Hermangið byrjaði mun fyrr

Styrmir fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins telur að umdeild viðskipti hafi hafist 1998 varðandi braskið kringum Kögun.

Þess má geta að spillingin byrjaði með komu hersins og reyndu ýmsir að auðgast verulega.

Þannig var m.a. að þekktur athafnamaður í Keflavík sem var verkstjóri hjá hernum með alla ættina sína, lifandi sem dauða, meira og minna á launaskrá hjá hernum. Ýmsir auðguðust á ævintýralegan hátt og „beisinn“ varð brátt vettvangur furðulegra athafna.

Einna þekktast varð angi af svonefndu „Olíumáli“. Olíufélagið Esso í eigu Framsóknarmanna hafði mjög náin samskipti við ameríska herinn. Þessi samskipti gengu út á að innflutningur á olíu og olíuvörum var meira og minna undir sömu hendi. Því var komið í kring að olíuloki á geymum Varnarliðsins var unnt að opna og tappa olíu á geyma Olíufélagsins án þess að nokkur yrði var við neitt. Herinn borgaði brúsann. En upp komst þegar innflutningur og sala stóðst ekki á og við rannsókn málsins höfðu forsvarsmenn Olíufélagsins útbúið nótur.

Þetta faktúrufölsunarmál varð eitt af mörgum málum sem upp komumst. Merkilegt er að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn voru margir hverjir flæktir í ansi gróf mál. Þar voru prettir uppi og allt gert til þess að auðga sjálfa sig.

Saga spillingarinnar á Íslandi hefur tekið á sig margar myndir. Sumt er löngu fyrnt meðan annað er enn í gangi. Kögunarmálið virðist enn vera á ferðinni þar sem einn einstaklingur virðist hafa náð undirtökum í þessu fyrirtæki sem veltir gríðarlegu fé.

Og formaður Framsóknarflokksins tengist þessu glæfrafyrirtæki traustum böndum.

Góðar stundir en án spillingaraflanna!


mbl.is Gunnlaugur ekki beðinn afsökunar að sögn Styrmis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband