Fyrsti tunglfarinn?

Spurning er hvort þessi maður hafi nokkurn tíma stigið fæti á tungli og nokkur eftir hann. Af hverju hafa tunglferðir lagst af eftir nálægt 40 ár fyrst þær áttu að hafa tekist 1969?

Það ár var einn umdeildasti forseti USA Richard Nixon við völd sem lét sér ekkert ómögulegt. Á þessum árum var umdeilt stríð í Víetnam og sami forseti beitti sér fyrir vægast sagt mjög sóðalegri byltingu í Chile 1973.

Sagt er að mjög fær kvikmyndaleiksstjóri, Steven Spielberg hafi verið fenginn til að sviðsetja „tunglheimsóknina“ sumarið 1969. honum hafi yfirsést nokkur atriði. T.d. þykir tortryggilegt að birta skuli hafi komið úr tveim gagnstæðum áttu  eins og ljóskösturum hafi verið beitt til að ná sem ákjósanlegustu myndum af „afrekinu“ mikla.

Richard Nixon var einhver umdeildasti og furðulegasti forseti BNA sögunnar og spurning er enn hvaða umdeildu ákvarðanir hann hafi tekið á embættisferli sínum. En eitt er víst: Áróðurstríð gegn Rússum stóð sem hæst og mikilvægt að auglýsa sem mest ágæti BNA.

Eg vil taka fram að BNA er í mörgum atvikum fyrirmyndarríki. En það truflar mig þegar sífellt er verið að vísa til mannréttinda í því ríki þegar hugmyndir koma fram um að takmarka byssueign. Það er eins og það teljist til mannréttinda að fá að skjóta fyrst en spyrja svo.

Við megum auk þess minnast þess að ekkert ríki heims er tengt jafnmikið hernaðartækjasölu og BNA. Talið er að sala þeirra um þessar mundir sé um 75% af allri vopnasölu heims í dag. Hagsmunir hernaðartækjabraskara er því gríðarmikill og er miður.

Af hverju taka Bandaríkjamenn ekki betur þátt í flóttamannavandanum sem fyrst og fremst bitnar á ríkjum Evrópu?

Góðar stundir!


mbl.is Armstrong borinn til votrar grafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það voru farnar þrjár tunglferðir. Þær eru dýrar. Menn urðu ýmsu nær eftir þessar ferðir en telja að peningunum sé betur varið í annars konar könnun á geimnum en fleiri tunglferðum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2012 kl. 19:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er hægt að sanna að þessar „tunglferðir“ hafi raunverulega farnar?

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2012 kl. 19:37

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er og hef lengi verið sammála þér hvað mannaðar tunglferðir varðar. Ég gæti fallist á að "við" gætum hafa lent á tunglinu, en að hinn klunnalega tunglferja "örninn, eða The Eagle" hefði getað flutt geimfarana frá yfirborði tunglsins til móts við Appollo finnst mér fráleit. Það er fróðlegt að googla: Appollo hoax

Jónatan Karlsson, 7.9.2012 kl. 21:11

4 identicon

Þeir lentu á tunglinu, hér eru myndir sem teknar voru af lendingarfari Apollo 11 á Tunglinu í 50 km hæð af gervihnettinum Lunar Reconnaissance Orbiter og það voru farnar sex ferðir Apollo 11,12,14,15,16 og 17. http://www.nasa.gov/mission_pages/LRO/multimedia/lroimages/lroc_200911109_apollo11.html

Gunnlaugur Sig (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 21:50

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi veit eg hvað satt er fyrr en fullar sannanir liggja fyrir. Af hverju sést ljósið koma úr tveim áttum á myndum sem sagðar eru teknar af meintri tunglgöngu?

Ekki er vitað nema ein sól ogþar með einn birtugjafi hafi verið til staðar. Yfirsást Spielberg þetta?

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2012 kl. 22:38

6 identicon

Mythbusters fjölluðu um þetta fyrir nokkrum árum, hérna er linkur á myndband sem tekur nákvæmlega þetta fyrir:

http://www.youtube.com/watch?v=Wym04J_3Ls0

Levi (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 22:47

7 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mér finnst með ólíkindum hve lífseig þessi della er, þ.e.s. að tunglferðirnar hafi ekki verið farnar. Ef við gerum eitt andartak ráð fyrir að þetta sé falsað, hefðu þeir þá staðið í að falsa þetta 6 sinnum? Og dettur ykkur í hug að Rússarnir hefði látið þá komast upp með þetta? Þetta er svo asnalegt og heimskulegt.

Theódór Gunnarsson, 8.9.2012 kl. 12:24

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er sjálfsagt gott að vera trúaður, en ofsatrúaður er ég ekki viss um að sé hentugt. En hvernig sem því er varið þá óska ég ykkur Guðjóni og Sigþóri til hamingju með ykkar mjög svo sérkennilegu kröfugerðar trúarbrögð. 

En af því að trú er bara trú og hefur þar með ekkert með staðreyndir að gera og af því að staðreyndir eru mun áhugaverðari en trú þá biðst ég afsökunar á að vera með þessa afskiptasemi varðandi þetta mál. 

Þið Guðjón og Sigþór megið að sjálfsögðu hafa ykkar vantrú og eða hjátrú og eiga með ykkur sjálfir, en okkur hinum kemur það auðvita ekkert við. 

Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2012 kl. 13:42

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það hefur alltaf verið góður kostur að trúa ekki öllu alla vega ekki að svo stöddu.

Njáll á Bergþórshvorli lét segja sér þrem sinnum áður en hann taldi frásögn vera sannleikanum samkvæma.

Ekker er því til fyrirstöðu að meint „fölsun“ á tunglgöngu Bandaríkjamanna 1969 og nokkur ár þar á eftir hafi verið auðvelt að koma í kring. Til þess þurfti auðvitað nokkuð skipulagða yfirhilmingu á staðreyndum og þegar haft er í huga að þáverandi bandaríkjaforseti, Richard Nixon var til alls vís, þá gat þetta verið blekkingarvefur sem tikltölulega auðvalt var að koma í kring.

Ein spurning til þeirra sem telja útilokað að um blekkingar hafi verið að ræða: Hvers vegna í ósköpunum hafa ekki verið sendir menn til tunglsins síðustu 40 árin þrátt fyrir að tækni í geimvísindum og fjarskiptum hafi tekið gríðarlegum framförum?

Hafi Bandaríkjamenn búið yfir þessari tækni fyrir 43 árum, sumarið 1969 afherju hefur engum dottið í hug að leika þann leik eftir?

Að öllum líkindum hefur verið um fremur ódýrt áróðursbragð að ræða þar sem unnt var að láta gjörvalla heimsbyggðina standa á öndinni yfir þessu „afreki“ að senda menn til tunglsins og til baka aftur. Ekki aðeins einu sinni heldur margsinnis. Og þegar tókst að blekkja einu sinni var auðvitað reynt að blekkja oftar. Eða svo lengi sem þessi Nixon þrásat Hvítahúsið.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.9.2012 kl. 16:56

10 identicon

Allt þetta er vanvirðing við Neil Armstrong

Og alla hina sem fóru til Tunglsins

Gunnlaugur Sig (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 06:56

11 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/Apollo_8 Masi vaknaðu mankin er æðislegt við fórum til Tunglsins 0g hofðum einga ástæðu til að fara til baka, þeir tóku tæplega 400 kg af grjóti til baka og eitt grjót eða síni af þeim er til hérna á Íslandi, sem þeir gáfu okkur sem eina af sínum bestu vinum.

Gunnlaugur Sig (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 08:45

12 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Það er alveg rétt hjá þér Guðjón að það er bæði hollt og gott að trúa ekki öllu sem maður heyrir og les, en það er fáránlegt að afneita augljósum staðreyndum. Hér er um að ræða verkefni sem nokkur hundruð þúsund manns unnu að í mörg ár. Auðvitað kom allt þetta fólk ekki beinsínis að geimskotunum og lendingunum beint, en það var mjög margt fólk sem gerði það. Það hefði þurft að þagga niður í ansi mörgum til að halda þessu leyndu, fyrir nú utan kostnaðinn við að hafa allan þennan mannfjölda á launum við verkefni sem bara var tóm blekking. Þessar pælingar eru bara fáránlegt bull.

Theódór Gunnarsson, 9.9.2012 kl. 09:52

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnlaugur:

Vanvirðing við hvern? Neil Armstrong og aðrir geimfarar hafa væntanlega verið eiðsvarnir að ljóstra ekki upp um meintar blekkingar og svik hafi þau verið framin. Hver hefur sönnunarbyrðina í þessu einkennilega máli? Voru tunglferðirnar blekking á sínum tíma? Ýmsar vísbendingar eru til um að svo sé þegar betur er rýnt í ljósmyndirnar sem sagðar eru hafa verið teknar. Þá er vitað að Steven Spielberg var upptekinn á þessum tíma við mjög leynilegt verkefni sem aldrei hefur verið upplýst.

Theódór: Ef blekkingar hafa verið uppi þá er augljóst að þurft hefði að þagga niður í ansi mörgum. En er fólk ekki til að halda munninum saman þegar vel er greitt fyrir?

Við höfum lengi búið við blekkingar á ótalmörgum sviðum. Þannig var á tímum Kalda stríðsins og jafnvel enn að til séu einhverjir „vondir kommúnistar“ sem bíði eftir að hremma okkur með manni og mús. Ætli okkur stafi ekki meiri hætta af ýmsu öðru eins og t.d. fjárglæframönnum sem virðast hafa ótalmikil áhrif þrátt fyrir bankahrun og brostnar vonir um gull og græna skóga.

Nú má reikna með nýjum leik þar sem hægri menn bjóða okkur betri tíð sem sjálfsagt endar með ósköpum.

Framtíðin er ekkert of björt ef við sýnum ekki varkárni.

Tortryggni er ágætur eiginleiki.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2012 kl. 11:50

14 identicon

Það er alltaf gaman af ykkur vantrúarmönnum þið eruð einsog Halelua Biblíu berjandi menn, ertu kannski Biblíu maður, þeir komu með grjót og komu fyrir speglum fyrir leysir athugun og fleira og fleira

Gunnlaugur Sig (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 16:52

15 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já, tortryggni er ágætur eiginleiki, en fyrr má nú vera dellan. Nú eru til dæmis farnar að berast myndir af lendingarstöðunum og draslið sem þeir fóru með, tugljepparnir, hjólförin, ummerkin um lendingarnar, þetta er allt þarna. Þetta er bara asnalegt.

Theódór Gunnarsson, 10.9.2012 kl. 09:54

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gunnlaugur: Hvað áttu við með „Biblíu maður“? Tel mig vera umburðarlyndan mjög nema gegn bröskurum og framsóknarmönnum. Þar er fyllsta ástæða að sýna sérstaka VARKÁRNI OG TORTRYGGNI!

Theódór: Hvað finnst þér vera asnalegt? Að leggja ekki trúnað á allt eða draslið sem þú telur að hafi verið skilið eftir á tunglinu?

Fróðlegt þætti mér ef þú hefðir svarið við því hvar Steven Spielberg, leikstjórinn heimsfrægi var sumarið 1969. Hann er sagður hafa verið upptekinn við mjög mikilvægt verkefni á vegum bandaríkjastjórnar.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2012 kl. 12:11

17 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég segi bara eins og sonur minn segir stundum við mig.  Whatever rocks your boat. Það hlýtur að vera notaleg tilfinning að vera svona gáfaður og yfir það hafinn að láta blekkingarvef eins og Appollo áætlunina rugla á sér hausinn. Verði þér að góðu.

Theódór Gunnarsson, 10.9.2012 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband