Upplausn í Sjálfstæðisflokknum?

Mikið virðist hafa gengið á í Walhöllu höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að þar virðist ekki vera samhugur um nokkurn skapaðan hlut enda hafa ýmsir þingmenn hanns vægast sagt skrautlegan feril að baki. Sumir hafa tengst fjármálabraski, aðrir grunaðir um ansi frjálslega aðkomu að bankahruninu og a.m.k. einn með refsidóm að baki.

Hér virðist vera tilraun um að stilla upp liðinu á nýjan leik í aðdraganda kosninga að vori. Hvort hún takist eða að Sjálfstæðisflokkurinn hverfi af sviðinu í þeirri mynd sem hann er nú í, skal ósagt látið.

Sjálfstæðisflokkurinn er upphaflega samruni tveggja flokka: Íhaldsflokks Jón Þorlákssonar og Borgaraflokksins sem þótti fremur veigalítill á sínum tíma.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru einstaklingar sem hafa reynst vel einkum þeir sem hafa komið við sögu sveitarstjórnarmála. Aðrir hafa mun þrengri og afmarkaðri reynslu í stjórnmálum, kannski meira af fjármálum og þar með vafasömu braski.

Góðar stundir.


mbl.is Illugi aftur þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Undarleg hjörð og ekki á vetur setjandi.

Björn Birgisson, 4.9.2012 kl. 13:09

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef ekki heyrt ykkur félaga sem hér skrifa að upplausn sé hjá VG og Samfylkingunni þegar ráðherrar þar eru látnir fjúka,Skrítið og skemmtilegt.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.9.2012 kl. 14:59

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stjórnin lafir á einu atkvæði og það dugar.

Þessi ríkisstjórn hefur gert margt skynsamlegt í að endurreisa þjóðarbúið þó sitt hvað hefði betur mátt fara. Fyrri ríkisstjórnir geta ekki státað sig af því sem þessi hefur þó náð fram nema síður sé.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband