29.8.2012 | 08:33
Hvers vegna að skulda?
Því miður er það allt of algengt hjá Íslendingum að reisa sér hurðarás um öxl og geta ekki staðið undir neinum skyldum. Hvernig væri að innleiða betri hugsunarhátt: fremur spara en ekki eyða um efni fram?
Lengi vel eymdi sá hugsunarháttur að ekki borgaði sig að spara: spariféð gufaði upp enda höfum við verið með handónýtan gjaldmiðil frá stofnun Landsbanka Íslands 1886.
Ríki og sveitarfélög fara í innheimtumál eftir mjög vandaðri lagasetningu þar sem fara verður eftir mjög formlegum reglum. Innheimtan er því mjög formleg en þykir kannski sálarlaus.
Þingmanninum Ragnheiði sem eg þekki ekki nema af góðu einu, virðist hafa yfirsést innheimtuaðferðir mafíunnar og uppivörsluhópa sem kenna sig við allt mögulegt. Þar hefur verið beitt hnúum og hnefum, jafnvel líkamlegum þvingunum og meiðingum sem opinberum aðilum beita að sjálfsögðu aldrei.
Mér finnst að þingmenn mættu vanda betur umræðuna og fremur bæta skilning á nauðsyn innheimtu þess opinberra. Hvers vegna þarf að leggja á alla þessa skatta er jú að við gerum kröfur til þess sama opinbera að veita okkur góða og trausta þjónustu.
Best af öllu er að standa ætíð í skilum og stefna aldrei til óþarfa skulda. Skuldahalar hafa oft verið afleiðing bíræfinnar eyðslu og vafasamra fjárfestinga.
Hugsunarhátturinn: Við borgum ekki ætti ekki að vera í fyrirrúmi, fremur: Við viljum borga en ekki skulda.
Góðar stundir!
Staddur á Smyrlabjörgum í Suðursveit.
Af hverju er ríkið alltaf harðasti innheimtuaðilinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við komumst ekki hjá því að skulda (meira og meira). Fjármálakerfið er einfaldlega þannig upp sett.
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 29.8.2012 kl. 09:24
Guðjón, þú hefur alveg rétt fyrir þér að því leitinu til, að ótiltekinn fjöldi fólks stofnar til ónauðsynlegra skulda og setur sig í þrot að óþörfu - þannig séð - en mér finnst þú samt orða þetta þannig, að skilja megi að meirihluti landsmanna sé óráðsíufólk. Það held ég að sé ekki staðreyndin.
En hvað veit ég svosem ?
Ég skulda dálítið og tilurð minna skulda var óhjákvæmileg.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.8.2012 kl. 14:21
Egill: nú þarftu að útskýra þetta betur.
Anna Dóra: Auðvitað er óhjákvæmilegt að efna til skulda við kaup á hæfilega stóru íbúðarhúsnæði.
Með skuldsetningu er verið að eyða fyrirfram tekjum sínum. Ekki átta allir sig á því og efna stundum og jafnvel allt of oft til skulda til eyðslu. Það nær ekki nokkurri átt.
Mikið ábyrgðarleysi var á sínum tíma að bjóða 110% lán. Meira að segja ábyrgðarlausir pólitískir braskarar boðuðu slíkt!
Þessir menn vilja ekki axla ábyrgð en vilja völdin í sínar hendur!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.8.2012 kl. 21:17
Þegar ég ólst upp á sjötta og sjöunda áratugnum í Skagafirði var metnaðarmál að skulda ekki. Að vísu kom fyrir að bændur þurftu að slá víxil og víxil til skammtímalána. Það hafði eitthvað að gera með það að innlegg bændanna (mjólk, lömb...) var gert upp á ársgrundvelli. Bændur gátu látið skrifa hjá sér úttekt í Kaupfélaginu og síðan var allt gert upp að lokinni haustslátrun. Stundum þurftu bændur hinsvegar að kaupa búvélar að vori til að brúka yfir heyannatíma sumarsins. Ég veit ekki hvernig vaxtakjör voru á þeim árum. Ég held að vextir hafi verið eitthvað smálegir.
Á áttunda áratugnum var hagkvæmt að skulda. Verðbólgan át afborganir. Á þannig kjörum keypti ég minn fyrsta bíl. Sumir stórtækir gerðu út á þetta. Byggðu jafnvel heilar íbúðablokkir og létu allt fara viljandi í vanskil, vitandi að verðbólgan át upp greiðslurnar þegar þeir seint og síðarmeir voru dæmdir til að standa skil á vanskilaskuldunum. Þegar þessi aðferð dugði ekki lengur fóru sumir illa út úr því. Voru seinir að átta sig á breytingunum. Ég man til að mynda eftir einum af eigendum Bílaborgar (sem seldi Mazda). Hann hafði efnast verulega á því að gera út á verðbólguna en á efri árum náði hann ekki að laga sig að breyttu umhverfi.
Á áttunda áratugnum var hagkvæmara að skulda (eða ráðstafa peningum strax) heldur en leggja fyrir. Ég reyndi að fá pabba minn til að gera út á verðbólguna. Án árangurs. Það var eitur í hans beinum að skulda.
Svo lenti ég í vandræðum eftir að hafa keypt íbúð 1983. Verðbætur tvöfölduðu næstum skuldir. Þá varð til Sigtúnshópurinn (undir forystu Ögmundar Jónassonar). Þessi Sigtúnshópur náði að knýja fram vaxtabætur (í skattakerfinu) eða eitthvað svoleiðis hjá þeim sem keyptu húsnæði 1984. Ég sat eftir í súpunni vegna þess að ég keypti íbúð ári fyrr.
Mér til happs varð að ég skrifað vinsæla bók, Poppbókina, 1983 sem skilaði mér góðum höfundarlaunum. Annars hefði ég lent í gjaldþroti.
Fyrir bankahrun lagði ég hart að mínum börnum að hella sér ekki í skuldir vegna íbúðakaupa. Ég sá að íbúðaverð var í loftbóluhæðum og skuldir vísun á vandræði. Sem betur fer var hlustað á mín rök. Með þeim ágæta árangri að sonur minn náði í fyrra að staðgreiða litla íbúð sem hann fékk á góðu verði.
Jens Guð, 30.8.2012 kl. 22:46
Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð, sótti ég mitt eigið fé sem var fólgið í uppsöfnuðum sparimerkjum og það, ásamt nokkurri upphæð sem ég hafði lagt fyrir, dugði fyrir hálfri íbúð. Ég yfirtók áhvílandi lán sem var mjög viðráðanlegt og greiddi svo mismuninn í tveimur víxlum á einu ári. Þetta reyndist mér auðvelt, ég stóð alltaf í skilum. Ég kalla ákaft eftir skyldusparnaði aftur, því að það var lykillinn að ótal mörgum vel heppnuðum íbúðakaupum. Þegar ég skipti um húsnæði voru málin orðin örlítið flóknari, húsbréf, víxlar og bankalán, allt eftir aðstæðum. Enn var þetta þó viðráðanlegt. Svo keyptum við hjónin fokhelt hús fyrir tæpum átta árum og tókum lán sem við ráðum þokkalega við. En við „létum plata okkur" til að kaupa bíl á körfuláni sem er búið að leika okkur nokkuð grátt. Það var þó leiðrétt um síðir, en við súpum enn af því seyðið þó liðin séu nokkur ár frá kaupum bílsins. Mér er til efs að til sé betri forræðisleið til hjálpar ungu fólki í dag, en að taka aftur upp skyldusparnað. Í leiðinni mætti huga að upptöku sjúkrasamlags eins og því var fyrirkomið í eina tíð.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.9.2012 kl. 21:59
Lærdómsríkar eru frásagnir ykkar Jens og Anna Dóra. Bestu þakkir!
Fyrr á tímum var eftirspurn eftir lánum þvílík að sett var „þak“ á öll útlán bankanna og þeir fengu sérmeðferð sem voru í klíkunni. Mörg sérkennileg mál komu fram eins og okurlánin sem var rekin neðanjarðar. Þar komu ýmsir þjóðkunnir menn við sögu, svonefndir okurlánarar.
Á þessum tímum og jafnvel enn er óstöðugleiki krónunnar meginástæðan þess að innlánsvextir eru neikvæðir. Landsbankinn var með sparibaukaáætlun undir kjörorðinu: „Græddur er geymdur eyrir“ sem gárungarnir snéru í: „Glötuð er geymd króna“ og hefur sennilega alltaf átt við frá stofnun Landsbankans 1886.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 3.9.2012 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.