9.9.2012 | 12:28
Gustar á þingi
Ekki er fyrir nema sterk bein og mikið úthald að sitja á þingi. Þar takast oft á ólík sjónarmið.
Eftir bankahrunið eftir eitt léttlyndasta stjórnartímabil Sjálfstæðisflokksins blasti við harkaleg lending eftir umdeilda ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Við bættist að allir bankarnir fóru tæknilega á hausinn og við blasti gríðarlegir erfiðleikar. Þrátt fyrir allt hefur vinstri stjórninni tekist að rétta þjóðarskútuna af þannig að nú siglir hún jafnvel betur og öruggar en áður.
Og það var gert án þess að meiri einkavæðing varð! Þetta er eitt merkasta afreksverk ríkisstjórnarinnar og mættu landsmenn lesa pistil Jóns Steinssonar í Fréttablaðinu s.l. fimmtudag þar sem hann vekur athygli á hve vinsældir núverandi ríkisstjórnar virðast vera fremur litlar miðað við þann árangur sem við blasir.
Nú eru breytingar á þingliði Sjálfstæðisflokksins þegar Ólöf Nordal ákveður að yfirgefa þingsamkomuna. Hún hefur verið einn mesti talsmaður aukins áliðnaðar á Íslandi sem er mjög umdeilanlegt. Hún er jú gift fyrrum álforstjóra Alkóa á Íslandi sem nú tekur á sig aukin og meiri verkefni erlendis.
Áliðnaður er vægast sagt mjög umdeildur. Sérstaklega þegar haft er í huga að um 75-80% af raforkuframleiðslu landsins fer í eþssa starfsemi. Nú eru Bandaríkjamenn að vakna til lífsins með endurvinnslu og má á næstu árum að hlutfall endurunnins áls fari hraðvaxandi í BNA. Það magn sem nú er urðað, er meira en sem nemur framleiðslu allra álbræðslna á Norðurlöndunum og jafnvel víðar! Má rétt geta sér nærri að öll álver sem ekki skila eigendum sínum nægan arð, verði lokað.
Um það leyti sem Alkóa hóf starfsemi á Reyðarfirði, lauk starfsemi 2ja álbræðslna sama fyrirtækis á Ítalíu. Þá urðu mikil mótmæli og mikill grátur hófst þar syðra.
Hvenær kemur að álbræðslunum á Íslandi skal ósagt látið. Sú stund getur runnið upp að rekstur álbræðslu á Íslandi svari ekki kostnaði. Þá er allt tal um aukinn áliðnað eins og hvert annað hjóm.
Þingkonunni Ólöfu er óskað góðrar ferðar. Verst er að þau hjónin geti ekki tekið álstassjónina með sér enda hefur álbræðsla þessi haft mikil ruðningsáhrif á Austurlandi og skilið marga aðra starfsemi í dróma og vandræðum.
Góðar stundir!
Skilur vel ákvörðun Ólafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðjón nú ferðu með rangt mál. Hafi einkavæðing bankanna á sínum tíma verið ámælisverð eða hvernig að henni var staðið, var einkavæðing Kaupþings og Íslandsbanka ámælisverðari. Steingrímur seldi þessa banka erlendum útrásarvíkingum!
Það fer að líða að kosningum. Á ekki von á að hrein vinstri stjórn komi nokkru sinni aftur til valda.
Sigurður Þorsteinsson, 9.9.2012 kl. 12:54
Nú hallar þú réttu mnáli Sigurður:
Lestu grein Jóns Steinssonar í Fréttablaðinu s.l. fimmtudag. Hann er einn helsti sérfræðingur íslendinga sem starfar á erlendri grund. Hann skýrir mjög vel hvernig helstu kröfuhöfum Glitnis og Kaupþings voru afhentir bankarnir. Það var nógu erfitt fyrir ríkissjóð að halda í Landsbankann. Kannski hefði átt að láta hann sigla sinn sjó.
Þessi vinstri stjórn hefur afrekað meira en nokkur önnur ríkisstjórn á lýðveldistímabilinu. komið var í veg fyrir ríkisgjaldþrot sem allt virtist stefna í. Jón Steinsson bendir réttilega á, að þetta beri að skoða og ekki endalaust skamma þessa ríkisstjórn sem reynst hefur margfalt betur en braskhugsunarhátturinn sem var allt of algengur á árum fyrr.
Er ekki kominn tími að reyna rökræður með öðru móti en með rangfærslum?
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2012 kl. 21:04
Guðjón, bankarnir voru einkavæddir eftir hrun hvað sem þú og Jón Steinsson reynið að halda fram. Hann hins vegar meina að með því hafi áhrif ykkar sólíalista orðið minn því þá hefðuð þið getað sukkað meira með verðmætin í þjóðfélaginu.
Þetta hafa fleiri beint á og tekið sem dæmi þá fjáruni sem Steingrímur setti í Byr, Verðbréfastofnuna, Saga capital, Sjóvá ofl. Fyrir utan Icesave samningana.
Sala bankana var samt sem áður glæpur gagnvart þjóðinni, þann skilning er nú erfitt að koma inn hjá þér, þar sem sólíalisk hugsun meðtekur engar hagfræðilegar skýringar.
Sem betur fer er þessi óhæfustjórn að fara frá, og fólkið er þegar farið að hlakka til. Vinstri stjórn mun aldrei koma aftur á Íslandi.
Sigurður Þorsteinsson, 9.9.2012 kl. 21:49
Hvað áttu við með „óhæfustjórn“ Sigurður?
Kannski að við eigum að venja okkur betur við að vinstri stjórnir séu mun betur meðvitaðri um raunveruleikann en þær sem telja sig við hægri línuna.
Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2012 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.