Germönsk arfleifð

Þingin á Íslandi er germanskur arfur frá miðöldum. Sitt hvað hefur verið rannsakað, sumt lítið, annað meira en sennilega flest sama og ekkert.

Germanir héldu þing víðast hvar. Þar kom klanið eða fulltrúar ættbálksins saman. Fyrirkomulagið á Íslandi var að landinu var skipt milli 36 goða og skipuðu 3 goðar sérstakt héraðsþing. Síðar var bætt við þremur goðorðum á Norðurlandi þar sem þeim landsfjórðung verður eðlilega ekki skipt landfræðilega með öðrum hætti en að þar væru 4 héraðsþing.

Þýski réttarsöguprófessorinn Konrad Maurer (1820-1902) var einn merkasti fræðimaðurinn sem rannsakaði þessi mál. Hann var prófessor við háskólann í München í Bæjaralandi, nam íslensku í Kaupmannahöfn veturinn 1857-58 og kom þá um vorið til landsins og ferðaðist víða. Hann ritaði dagbók og vann úr henni afarmerka ferðabók sem kom út að forlagi Ferðafélags Íslands fyrir um hálfum öðrum áratug. Er það ein merkasta heimild um Ísland og Íslendinga frá 19. öld.

Þess má geta að Konráð þessi fékk fyrstur manna viðurnefnið „Íslandsvinur“ en þann titil hafa síðan ýmsir hlotið oft af litlu sem engu tilefni.

Það er fagnaðarefni að þessir gömlu þingstaðir verði rannsakaðir gaumgæfilega með nýjustu tækni og vísindum. Vel fer að erlendir aðilar komi einnig við sögu enda eru rannsóknir þessar bæði dýrar og umfangsmiklar.

Góðar stundir!


mbl.is Fornir þingstaðir rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband