Er sammála þér í einu og öllu. Líklegt er að skýringin á að ekki sé vikið að umskurði á drengjum þegar frumvarpið um bann við umskurði stúlkna var flutt, að engin dæmi væru um slíkt.

Gyðingar fengu landvistarleyfi í Danmörku skömmu upp úr 1620 þegar 30 ára stríðið í Evrópu hófst. Stríð hafa yfirleitt haft mikla röskun í för með sér, fordóma, fyrirlitningu og jafnvel hatur. Gyðingar fengu ekki að búa hér formlega fyrr en 1850. Líklegt er að ýmsir kaupmenn sem hér störfuðu, hafi verið Gyðingar.

Sagt er að ýmsir þjóðkunnir dugandi Íslendingar séu afkomendur þeirra en þeir hafa ekki verið að auglýsa það sérstaklega. Er það skiljanlegt.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband